Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 107

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 107
ins og hefur það trúlega orðið til þess, eða a.m.k. verið aðalorsök þess að íslensku skógarnir eydd- ust ekki gjörsamlega. Því má skjóta hér inn, að árið 1503 er þess getið í skrám tveggja kirkna á vesturhluta landsins, sem gerð- ar voru vegna prestaskipta, að meðal eigna þeirra eru hverfi- steinar. Þeir eru því ekki með öllu óþekktir landsmönnum. Kirkjurn- ar sem um ræðir eru Vatnsfjarð- arkirkja og kirkjan að Reykholti f Borgarfirði. í skrá þeirrar síðar- nefndu er getið um verðmæti steinsins og það talið hundrað. Verð margra jarða var á þessum tímum tfu til tuttugu hundruð. Engan þarf því að undra að kot- karlar hérlendis hafi ekki átt hverfisteina á íslenskum miðöld- um eins og kjörum þeirra flestra var háttað. Þegar kemur fram um 1800 eru slíkir steinar trúlega orðnir ódýrari í útlöndum. Síðar í grein sinni segir Ólafur, að á þessum tíma, þ.e. í lok 18. aldar, séu Skagfirðingar farnir að kaupa kol í Fnjóskadal, á Þelamörk í Eyjafirði og f Kalmanstungu í Borgarfirði. Á síðast nefnda staðnum um leið og þeir koma sunnan úr fiskkaupum. Fjöldinn Skagfirðinga gerir þó til kola úti í Sléttuhlíð. í byrjun átjándu aldar- innar var hrís á röskum þriðjungi allra býla í Skagafirði, en í lok hennar er svona komið. Ólafur segir einnig frá því hve langan tíma það taki einn mann, að gjöra til kola upp á einn hest, en það er að hans mati tólf dagar virkir. Þá telur hann ferðir fram og til baka. Sfðar segir hann: „Þegar sá eini búandi maðurá fslandi ertekinn með öðrum, held ég að hver brúki hérum einn kolahest eða fjórar tunnur; því brúki kotamenn og húsmenn minna, þá hrökkur þeim ríku og fjölmennu bændum hann ekki, svo að jöfnuður þessi mun ekki svikull. Nú tel ég eftir þau seinustu harðindi ekki fleiri en 5369 búanda fólks, yrðu þá sparaðir 5369 kola hestar, eða 21.476 tunnur kola, sem mundi mikið hjálpa." Undir lok greinarinnar segir Ólafur frá heyskap landsmanna og telur að frá miðjum júlf og fram undir Mikjálsmessu (29. sept.) sé lítið annað gert í sveit- um en að slá, þurrka og hirða hey. Með betri Ijám og notkun hverfi- steina myndi ganga þriðjungi, eða helmingi fljótaren gerir. Fleyskap- arvinnan verði þá 6-8 vikur í stað nærri 12 vikna og munar um minna. Til gamans má geta þess, að heyskapur nú á tímum tekur vart lengri tíma á meðalbúi en þrjár vikur, ef veður lofar. Um skóga á Austurlandi á síðustu öldum Sigurður Gunnarsson prestur á Flallormsstað, afi Guttorms Páls- sonar skógarvarðar þar og langafi Sigurðar Blöndals fyrrum skóg- ræktarstjóra rekur sögu skóga á Austurlandi frá árinu 1755 til árs- ins 1870 í blaðinu Norðanfara 14. júnf 1872. Séra Sigurður kom, eins og hann segir í Héraðið árið 1830. Fljótlega eftir komu sína fór hann að spyrjast fyrir um skóga á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum hjá glöggu öldruðu fólki. Athug- anir hans ná yfir svæðið milli Smjörvatnsheiðar f norðri og Lónsheiðar f suðri. Niðurstöður hans eru í stuttu máli eftirfarandi: Um miðja 18. öld var Fljótsdalshérað allt meira og minna skógi vaxið, nema næsta láglendi inn af Héraðsflóa og Jökuldalur. Skógar voru í fjörð- unum inn til dala, en enginn þeirra stórvaxinn nema Hofs- skógur í Álftafirði. Auk þess segir sr. Sigurður frá miklum reitum grávíðis og rauðavíðis um allt Austurland. Um miðja 18. öldina segir hann að á Héraði hafi á sumum stöðum verið svo stór- vaxnir skógar að af þeim mátti byggja öll hin minni hús af viðum þeirra og hin stærri að miklu leyti. Til marks um stærð trjánna tíundar sr. Sigurður gamalt timb- urverk í húsum, sem enn stóðu frá fyrri tímum. Birkifjalir í hurð- um 15-18 cm breiðar og allt að 5 m langa mæniása. Fleira á þess- um nótum telur sr. Sigurður, en einna fróðlegust er frásögn hans Kort, ersýnirtil hvaða áttargjóska dreifðist aðallega í nokkrum Kötlugosum. Breidd örvanna er í nokkru hlutfalli við heildarrúmmál gjóskunnar í viðkomandi gosi. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.