Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 77

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 77
að því að Hekla spillir nú á degi hverjum byggðum og afréttum, heldur en að gjörast henni líkir og eyða bæði skóglendi og grasi.10 Páll Melsteð fól þeim Guðmundi Magnússyni hreppstjóra á Minna- Hofi, Guðmundi Þorsteinssyni í Hlíð og Ólafi Höskuldssyni f Haga að framfylgja friðunarráðstöfun- um frá 1831 og tilkynna sýslu- manni ef einhver dirfðist að brjóta á móti aðvörun þeirra. Nú liðu tvö ár. Þremenningarn- ir fylgdust með Skriðufellsskógi, og þótti þeim yrking hans meiri en hann gat þolað. Að hvötum sýslumanns riðu þeir að Skriðu- felli 16. október 1847 ogyfirlitu skóginn. í vandaðri skýrslu kemur fram að hjá Ólafi gamla er víðast hvar sæmilega gengið um skóg- inn, og þótt smávegis sé ábóta- vant megi þar ekki um kenna hirðuleysi „heldur þar hann er maður orðinn gamall, sem ekki getur séð svo grannt yfir alla sem hann ljær skóginn." „Hjá Jóni er ólíkt unnið að verk- um þessum", segir svo í skýrsl- unni, „og álítum vér að hvergi megi heita stór missmfði eða mjög vondur frágangur á skógar- yrkingunni"." Erfið hjónalýsing Nú flækjast hinir undarlegustu atburðir saman við yrkingu Skriðufellsskógar. Ólafur og Guð- rún á Skriðufelli áttu dótturina Guðrúnu, erverið hafði f þingum við vinnumann á Ásólfsstöðum. Átti hún með honum þrjú börn í óþökk foreldra sinna. Létu þeir þó undan og hjónaefnin fóru að Vælugerði í Flóa og bjuggu þar í eitt ár. Þá varð maðurinn úti. Fór Þá Guðrún Ólafsdóttir aftur að Skriðufelli og gerðist bústýra föður síns. Varð þá fyrir henni maður sá er Sigurður hét Ásmundsson úr Holtum. Er hér var komið sögu var hann heitmaður Guðrúnar og hugðist flytja að Skriðufelli. „Það líkaði Jóni Sigurðssyni illa", segir Brynjúlfur lónsson frá Minna- Núpi. „Þóttist standa nær að fá alla jörðina og þurfa þess."12 Hið mesta fár var nú. Þann 7. janúar 1847 ritar Páll Þórðarson Melsteð hreppstjóra Gnúpverja- hrepps og segir „að það væri hið mesta óráð, er horfði til almenn- ings óheilla og skaða....samt til eyðileggingar fyrir Skriðufells- skóg, ef Sigurði Ásmunds- syni...væri þangað innsleppt til þúskapar."13 Séra Guðmundur Vigfússon og Guðmundur Magnússon hrepp- stjóri tóku undir þessa ósk sýslumanns. Þeim var illa við áframhaldandi tvíbýli á Skriðu- felli og vildu að |ón Sigurðsson fengi allt ábýlið eftir Ólaf karl. Guðrúnu Ólafsdóttur yrði þá útvegað viðunanlegt býli eftir ástæðum hennar og ef hún gift- ist Sigurði. Þau fengju ókeypis skóg í Skriðufellsskógi eftirtil- vísan |óns. Og Jóni verði skylt að kalla bæði vor og haust á skóg- verndarnefndina að yfirlíta skóg- inn. Síðan segir: Guðmundur Þorsteinsson, hreppstjóri í Hlíð. Fyrir áðurnefnda fyrirhöfn sína skal skógverndarnefndin í Gnúpverjahrepp fá skóg til kol- gjörðar handa sjálfri sér ókeyp- is í Skriðufellsskógi á þeim stað sem ábúandinn vísar til.14 Nú urðu hreppstjóraskipti í Gnúpverjahreppi. Guðmundur Þorsteinsson í Hlíð tók við emb- ætti af Guðmundi Magnússyni. Þann 14. september 1848 skrifaði hann sýslumanni og kvað bráð- um koma til lýsingar með þeim Sigurði Ásmundssyni og Guð- rúnu Ólafsdóttur „ef jarðnæði fæst og svaramenn". Taldi hann vfst að „Gamli- Ólafur" myndi útvega þeim þá hálflendu Skriðu- fells er hann byggi á. Þann 10. október sama ár var Ófeigur ríki Vigfússon í Fjalli staddur hjá sýslumanni og lofaði að fengi ekki SigurðurÁsmundsson að stofna búskap á Skriðufelli myndi hann „innistanda hönum fyrir jarðnæði annars staðar á kom- andi vori".15 Aldrei kom til þess. Sigurður Ásmundsson fékk bæði Guðrúnu og hálft Skriðufellið. „Fylgdi svo góður skógur að Sigurður gat ár- lega keypt nægileg heyföng fyrir skógvið. Bjó hann þartil elli", segir Brynjúlfur frá Minna-Núpi. Sigurður lét af búskap 1868 en dó árið 1880. Friðun Búrfellsskógar Skógverndarnefndin í Gnúpverja- hreppi sneri sér nú að afréttar- skógunum. í desember 1847 gaf hún skýrslu um skógarleifar í Gljúfurleit og taldi að þar hefði verið góður skógur til kola um 1810 en farið að minnka upp úr 1820. Sama var að segja um Fitjarskóga. „í Hólaskógi sjást litlar eftirstöðvar af fjalldrapa og kalviður hefur verið þar í kring á bökkum sem árlega blása upp og eru þegar eyddir." Nefndin dregur ástandslýsingu sína saman f einni setningu: „Hvörgi í hér SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.