Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 74
að segja hlífðarlaust til allra
þeirra sem gerðu sig seka um of
mikla notkun skóganna. Og hann
manaði sjálfan sig til verka: „Ég
sjálfur bý fjarri kjarrskógunum, og
þetta er allt sem ég get gert eða
haft áhrif á þessi mikilvægu
áform, sem ég mun aldrei tapa úr
sjónmáli, enda þótt maður verði f
þessu tilliti að berjast við marg-
háttaða erfiðleika."5
Deild um yrkingu
Þingvallaskógar
Vissulega hafði Þórðursýslumað-
ur lent í „margháttuðum erfið-
leikum" er hann reit bréf sitt til
amtsins í janúar 1830. Fyrst er
þess að geta að í árslok 1824
lenti hann í málum í Þingvalla-
sveit vegna meðferðar á skógum
þeim sem heyrðu undir Þing-
vallastað. Prestssetrið Þingvellir
var með landmestu jörðum, en
bestu kostir jarðarinnar voru mik-
il sauðfjárbeit og ágætur skógur.
Sem vænta mátti gátu Þingvalla-
prestar ekki hagnýtt sér allt þetta
land og byggðu því út frá sér hjá-
leigur. Ein hin þekktasta var
Skógarkot í miðjum Þingvalla-
skógi. Þar bjó 1806-1843 Kristján
Magnússon hreppstjóri, mikil-
hæfur bóndi og frægur meðal
okkar nútímamanna af heimildar-
skáldsögu Björns Th. Björnssonar
„Hraunfóikið". Gott var með land-
setanum Kristjáni hreppstjóra og
Þingvallaprestum. En það voru
lengstum séra Páll Þorláksson,
bróðir séra )óns skálds á Bægisá,
og synir hans Einar Pálsson að-
stoðarprestur og síðar séra Björn
Pálsson sem sat Þingvelli frá
1828 til dauðadags 1844.
Séra Einar Pálsson var aðstoð-
arprestur föður sfns 1818 til 1821
en tók þá Reynivallaþing og bjó á
Meðalfeili í Kjós. Vorið 1822 kom
á staðinn nafni hans, Einar Sæ-
mundsson Einarsen. Einarsen
prestur stóð í ýmsum málum og
er enn fræg aðför hans að 11
bændum í Grafningi sem hann
kærði fyrir tfundarsvik. Voru þeir
flestir að vísu dæmdir af verald-
legum dómstóli, en Einarsen fékk
á sig dóm almenningsálitsins.
Sóknarbörn hans í Grafningi
hættu að sækja kirkju hjá honum
og hrökklaðist hann vestur að
Setbergi í Eyrarsveit vorið 1828.
Einarsen sá ofsjónum yfiryrk-
ingu Kristjáns hreppstjóra á Þing-
vallaskógi. Fljótt mun hann hafa
forboðið hreppstjóranum öll not
af skóginum nema til eigin hús-
nota. Þá ráðstöfun kærði Kristján
til amtsins vorið 1824 og fékk nú
Þórður Sveinbjörnsson að taka á
því máli er amtið vfsaði þvf til
hans. Niðurstaða sýslumanns var
sú að Einarsen presturværi ekki
fær um að nytja allan Þingvalla-
skóg á réttan hátt.Hann hefði ekki
þá yfirsýn yfir skóginn sem þyrfti.
Hann hefði ekki þann mannskap
heima á prestsetrinu sem dygði til
að vinna allan þann skóg sem
markaðurværi fyrir. Þvf myndi
presturinn hneigjast til að leigja út
frá sér skóginn til aðkomumanna
sem ekki kynnu með hann að fara.
Hinsvegar væri ábúandinn á
Skógarkoti öllum öðrum áhuga-
samari fyrir því að skógurinn
eyddist ekki. Hann kynni að beita
skóginn rétt á veturna, og hann
umgengist hann með meiri varúð
en Einarsen prestur yrði nokkru
Úr Þingvailaskógi. Ljósm.: S.Bl.
72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999