Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 108

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 108
af birkistofni, sem var í skóginum um 1855 og var holur að innan og svo gildur að unglingar gátu falið sig í honum. Stofninn var 120 cm f þvermál. Hann segir og hefur eftir göml- um sögnum að um haustið 1755, þegar Katla gaus hafi fallið aska um Austurland, sem hafi valdið „móðu hallærinu fyrra." „Þá var svo mikill hiti og þyrringur í lofti, að lauf skorpnaði á skógum og grannar limar skrælnuðu og urðu að spreki. Eftir þetta fóru stór- skógar hér að visna að ofan og kom f þá uppdráttur, en lágskóg- ur sem hinn hærri skýldi og var græsku meiri, varðist nokkuð bet- ur. Tóku nú, þegar frá leið að falla hinir stærri skógar, einkum frá 1770-1783." Síðan segir Sigurður Gunnarsson:......þá voru eftir miklir skógar og vfða; þegar Síðu- eldurinn kom upp 1783. Þá bar að nýju mikla ösku yfir Austur- land einkum Fljótsdalshérað, sem varð undirrót „móðuhallær- isins seinna." Féll þá næsta vetur nálega allur sauðfénaður í Hér- aði, en töluvert slórði af í Fjörð- um. Þar gætti öskunnar minna, eða hana rigndi þar heldur af grasinu, svo það varð ekki eins banvænt." Líklegt er að vegna fjárfellisins í báðum þessum stórgosum hafi flúormagn gosöskunnar í báðum tilfellum verið allhátt. Frá nútímarann- sóknum vitum við að í tiltölulega litlu gosi eins og í Heklugosinu 1970 mældist flúormagn í 1 cm þykkri ösku 4300 ppm (ppm = milljónustu hlutar) á öðrum degi gossins norður í Húnavatnssýslu í nærri 200 km fjarlægð frá gos- stöðvunum. Flúormagnið var hins vegar komið niður í minna en 30 ppm eftir 35-40 daga, eink- um vegna stórrigninga á því svæði sem askan féll árið 1970. Mikið flúormagn var þó í gróðri í 5-6 vikur (Guðmundur Georgs- son og Guðmundur Pétursson, 1971). Sumarið sem Skaftáreldar stóðu fór eins fyrir skógargróðri og lýst var um sumarið 1755 eftir Kötlugosið það ár, sem reyndar stóð fram á árið 1756. Gosið 1755 er eitt mesta gjóskugosið í Kötlu og lagði gosmökkinn til ANA (Sigurður Þórarinsson 1975 og 1977). Dregið hefur verið í efa að skógardauði á Austurlandi árið 1755 hafi getað stafað af flú- oreitrun vegna þess að gosið varð að haust- og vetrarlagi. Nú er það svo að vetur lagðist snemma að, þegar eftir Mikjáls- messu (29. sept.), en Kötlugosið hófst ekki fyrr en 17. október. Flú- or í gosösku er vatnsleysanlegur og skolast auðveldlega og fljótt af gróðri í vætutíð. Veturinn 1755 til 1756 var kaldur, snjóa- og frostasamur og hlánaði aldrei til krossmessu, sem var eftir gamla tímatali 3. maí, en eftir því nýja 14. maf (Þorvaldur Thoroddsen, 1917). Flúorinn getur því auð- veldlega hafa geymst í snjó og klaka fram til vors og sigið niður f jarðveginn og þaðan í skógar- plönturnar um leið og þær vökn- uðu til lífsins með hækkandi sól og drukku um leið í sig eitrið og dóu eins og fólkið á Héraði lýsti. Aldamótin 1800 voru nærallir stórskógar fallnir. Þó er svo að sjá að nokkuð hafi skógarnir á Austurlandi rétt úr kútnum frá aldamótunum og fram til 1830, þegar sr. Sigurður kemur til Austurlands. Sigurður Gunnarsson telur að það hafi einkum verið jarðeld- arnir sem ollu falli skóga á Aust- urlandi, en telur fleiri orsakir fyrir utan eyðileggingu mann- anna. Þetta kann vel að vera rétt viðvíkjandi Austurlandi, að minnsta kosti að hluta. Oftast eru nokkrir samverkandi þættir, sem valda slíku tjóni. Harðir vetur og köld sumur í kjölfar hamfara geta valdið usla og reyndar drepur sr. Sigurður á það í grein sinni. Austurland hefur ef til vill sér- stöðu í sambandi við fslenska búskaparhætti, að því leyti að þar voru lengi varla til fjárhús utan lambhúskofar. Fé gekk þá flest úti og eins geldneyti. Slíkur útigangur blessaðist hins vegar oftar á Austurlandi en á öðrum stöðum landsins, vegna þess hve skógar voru þar lengi útbreiddir. Sigurður Gunnarsson lýkurgrein sinni með ábendingum um að friða megi bestu reiti skóganna, með görðum og járnþræði og einnig með því að grisja skógana svo sólarylur næði betur til róta. Loks segir hann: „Hvort hér mundi lánast að planta skóg eða að sá til hans get ég ekki sagt neitt um af reynslunni. Þær litlu tilraunir sem ég hefi vitað gjörð- ar, hafa að engu gagni orðið. En það má eigi marka þær, sem gjörðar eru af þeim mönnum, sem ekki kunna að þessháttar." Betur fór þó en á horfðist. Hall- ormsstaðaskógur var friðaður smám saman. Rúmum þrjátíu árum sfðar en Sigurður Gunnars- son skrifaði grein sína var farið að sá til greniplantna í Hallorms- stað. Þar var að verki C. E. Flens- borg, sem starfaði hérlendis á ár- unum 1900-1906. Hann var sem kunnugt er fyrsti skógræktarmað- urinn á íslandi. Þegar Flensborg fór frá Hallormsstað varð Stefán Kristjánsson skógarvörður þar, fyrsti íslenski skógarvörðurinn. Hann mun hafa plantað rauð- grenitrjánum, sem Flensborg sáði til árið 1905, við jökullækinn árið 1908. Á þessu ári standa rauðgrenitrén þar í reisn sinni nærri 20 metra há, níræð að aldri. Skógræktarsaga Hallorm- staðaskógar, hin nýrri, er flestum landsmönnum kunn. Þarkoma afkomendur Sigurðar Gunnars- sonar mjög við sögu. 106 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.