Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 117
Stórræktun í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar
i lok seinni heimsstyrjaldarinnar
var tekið risaskref í skógrækt í
Skotlandi, en þá hóf ríkið mikinn
stuðning við nýgróðursetningar.
Meginhvati þess átaks var sá
sami og í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar, að byggja upp timbur-
forða fyrir Bretiandseyjar.
Skoskir skógfræðingar náðu
mjög góðum tökum á ræktunar-
tækni, sem gerði það að verkum
að hægt var að beita hagkvæm-
um aðferðum í stórum stíl. Stór
landflæmi, heiðalönd og mýrar
voru jarðunnin með plógum og
herfum fyrir gróðursetningu.
Aðaláhersla var lögð á gróður-
setningu sitkagrenis, sem skilaði
mestum viðarvexti og var með tif
komu jarðvinnsluaðferðanna
hægt að gróðursetja mun víðar
en áður. Góður árangur nýgróð-
ursetninganna kom fljótt í Ijós og
upp uxu víðfeðmir skógar sem
fljótlega gátu farið að gefa af sér
afurðir til nytja.
Fyrstu áratugina eftir stríð var
Ríkisskógræktin (Forestry Commis-
sion) stærsti skógræktandinn,
enda mikil landsvæði í ríkiseigu f
Skotlandi. Á því varð hins vegar
töluverð breyting um 1970, en þá
færðist þungi nýskógræktarinnar
frá rfkinu yfir til einkaaðila.
Gerðist það í gegnum opinbert
styrkjakerfi, sem var í raun tví-
þætt. Boðnir voru styrkirtil ein-
stakra landeigenda sem vildu
hefja skógrækt, en einnig var tekið
upp skattaafsláttarkerfi fyrir þá
Sitkagreni tilbúið til skógarhöggs.
Ljósm.: J.G.P. (S.í).
sem vildu hefja skógrækt. Þannig
komst það á um 1980 að fólk gæti
fjárfest í skógrækt og fengið það
dregið frá tekjuskatti. Þetta leiddi
til gríðarmikillar skógræktar þar
sem efnamenn fjárfestu í stórum
stíl í skógrækt. Á þeim tíma gat
tekjuskattshlutfall numið allt að
60%, en hægt var að draga frá 70%
kostnaðarvið nýskógrækt frá því.
Þessu til viðbótar var sala á viðar-
afurðum úr skóginum einnig
undanþegin skatti.
Þannig klæddust mikil land-
flæmi skógi, svo mikil að umfang
skóga hefur þrefaldast frá árinu
1945 og er núna um 1,2 milljónir
hektara, sem nemurtæplega 16%
landsins. Liðlega 40% þessara
skóga er í ríkiseigu og í umsjón
Ríkisskógræktarinnar, en afgang-
urinn í eigu ýmissa annarra jarð-
eigenda. Nú eru um 10.000
manns starfandi við skógrækt og
skógariðnað.
Þetta er auðvitað ákaflega
merkileg staðreynd í ljósi þess að
skógarnireru manngerð auðlind.
Ekki er útlit fyrir annað en að
störfum fjölgi í tengslum við
skógariðnaðinn því talið er að
skógarhögg muni tvöfaldast á
næstu 15 árum þegar uppvaxandi
skógar ná nægum þroska.
Umfang skóga Skotlands
1750 1800 1850 1900 1950 2000
Ár
SKÓGRÆKTARRITIÐ I999
115