Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 119
skera sig úr umhverfinu, þegar
ferðast er um hálöndin, sem með
réttri skipulagningu hefði hæg-
lega mátt koma í veg fyrir. Um
leið er ekki hægt annað en að
dást að vaxtarþrótti þeirra. Ekki
má gleyma því að meginástæða
þess að ríkið lagði fjármuni í
skógrækt var einmitt að fram-
leiða sem mest timbur á sem
hagkvæmastan hátt.
Nýjar áherslur
Þessi gagnrýni hefur gert það að
verkum að áherslur f skógrækt
hafa breyst mikið. Nýskógrækt
einsleitra sitkagreniskóga hefur
nánast alveg verið hætt. Má í
raun segja að nýir vindar leiki nú
um skógrækt og allt umhverfi
hennar í Skotlandi. Skipulag
skógræktarframkvæmda á nú að
taka tillit til umhverfis- og félags-
legra þátta samhliða efnahags-
legum gildum, sem er mikil
breyting frá því sem var. Nokkur
helstu áhersluatriðin eru:
-Aðlögun að landslagi
(landscaping)
Mikil áhersla er lögð á að skóg-
arnir falli vel að landslaginu. Á
það bæði við um nýræktaða
skóga, sem og eldri skóglendi.
Skipulög að væntanlegum rækt-
unarsvæðum eru bæði unnin í
tvívíðu plani til þess að veita
ræktunarleiðbeiningar, en einnig
í þrívíðu plani til þess að hægt sé
að sjá fyrir framtíðarútlit skóg-
anna. Eldri skógarsvæði ereinnig
reynt að aðlaga að landslaginu,
meðal annars með því að höggva
burtu hvassa kanta, blanda inn
lauftrjám og opna útsýnisstaði.
Þannig skulu allar skógræktar-
áætlanir unnar með aðlögun að
landslagi í huga í dag.
Unnin eru skipulög að skógræktar-
svæðum. Hér sést reitaskipting skógar
og skipulag að því hvernig skógurinn
muni líta út í landslaginu.
Ljósm.: I.G.P. (S.í).
Vöxtur sitkagrenis er mjög góður í Skot-
landi. Hér standa tveir íslenskir skóg-
ræktarmenn, Amór Snorrason og Baldur
jónsson, á stubbi nýfallins 45 ára gamals
sitkagrenis. Eins og sjá má hefur þetta
ekki verið neitt smáræðis tré.
Ljósm.: j.G.P. (S.í).
-Breyting einsleitra skóga í
sjálfbær skógarvistkerfi
(cfiange plantation to sustainable forest
ecosystem)
Stór hluti nýræktaðra skóga f
Skotlandi eru einsleitir skógar
sem samanstanda af jafngömlum
trjám sömu trjátegundar, mest
sitkagreni. Slíkar „plantekrur"
(plantations) eru vistfræðilega
Með skipulagðri skógrækt hefur tekist
að skapa um 10.000 störf í Skotlandi.
Þar er nú öflugur trjávöruiðnaður.
Hér sést skógarhöggsvél að fella
40 ára gamlan sitkagreniskóg nærri
Fort William.
Ljósm.: J.G.P. (S.f).
-Nýskógrækt taki tillit til
náttúru- og menningarminja
(environmental/cultural/fiistorical
awareness)
Þegar gerðar eru skógræktaráætl-
anir er lagt mat á náttúru- og
menningarminjar, auk áhrifa
ræktunarinnar á umhverfið. Á
grundvelli þess mats eru sfðan
teknar ákvarðanir um áframhald.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
1 17