Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 85
SIGURÐUR BLÖNDAL
Hafa skal það,
er sannara reynist
Nýjar upplýsingar um tvo þætti
í íslenskri skógrækt
HIÐ SANNA UM LERKILUNDINN Á SKÓGUM
UNDIR EYJAFJÖLLUM
ÍÁrsriti Skf. íslands 1986, bls.
109, er mynd, sem ég hafði tekið
23. maí þetta ár. Undir myndinni
er þessi texti:
„Skógar undir Eyjafjöllum:
Lerkiteigur ofarlega í þrekkunni
fyrir ofan skólann. í forgrunni
sfberíulerki Hakaskoja, gróðursett
skömmu eftir 1950. Hefir ekkert
náð sér upp. Bak við er lerki, sem
sennilega er bastarður af evrópu-
og japanslerki (nefnt sifjalerki),
líklega gróðursettur seinna en hitt
lerkið. Hæstu trén eru um 7 m."
Myndin þar er svarthvft, en hér
birti ég hana í lit, merkt nr. 1.
Mynd nr. 2 ertekin inni í lundin-
um í sama skipti.
Ég hafði áður, er ég kom við f
Skógum á snöggri ferð, tekið eftir
þessum lerkilundi, sem reis upp
úröðrum trjágróðri í hlíðinni. Nú
þóttist ég hafa gert mikla upp-
götvun: Að sifjalerki væri fram-
tíðarlerki fyrir lágsveitir Suður-
lands. En þar hafði rússa- og
síberíulerki reynst vonarpeningur.
Við eftirgrennslan - m.a. af við-
tölum við )ón R. Hjálmarsson
fyrrv. skólastjóra - fundust engar
heimildir um gróðursetningu
þessa lundar. Ég taldi líklegt, að
hannværi gróðursettur um 1960,
þegar ofurlítið var alið upp af
sifjalerki í Fossvogsstöðinni. Ég
sagði félögum mínum í skógrækt-
inni frá þessari uppgötvun minni
og dreif f því, að Þórarinn Bene-
dikz útvegaði fræ af sifjalerki frá
Danmörku og Skotlandi, sem
hann gerði. Var mikið alið upp af
því á Tumastöðum, en tókst ekki
vel, og Indriði bölvaði þessu
lerki! Ekki tók betra við um það,
sem gróðursett var í skóglendum.
Mér er þó kunnugt um, að í trjá-
safninu á Hallormsstað eru
þokkalegir, ungir lundir af báðum
kvæmum.
Myndirnar nr. 1 og 2 sýna, að
vissulega er stofn trjánna hlykkj-
óttur, en vöxturinn er prýðilegur.
Hér sýndist á ferðinni vænleg
trjátegund í garða og yndisskóga.
Nú vfkur sögunni til þess, er
skógarferð aðalfundar Skf. ís-
lands sl. sumar var farin að Skóg-
um. Því miður var þokuslæðingur
og rigning, er austur var komið.
Samt ákvað ég, þótt með bilaða
mjöðm væri, að brjótast upp
bratta hlíðina til að skoða lerki-
lundinn. Nokkrir kappar komu
með mér, Aðalsteinn Sigurgeirs-
son, Helgi Þórsson, Þröstur
Eysteinsson o.fl. Ég var búinn að
þylja yfir þeim lofsyrði um hið
þróttmikla sifjalerki á Skógum.
Þórarinn Ben. hafði mælt þarna
hæðir í ágúst 1996. Þá var hæsta
tréð 9,80 m hátt og þvermál 29,1
cm. Hafði sem sagt hækkað um
3 m á 10 árum. Ásættanlegt.
Myndir nr. 3 og 4 tók ég þarna í
þokunni, og bera þær þess óneit-
anlega vitni. En nr. 3 sýnir þó,
hve gróskumikill lundurinn er.
Þröstur Eysteinsson sagði mér
daginn eftir, að Helgi Þórsson
hefði sagt við sig, þegar hann
kom upp að lundinum, að „þessi
tré væru bara alveg eins og kúril-
eyjalerkið norðan við Lýðveldis-
lundinn á Tumastöðum", sem við
vorum nýbúnir að skoða. Fyrir þvf
kvaðst hann hafa gripið með sér
nokkra köngla af trjánum í lund-
inum. Morguninn eftir höfðu þeir
þornað og opnast. Kom þá lögun
skeljanna í ljós.
Nú er ekki að orðlengja það, að
Þröstur bar þessa köngla saman
við myndir af könglum á hinum
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999
83