Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 82
Grétar Guðbergsson hugarað „skógarló" í Sandvatnshlíð. Botn kolagrafar stendur
eftir, þegar laus jarðvegur hefur fokið frá henni. Grétar skoðar þarna viðarkolaleif-
arnar. Gróðurtorfa stendureftirá örfoka jökulurðinni.
kirkjan á Torfastöðum eigi skóg-
arteig í Sandvatnshlíð. Er það
ítak sömu kirkju einnig skráð f
Vilchinsmáldaga 1397. Löngu
sfðargetur Björn (ónsson (1803-
1866) þess, er hann ritar um
Bræðratungu- og Haukadals-
sóknir í sýslu- og sóknalýsingum
Árnessýslu, að á miðri 19. öld
séu ekki neinar nytjar af skógar-
höggi í Sandvatnshlíð, þar sem
ekki lengur sjáist nein „skógarló".
Rannsókn á svæðinu
Höfundum þessarar greinar þótti
áhugavert að grennslast fyrir um,
hvort unnt væri að sanna þá
staðhæfingu fyrri heimilda, að í
Sandvatnshlíð hafi eitt sinn vaxið
skógur, sem hæfur hafi verið til
kolagerðar. Skoðuðum við þetta
svæði 2, júlí 1992, fórum við um
Hagavatnsveg og gengum um
hlíðina (Sturla Friðriksson 1992).
Gróðurtorfur eru þar enn uppi-
standandi báðum megin vegar-
ins. Könnuðum við fyrst gróður-
bakkana, sem eru norðan vegar
og liggja langs með hlíðinni. Eru
þeir jaðraðir háum, bröttum rofa-
börðum. í jarðvegssniðum mátti
sjá gömul vikurlög úr Heklu. Elst
þeirra er H-5, sem féll fyrir 6.600
árum. Þar fyrir neðan gat að lfta
þykkt, svart öskulag, sem er enn
eldra og mun vera ættað úr Kötlu.
Víða er þessi aska hörðnuð í mó-
hellu að efra borði, sundrast hún
við jarðvegseyðinguna. Eru brún
móbergsbrot, sem má nú finna á
dreif um uppblásnar moldir, úr
öskuhellunni komin. Landið f
kringum gróðurbakkana er að
mestu blásið niður f grjót, sem er
gömul jökulurð. Vatnsrásir liggja
niður hlíðina, og hefur vatnið
skorið sundur gróðurbakkana.
Neðarlega í einni vatnsrásinni,
sem lá miðsvæðis í gróðurtorfun-
um, gat að lfta viðarkolabút, sem
vafalaust hefur skolast úr ein-
hverri kolagröfinni, en ekki sáum
við grafarstæðið. Fallegur vall-
lendisgróður þekur breiðustu
bakkana. Ber þar mest á loðvíði
og túnvingli, en ekki fundum við
neitt birki þar efra.
Næst voru þeir bakkar kannað-
ir, sem liggja sunnan og neðan
vegarins og allt niður að Sand-
vatni. Efst eru bakkarnir illa farn-
ir, og er jörð að verða þar allt að
því örfoka. Hefur borist mikið
áfok upp á bakkabrúnirnar, og
hefur jarðvegur þykknað verulega
frá því, sem áður var. Eru brún-
irnar víða um og yfir 3 m frá urð.
Nokkru neðan vegarins liggur
aflangur gróðurbakki og neðan
við hann er stök torfa, aðskilin frá
bakkanum. Vatnsrás kemur að
þessari torfu að norðvestan, og
hefur mold skolast með leysinga-
vatni af hluta hins gróna svæðis.
Þarna í rásinni fundum við botn
kolagrafar.
Um var að ræða nokkuð stóra
gröf og talsvert magn kola. Er
kolagrafarbotninn sporöskjulaga,
um 2 m að lengd, en allt að hálf-
ur annar metri að þvermáli. í
þessum gamla grafarbotni var
kolasalli og tólf stærri bútar.
Voru þeir stærstu 4,5 cm í þver-
mál og 15-19,5 cm að lengd.
Þykkt kolasallans var mest um
5 cm. Virðist kolagröfin hafa verið
tekin niður að fyrrnefndu ösku-
80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999