Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 99
þannig að vikurinn sé allur rakur
en ekki standi vatn f krukkunni.
Leggja síðan sýni úr skóginum,
t.d. bút af lerkigrein, ofan á síu-
pappírinn og skrúfa lokið á krukk-
una. Síðan má líta á greinina
stöku sinnum og athuga fram-
vinduna sem verður á nokkrum
vikum eða mánuðum.
Smásveppaflóra Ierkis á
íslandi
Undanfarin ár hef ég safnað dauð-
um greinum af lerki, sem flestar
voru annaðhvort af rússalerki eða
síberíulerki en ég hef hvorki reynt
að greina á milli þessara skyldu
tegunda né aflað mér upplýsinga
um hvaða kvæmi um væri að
ræða. Lerkigreinarnar hef ég síð-
an skoðað með það að markmiði
að skrásetja þær sveppategundir
sem vaxa á lerki á íslandi. Þetta er
eitt af verkefnum mfnum sem
sveppafræðings við Náttúrufræði-
stofnun fslands og er hluti af
vinnu minni við að skrásetja smá-
sveppi í náttúru íslands. Ég tek
einnig við sýnum af sjúkum trjám
og reyni að komast að því hvort
líklegt sé að sýkin sé af völdum
sveppa og hafa lerkisýni slæðst
þar með. Skrásetning smásveppa
á lerki er ennþá skammt á veg
komin en ég ætla hér á eftir að
fjalla lítillega um nokkrartegundir
smásveppa sem vaxa á lerki og ég
hef fundið. Það skal tekið fram að
ég hef aðeins skoðað lítið eitt af
því efni sem ég hef safnað þannig
að gera má ráð fyrir að útbreiðslu-
svæði þessara tegunda eigi eftir
að stækka, sem og tegundunum
að fjölga eftir því sem rannsókn-
um mínum á sveppum á lerki á
íslandi miðar áfram.
Sem stendur eru aðeins 5 smá-
sveppir (asksveppir og vankynja
sveppir) skráðirá lerki hérlendis
(Helgi Hallgrfmsson, 1991; hand-
rit sveppatals vankynja sveppa, ég
og Helgi Hallgrímsson). Þetta eru
asksveppirnir Lachnellula occidental-
is, sem vex á dauðum greinum
Mynd 1. Lerkiáta á ræfilslegu evrópulerki á Hallormsstað 10.06.1993. Sveppurinn
sem átunni veldur, Lacfmellula willkommii myndar askhirslur sínar (sjást sem ijósar
doppur) á innföllnum barkarflekkjum, næstum jafnbreiðum stofni trésins.
Mynd: GuðríðurGyða Eyjólfsdóttir.
lerkis og líkist mjög lerkiátu-
sveppnum í útliti (stundum talið
afbrigði lerkiátusveppsins), en
ekki í háttum þar sem hann
stundar einungis rotlífi, fundinn í
flestum landsfjórðungum. L.
suecica, sem hefurgulan gróbeð og
þekkist á hnöttóttum gróunum og
vex á lerkiberki og hefur fundist í
Vaglaskógi og Kjarnaskógi við
Akureyri. Og L. willkommii, svepp-
urinn sem veldur lerkiátu, en
hann hefur appelsínugulan gró-
beð með mjallhvítum stífum hár-
um íkring. Roll-Hansen (1992)
fann hann á lifandi greinum
rússalerkis á Hallormsstað
15.08.1989 og í Skorradal
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
97