Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 116
frekari eyðingu skóglenda Skot-
lands. Samhliða minnkun skóg-
lenda hafa stofnar villtra beitar-
dýra stækkað mikið, sem einnig
hefur mikil áhrif á endurnýjunar-
getu skóganna. Sérstaklega er
hjartarstofninn stór, en þeir eru
vinsæl veiðibráð. Þannig helst í
hendur að þegar búið var að eyða
skógunum, jókst bithagi villtu
dýranna, sem aftur leiddi til frek-
ara beitarálags annarra svæða.
Þannig varð til ákveðinn víta-
hringur, sem enn er vandamál.
í dag eru taldir vera um 120.000
hektarar af náttúruskógum í Skot-
landi. Athyglisvert er að þetta er
svipuð tala og umfang birki-
skógaleifanna hér á íslandi. Skot-
ar tala reyndar ekki alltaf um
þessa skóga sem "natural wood-
lands", eða náttúrulega skóga
vegna þess að þeir eru allir
raskaðir af mönnum, beittir eða
gegnumhöggnir heldur kalla þá
"semi-natural forests" eða hálf-
náttúrulega skóga til aðgreining-
ar frá skógum annars staðar í
heiminum sem ekki hefur verið
raskað af manna völdum.
Nýskógrækt í Skotlandi
Skógeyðing er talin hafa náð há-
marki í Skotlandi um 1750 en þá
voru einungis um 4% landsins
skógi vaxin (sjá töflu). Mikil
áhersla hefur verið lögð á að
rækta nýja skóga á skóglausum
svæðum Skotlands síðan og er
hægt að skipta þeirri ræktun í
nokkra áfanga.
Frumkvöðlará 19. öld
Á 19. öld hófu margir efnaðir
jarðeigendur skógrækt á jörðum
sínum. Þetta voru áhugamenn
um skóga og skógrækt, ekki síst
til að skapa heppilegri veiðilend-
ur og eins til að framleiða timb-
ur. Skoði maður útbreiðslukort af
skógum í Skotlandi sést víða að
umfangsmestu skógarnir eru
einmitt í nágrenni kastala ein-
hverra jarðeigenda.
Birkiskógar voru sömuleiðis útbreiddir
um skosku hálöndin á árum áður, en
hefur verið eytt miskunnarlaust auk
þess sem beit hefur heft útbreiðslu
þeirra. Algengt er nú að bændur rækti
beitarskóga á jörðum sínum líkt og
sést á þessari mynd. Þar getur féð
leitað skjóls, ekki síst á vetrum. Mikil-
vægt er hins vegar að beitinni sé stýrt
þannig að skógarnir fái að endurnýja
sig eðlilega. Ljósm.: J.G.P. (S.í).
Eikarskógar voru útbreiddir um lág-
lendari hluta Skotlands. Þeir voru yfir-
leitt mikið nýttir, minni tré höggvin og
látin endurnýja sig með rótarskotum
sem síðan voru höggvin aftur og aftur.
Grófari tré voru hins vegar spöruð til
þess að gefa smíðavið og standa
bræðurnir Baldur og Bragi jónssynir
hér við gamalt eikartré nærri Loch
Lomond. Ljósm.: J.G.P. (S.í).
Átak í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar
f fyrri heimsstyrjöldinni kom
skógleysi Stóra-Bretlands vel í
ljós. Þegar styrjaldarátökin stóðu
varð erfiðara með aðföng frá
skógríkum löndum, auk þess
sem verulega var gengið á skóga-
leifar landsins, sérstaklega skóg-
arfuruskógana. í stríðslok jókst
mjög áhugi á skógrækt á Bret-
landseyjum, og urðu strjálbýl
víðerni Skotlands þá eðlilega fyr-
irvalinu. Þá var víða kominn í
ljós góður árangur gróðursetn-
inga einstakra landeiganda, sem
sýndi að timburframleiðsla var
fyllilega raunhæfur kostur í
Skotlandi. Árið 1919 voru skóg-
ræktarlög sett í Skotlandi og Rík-
isskógræktin (Forestry Commission)
stofnuð. f kjölfar stofnunar Ríkis-
skógræktarinnar jókst skógrækt
talsvert í Skotlandi, sérstaklega á
löndum í eigu ríkisins. Mest var
gróðursett að sitkagreni, sem er
aðal-skógartré Skotlands í dag,
en einnig töluvert af stafafuru,
sifjalerki, rauðgreni og douglas-
greni.
114
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999