Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 98

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 98
hópinn af öðrum þar til komið er í líklega ættkvísl og þá er síðast að finna lýsingu tegundar sem pass- ar við sveppinn. Ef allt passar þá hefur maður fundið nafn á svepp- inn og getur farið að lesa sér til um það sem vitað er um líf hans og eðli. En stundum kemur í Ijós þegar komið er út f enda á grein- ingarlyklinum að ekkert passar og þá verður maður að byrja aftur og reyna aðrar leiðir innan lykilsins. Greiningar sumra sveppahópa eru reyndar mjög erfiðar meðan auðvelt er að finna um hvaða teg- und er að ræða meðal einstak- linga úröðrum hópum. íslenskir smásveppir hafa unnið störf sfn í kyrrþey og sjaldnast vakið á sér athygli, utan örsjaldan og þá helst ef þeir valda tjóni á ein- hverju því sem við mennirnir telj- um okkar. Þegar þeir taka upp á því að vaxa f híbýlum okkar, á eða í mat okkar eða við grunum þá um að mynda eiturefni (mycotox- in) f fæðu okkar (t.d. kornmat og hnetum) eða fóðri húsdýranna. Rannsóknir á smá- sveppaflóru íslands Rannsóknir á tegundafjölbreytni smásveppa eru mjög skammt á veg komnar hérlendis og má gera ráð fyrir að fæstar tegundir smá- sveppa sem hérvaxa séu ennþá skráðar formlega í sveppaflóru landsins. Reyndar eru vatna- sveppir úr fylkingunum kytru- sveppum (Chytridiomycota) og eggsveppum (Oomycota) undan- tekning frá þessu því þeir sveppir voru skoðaðir vandlega árin 1964-1974 í tengslum við Surts- eyjarrannsóknir. í íslensku sveppatali II. Asksveppir (Helgi Hallgrímsson 1991) eru taldar um 560 tegundir asksveppa sem fundist hafa á íslandi og vankynja sveppirnir sem flestir tilheyra þeim hópi í rauninni (handrit sveppatals vankynja sveppa eftir mig og Helga Hallgrímsson) eru taldir um 320 en samtals eru þetta nálægt 880 tegundir. Virtur breskur sveppafræðingur, D.L. Hawksworth að nafni, spáði þvf fyrir nokkrum árum og færði rök fyrir spánni að líklega væru sveppategundir í heiminum ná- lægt 1,5 milljónum en af þeim væri aðeins búið að finna og lýsa litlum hluta eða rúmlega 72.000 tegundum (að 13.500 fléttum meðtöldum). Þær sveppategund- ir (bæði stórsveppir og smá- sveppir) sem fundist hafa á ís- landi og verið greindar og skráðar á prenti eða geymdar í plöntu- söfnum eru líklega nálægt 2.000 talsins eða nálægt 3,4% af þekkt- um tegundum heimsins (þegar fléttum er sleppt). Og eru ís- lensku stórsveppirnir mun betur þekktir en þeir smáu. Skóglendi hýsa fjölmarga sveppi af flestum sveppahópum, enda leynast ef grannt er skoðað æðimörg búsvæði innan skógar- ins. Og þar að auki mikill lífmassi sem kominn er mislangt áleiðis að rotna. Lauf og nálar falla á hverju ári niður í svörðinn og bætast ofan á það sem þar var fyrir, smágreinar og stærri dauðar greinar brotna af trjánum og falla til jarðar og eins geta heilu trén fallið um koll eða brotnað og orðið næstu árin eða áratugina, gósenland rotveranna. Litast um í hinum heillandi heimi smásveppanna Svo er spurningin, hvað getur venjulegur maður séð af þessum smáu lífverum þegar hann geng- ur um skóginn? Að vísu er ekki al- veg að marka mig þar sem ég starfa við smásveppi meira og minna allan ársins hring, en satt að segja getur það verið mjög fróðlegt að kippa fallinni trjá- grein upp úr bæli sínu í sverðin- um og bera hana upp að augum sér. Þetta er ekkert ólíkt fugla- skoðun (nema sveppirnir eru heldur spakari) og gefur manni á^tæðu til að ganga um náttúr- una, njóta hennar og kynnast einstökum þáttum hennar um leið. Það eru bara mun fleiri bún- ir að uppgötva fuglaskoðun en sveppaskoðun. Það fyrsta sem þarf til sveppaskoðunar er gott stækkunargler sem hafa má í bandi um hálsinn eða í vasanum. Þessi gler fást í sjóntækjaverslun- um, oft kölluð lúpur og stækka frá 8 upp f 15 sinnum. Annað er hnífur eða klippur til að ná hæfi- legum bút með sveppnum á, það þriðja er eitthvert ílát til að flytja sýnið í heim og það fjórða er vasabók, miðar og blýantur til að skrá í upplýsingar um sýnið og til að merkja það. Með þessu er ég ekki að segja að hver sem er geti strax þekkt alla þá sveppi sem vaxa á greinum eða laufum, en það er svo sannarlega gaman að skoða þessi mismunandi og oft þráðsnotru fjölgunarfæri sem sveppirnir mynda. Og svo má líta á áhrifin sem sveppurinn hefur á það sem hann vex á eða f, hvort hann er að drepa lifandi vef eins og sumir sníkjusveppir gera, eða þurfi mjög rotið undirlag áður en hann leggur það undir sig og myndar gró sín. Enn eitt sem gefa má gætur er hvernig tegund- ir raða sér á hýsilinn, hvernig svæði með fjölgunarfærum einn- ar tegundar getur legið upp að flekk með annarri tegund eða tvö stig sama sveppsins koma fyrir á sömu greininni þannig að fremst á greininni er vankynja stig sveppsins meðan neðar á grein- inni þarsem sveppurinn hefur verið lengur að störfum má sjá kynjað stig hans. Eins má líta á hvað snýr upp og hvað snýr niður á greininni þvf oft er önnur hliðin mun veðraðri en hin og sveppirn- ir velja sér stað á henni eftir því. Ef maður vill fylgjast nánar með sveppunum að störfum er hægt að fá sér hreina sultu- krukku, setja neðst í hana um 3 cm þykkt lag af vikri og ofan á hann kaffisíu, bleyta f þessu 96 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.