Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 110
Rauðgrenitrén við
Jökullæk og nágrannar
Sigurður Blöndal
\ lok greinarinnar hér á undan minnist Grétar Guðbergs-
son á rauðgrenitrén við lökullæk í Hallormsstaðaskógi.
Hann bað mig um mynd af þeim, og fylgja hér tvær, tekn-
ar sín frá hvoru sjónarhorni. Þær voru teknar 25. apnl
1998.
Á annarri er horft til trjánna úr brekkunni fyrir ofan og
glittir í Lagarfljót og Fljótsdalsheiði í baksýn. Fullvíst er,
að þau eru vaxin upp af fræi, sem sáð var á tíma Flens-
borgs á Hallormsstað 1903-1906. Þau voru gróðursett
1908. Gunnar lónsson, fóstursonur Elísabetar Sigurðar-
dóttur (Gunnarssonar) á Hallormsstað, mundi eftir því, er
Stefán Kristjánsson skógarvörður gróðursetti þau það ár.
Síðan gleymdust þau í meira en aldarfjórðung og birki-
kjarr óx yfir þau.
Þegar Hákon Bjarnason var orðinn skógræktarstjóri
1935, kom hann í Hallormsstað og sýndi þá Guttormur
Pálsson skógarvörður honum trén. Þá voru hin hæstu um I
m á hæð, að sögn Hákonar. Nú var þirkikjarrið yfir þeim
grisjað og þau fengu nægilegt Ijós og rými. Að öllu eðli-
legu hefðu trén átt að vera a.m.k. 3ja m há 1935. Það má
því segja, að „vanti" eina 2 m á hæð þeirra í dag. Nú er
hið hæsta 16,60 m og 37 cm í þvermál í þrjósthæð.
Trén þáru fyrst fræ að ráði 1969. Það reyndist þroskað,
svo að árið 1975 voru 1.100 plöntur upp af því gróðursett-
ar á Hallormsstað, og hafa dafnað ágætlega.
Á hinni myndinni sjást trén af hæð innan við lökullæk-
inn. Vorið 1963 voru gróðursettar í eins konarskeifu sunnan
við rauðgrenitrén 9 trjátegundir- ýmsir kynlegir kvistir- og
tvær í viðbót norðan við. Sumar eru afar fágætar á íslandi,
svo að þarna er nú eins konar
vasaútgáfa af trjásafni. Rauð-
grenitrén standa upp úr þvert
yfir myndina ofanverða, en
tegundirnar, sem sjást á
myndinni, eru taldar frá
vinstri og upp eftirtil hægri:
Hvítgreni, fjallaþinur, mar-
þöll, döglingsviður, skráp-
greni, meginlandsstafafura,
lindifura, risalífviður, þlágreni
af íslensku fræi og loks efst í
þrekkunni annað kvæmi af
hvítgreni. í þaksýn til vinstri
er rússalerki og skógarfura -
mjög falleg - en bak við rauð-
grenitrén leynist dáríulerki
frá Austur-Síberíu. Ovenju-
legt trjásafn á litlum bletti í
fögru umhverfi Jökullækjar-
ins.
108
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999