Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 85

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 85
SIGURÐUR BLÖNDAL Hafa skal það, er sannara reynist Nýjar upplýsingar um tvo þætti í íslenskri skógrækt HIÐ SANNA UM LERKILUNDINN Á SKÓGUM UNDIR EYJAFJÖLLUM ÍÁrsriti Skf. íslands 1986, bls. 109, er mynd, sem ég hafði tekið 23. maí þetta ár. Undir myndinni er þessi texti: „Skógar undir Eyjafjöllum: Lerkiteigur ofarlega í þrekkunni fyrir ofan skólann. í forgrunni sfberíulerki Hakaskoja, gróðursett skömmu eftir 1950. Hefir ekkert náð sér upp. Bak við er lerki, sem sennilega er bastarður af evrópu- og japanslerki (nefnt sifjalerki), líklega gróðursettur seinna en hitt lerkið. Hæstu trén eru um 7 m." Myndin þar er svarthvft, en hér birti ég hana í lit, merkt nr. 1. Mynd nr. 2 ertekin inni í lundin- um í sama skipti. Ég hafði áður, er ég kom við f Skógum á snöggri ferð, tekið eftir þessum lerkilundi, sem reis upp úröðrum trjágróðri í hlíðinni. Nú þóttist ég hafa gert mikla upp- götvun: Að sifjalerki væri fram- tíðarlerki fyrir lágsveitir Suður- lands. En þar hafði rússa- og síberíulerki reynst vonarpeningur. Við eftirgrennslan - m.a. af við- tölum við )ón R. Hjálmarsson fyrrv. skólastjóra - fundust engar heimildir um gróðursetningu þessa lundar. Ég taldi líklegt, að hannværi gróðursettur um 1960, þegar ofurlítið var alið upp af sifjalerki í Fossvogsstöðinni. Ég sagði félögum mínum í skógrækt- inni frá þessari uppgötvun minni og dreif f því, að Þórarinn Bene- dikz útvegaði fræ af sifjalerki frá Danmörku og Skotlandi, sem hann gerði. Var mikið alið upp af því á Tumastöðum, en tókst ekki vel, og Indriði bölvaði þessu lerki! Ekki tók betra við um það, sem gróðursett var í skóglendum. Mér er þó kunnugt um, að í trjá- safninu á Hallormsstað eru þokkalegir, ungir lundir af báðum kvæmum. Myndirnar nr. 1 og 2 sýna, að vissulega er stofn trjánna hlykkj- óttur, en vöxturinn er prýðilegur. Hér sýndist á ferðinni vænleg trjátegund í garða og yndisskóga. Nú vfkur sögunni til þess, er skógarferð aðalfundar Skf. ís- lands sl. sumar var farin að Skóg- um. Því miður var þokuslæðingur og rigning, er austur var komið. Samt ákvað ég, þótt með bilaða mjöðm væri, að brjótast upp bratta hlíðina til að skoða lerki- lundinn. Nokkrir kappar komu með mér, Aðalsteinn Sigurgeirs- son, Helgi Þórsson, Þröstur Eysteinsson o.fl. Ég var búinn að þylja yfir þeim lofsyrði um hið þróttmikla sifjalerki á Skógum. Þórarinn Ben. hafði mælt þarna hæðir í ágúst 1996. Þá var hæsta tréð 9,80 m hátt og þvermál 29,1 cm. Hafði sem sagt hækkað um 3 m á 10 árum. Ásættanlegt. Myndir nr. 3 og 4 tók ég þarna í þokunni, og bera þær þess óneit- anlega vitni. En nr. 3 sýnir þó, hve gróskumikill lundurinn er. Þröstur Eysteinsson sagði mér daginn eftir, að Helgi Þórsson hefði sagt við sig, þegar hann kom upp að lundinum, að „þessi tré væru bara alveg eins og kúril- eyjalerkið norðan við Lýðveldis- lundinn á Tumastöðum", sem við vorum nýbúnir að skoða. Fyrir þvf kvaðst hann hafa gripið með sér nokkra köngla af trjánum í lund- inum. Morguninn eftir höfðu þeir þornað og opnast. Kom þá lögun skeljanna í ljós. Nú er ekki að orðlengja það, að Þröstur bar þessa köngla saman við myndir af könglum á hinum SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.