Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 100

Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 100
17.08.1989. Sveppurinn fannst aftur f júní 1993 á Hallormsstað þar sem hann óx í flekkjum í berki ungs evrópulerkitrés (mynd 1). Ennfremur á rússalerki (og/eða sí- beríulerki) á Hallormsstað, í jafnaskarðsskógi, á Stálpastöðum í Skorradal og í Heiðmörk ofan Hafnarfjarðar. Áöllum þessum stöðum var sveppurinn grunaður um að eiga stóran þátt f dauða lerkilunda enda fundust askhirsl- ur hans á lifandi eða alveg ný- dauðum greinum illa farinna eða jafnvel dauðra lerkitrjáa sem komin voru á fertugsaldur. Þetta kom í Ijós í eftirlitsleiðangri sem ég fór ásamt Halldóri Sverrissyni plöntusjúkdómafræðingi á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Guðmundi Halldórssyni skordýra- fræðingi við Rannsóknastöð Skógræktar rfkisins á Mógilsá 6.-12. júní 1993. Fjórði skráði lerkisveppurinn er vankynja stig Phacidium coniferarum, sveppsins sem veldur barrviðarátu (áður nefnd douglasáta), en það stig nefnist nú Allantophomopsis pseu- dolsugae en hefur skipt mjög oft um nafn og er fjallað nánar um hann hérá eftir. Fimmti lerki- sveppurinn sem einnig er vankynja er Sirococcus strobilinus sem fannst 1989 á rússalerki í Skorradal (Roll-Hansen 1992). Um lerkiátu og barrviðarátu og sveppina sem valda þeim sjúk- dómum má lesa í bókinni Heil- brigði trjágróðurs (Guðmundur Halldórsson & Halldór Sverrisson 1997). Sveppalýsingar Þarsem fjölgunarfæri sveppanna sem hér verður fjallað um eru það smá að ekki hefur verið reynt að taka Ijósmyndir af þeim ákvað ég að reyna að lýsa þeim með orðum í stað mynda. Stærð þeirra er 0,5-1 mm, örsjaldan meiri og lögun þeirra og stað- setning á hýslinum (undirlaginu) er tekin fram. Allir mynda þeir svört eða dökkbrún fjölgunarfæri eða grómassa. Mælieiningin pm (míkrómetri) sem notuð er hér á eftir er einn þúsundasti úr milli- metra og þannig eru t.d. 250 pm = 0,25 mm. Askhirslur eru um- búnaður kynæxlunar en gróhirsl- ur umbúnaður vankynja fjölgunar þegar skautfrumurnar eru um- luktar hirslu, en gróhneppur eru hópur skautfrumna í þéttum hnapp, oftast á kafi í gróunum sem þær mynda. Skautfrumur hef ég nefnt þær frumur einu nafni er mynda vankynja gró og eru pyttl- ur ein gerð slfkra frumna. Sýnin sem getið er um eru geymd í grasasafni Náttúrufræðistofnunar íslands, Akureyrarseturs. Trimmatostroma scutellare (Berk. & Broome) M.B.ElIis Vankynja sveppur, myndar svart- ar gróhneppur á dauðum lerki- greinum. Sveppurinn brýst út um börk greinarinnar, neðst er beðja ofin úr sveppþráðum og á henni sitja gróberarnir og bera gró f duft- kenndum massa. Gróhneppur eru um 0,5 mm í þvermál og eru ým- ist stakar eða renna saman nokkrar í Ifnur eða hópa, eru ávalar og rísa svolítið upp fyrir yfirborðið. Gróin myndast á end- um gróbera og eru ýmist í bein- um eða greinóttum keðjum sem brotna auðveldlega. Gróin eru brún, dekkst til jaðranna en lýs- ast heldur inn á við og á þeim enda sem næstur er gróberanum, sléttveggja, nokkuð óregluleg í lögun, skipt f mismargar frumur með veggjum bæði þversum og langsum og síðan er gróinu skipt í nokkra keppi sem eru aðeins bognir inn á við; 23-30 x 10-20 pm. Fundin víða í Kjarnaskógi við Akureyri þar sem hún er algeng á dauðum lerkigreinum og í Hall- ormsstaðaskógi. Ellis (1976) getur sveppsins á dauðum greinum og föllnum könglum lerkis, furu og þins á Bretlandi. Tympanis laricina (Fuckel) Sacc. Asksveppur, myndar kolsvartar skálarlaga askhirslur á dauðum lerkigreinum. Sveppurinn brýst út um börk greinarinnar og upp vaxa ask- hirslur, 1-4(7) f hóp, kolsvartar og gljáandi, skálin er fyllt upp að jaðrinum með flötum gróbeðn- um, stendur á stuttum, digrum stilk og er 0,5-1,2 mm í þvermál. Útlag hirslunnar er kolsvart og mergvefurinn er frekar þykkur, of- inn úr þykkveggja þráðum. Stoð- þræðir í gróbeðnum eru grannir neðst en gildna fremst, með þverveggjum og ná fram fyrir ask- ana, framendarnir eru brúnirog hjúpaðir brúnu efni og mynda þeir dökka þekju yfir gróbeðinn. Askarnireru grannkólflaga, 75-90 x 9-11 pm og fullþroska eru þeir fullir af smágróum sem skipta hundruðum. Askgróin eru glær og sléttveggja, af þrem gerðum. Fyrst myndast 8 bjúgperulaga gró með I þvervegg, 11-14 x 3-3,5 pm. Út úr báðum endum þeirra gróa belgjast næstum hnöttótt til dropalaga gró, 3,0-3,6 x 1,6-2,0 pm og út úr þeim belgist mikill fjöldi smágróa sem eru eilítið bogin en jafnbreið með ávala enda, 2,5—3,3 x 0,9-1,2 pm. Sveppinn fann ég fyrst í Kjarna- skógi við Akureyri í ágústbyrjun 1992 á dauðri smágrein af lerki sem lá í sverðinum. Síðan hef ég fundið hann víðar um Kjarnaskóg og í Hallormsstaðaskógi og víðar á Héraði. Hann virðist algengur á dauðum lerkigreinum og nokkuð auðþekktur þar sem greinin virð- ist svartdoppótt, doppurnar snyrtilega hringlaga og fastar á miðstæðum fæti. Sutton & Funk (1975) fjalla um vankynja stig nokkurra tegunda Tympanis ætt- kvíslarinnar og eru þau holsvepp- ir, flest af ættkvíslinni Sirodothis og hefurT. laricina einnig slíkt 98 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.