Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 116

Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 116
frekari eyðingu skóglenda Skot- lands. Samhliða minnkun skóg- lenda hafa stofnar villtra beitar- dýra stækkað mikið, sem einnig hefur mikil áhrif á endurnýjunar- getu skóganna. Sérstaklega er hjartarstofninn stór, en þeir eru vinsæl veiðibráð. Þannig helst í hendur að þegar búið var að eyða skógunum, jókst bithagi villtu dýranna, sem aftur leiddi til frek- ara beitarálags annarra svæða. Þannig varð til ákveðinn víta- hringur, sem enn er vandamál. í dag eru taldir vera um 120.000 hektarar af náttúruskógum í Skot- landi. Athyglisvert er að þetta er svipuð tala og umfang birki- skógaleifanna hér á íslandi. Skot- ar tala reyndar ekki alltaf um þessa skóga sem "natural wood- lands", eða náttúrulega skóga vegna þess að þeir eru allir raskaðir af mönnum, beittir eða gegnumhöggnir heldur kalla þá "semi-natural forests" eða hálf- náttúrulega skóga til aðgreining- ar frá skógum annars staðar í heiminum sem ekki hefur verið raskað af manna völdum. Nýskógrækt í Skotlandi Skógeyðing er talin hafa náð há- marki í Skotlandi um 1750 en þá voru einungis um 4% landsins skógi vaxin (sjá töflu). Mikil áhersla hefur verið lögð á að rækta nýja skóga á skóglausum svæðum Skotlands síðan og er hægt að skipta þeirri ræktun í nokkra áfanga. Frumkvöðlará 19. öld Á 19. öld hófu margir efnaðir jarðeigendur skógrækt á jörðum sínum. Þetta voru áhugamenn um skóga og skógrækt, ekki síst til að skapa heppilegri veiðilend- ur og eins til að framleiða timb- ur. Skoði maður útbreiðslukort af skógum í Skotlandi sést víða að umfangsmestu skógarnir eru einmitt í nágrenni kastala ein- hverra jarðeigenda. Birkiskógar voru sömuleiðis útbreiddir um skosku hálöndin á árum áður, en hefur verið eytt miskunnarlaust auk þess sem beit hefur heft útbreiðslu þeirra. Algengt er nú að bændur rækti beitarskóga á jörðum sínum líkt og sést á þessari mynd. Þar getur féð leitað skjóls, ekki síst á vetrum. Mikil- vægt er hins vegar að beitinni sé stýrt þannig að skógarnir fái að endurnýja sig eðlilega. Ljósm.: J.G.P. (S.í). Eikarskógar voru útbreiddir um lág- lendari hluta Skotlands. Þeir voru yfir- leitt mikið nýttir, minni tré höggvin og látin endurnýja sig með rótarskotum sem síðan voru höggvin aftur og aftur. Grófari tré voru hins vegar spöruð til þess að gefa smíðavið og standa bræðurnir Baldur og Bragi jónssynir hér við gamalt eikartré nærri Loch Lomond. Ljósm.: J.G.P. (S.í). Átak í lok fyrri heimsstyrjald- arinnar f fyrri heimsstyrjöldinni kom skógleysi Stóra-Bretlands vel í ljós. Þegar styrjaldarátökin stóðu varð erfiðara með aðföng frá skógríkum löndum, auk þess sem verulega var gengið á skóga- leifar landsins, sérstaklega skóg- arfuruskógana. í stríðslok jókst mjög áhugi á skógrækt á Bret- landseyjum, og urðu strjálbýl víðerni Skotlands þá eðlilega fyr- irvalinu. Þá var víða kominn í ljós góður árangur gróðursetn- inga einstakra landeiganda, sem sýndi að timburframleiðsla var fyllilega raunhæfur kostur í Skotlandi. Árið 1919 voru skóg- ræktarlög sett í Skotlandi og Rík- isskógræktin (Forestry Commission) stofnuð. f kjölfar stofnunar Ríkis- skógræktarinnar jókst skógrækt talsvert í Skotlandi, sérstaklega á löndum í eigu ríkisins. Mest var gróðursett að sitkagreni, sem er aðal-skógartré Skotlands í dag, en einnig töluvert af stafafuru, sifjalerki, rauðgreni og douglas- greni. 114 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.