Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 110

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 110
Rauðgrenitrén við Jökullæk og nágrannar Sigurður Blöndal \ lok greinarinnar hér á undan minnist Grétar Guðbergs- son á rauðgrenitrén við lökullæk í Hallormsstaðaskógi. Hann bað mig um mynd af þeim, og fylgja hér tvær, tekn- ar sín frá hvoru sjónarhorni. Þær voru teknar 25. apnl 1998. Á annarri er horft til trjánna úr brekkunni fyrir ofan og glittir í Lagarfljót og Fljótsdalsheiði í baksýn. Fullvíst er, að þau eru vaxin upp af fræi, sem sáð var á tíma Flens- borgs á Hallormsstað 1903-1906. Þau voru gróðursett 1908. Gunnar lónsson, fóstursonur Elísabetar Sigurðar- dóttur (Gunnarssonar) á Hallormsstað, mundi eftir því, er Stefán Kristjánsson skógarvörður gróðursetti þau það ár. Síðan gleymdust þau í meira en aldarfjórðung og birki- kjarr óx yfir þau. Þegar Hákon Bjarnason var orðinn skógræktarstjóri 1935, kom hann í Hallormsstað og sýndi þá Guttormur Pálsson skógarvörður honum trén. Þá voru hin hæstu um I m á hæð, að sögn Hákonar. Nú var þirkikjarrið yfir þeim grisjað og þau fengu nægilegt Ijós og rými. Að öllu eðli- legu hefðu trén átt að vera a.m.k. 3ja m há 1935. Það má því segja, að „vanti" eina 2 m á hæð þeirra í dag. Nú er hið hæsta 16,60 m og 37 cm í þvermál í þrjósthæð. Trén þáru fyrst fræ að ráði 1969. Það reyndist þroskað, svo að árið 1975 voru 1.100 plöntur upp af því gróðursett- ar á Hallormsstað, og hafa dafnað ágætlega. Á hinni myndinni sjást trén af hæð innan við lökullæk- inn. Vorið 1963 voru gróðursettar í eins konarskeifu sunnan við rauðgrenitrén 9 trjátegundir- ýmsir kynlegir kvistir- og tvær í viðbót norðan við. Sumar eru afar fágætar á íslandi, svo að þarna er nú eins konar vasaútgáfa af trjásafni. Rauð- grenitrén standa upp úr þvert yfir myndina ofanverða, en tegundirnar, sem sjást á myndinni, eru taldar frá vinstri og upp eftirtil hægri: Hvítgreni, fjallaþinur, mar- þöll, döglingsviður, skráp- greni, meginlandsstafafura, lindifura, risalífviður, þlágreni af íslensku fræi og loks efst í þrekkunni annað kvæmi af hvítgreni. í þaksýn til vinstri er rússalerki og skógarfura - mjög falleg - en bak við rauð- grenitrén leynist dáríulerki frá Austur-Síberíu. Ovenju- legt trjásafn á litlum bletti í fögru umhverfi Jökullækjar- ins. 108 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.