Kjarnar - 01.05.1954, Page 2

Kjarnar - 01.05.1954, Page 2
Skrítlur —• Þú veizt, góða mín, að ég er ekki alfullkominn. — Já, ég veit það, en ég hélt kann- ske að þú vissir það ekki. ★ — Orgar sá litli ennþá á nseturnar? — Já. — Reynir konan þín ekki að syngja hann í svefn? — Nei! Nábúarnir vilja heldur org- in í honum. ★ 1. leikari: — Þú hafðir farið illa út úr því gærkvöldi. Mér var sagt að fúl- eggjum hefði verið kastað í þig. 2. leikari: — Það var nú klappað líka. 2. leikari: — Já, þegar þeir hittu í mark! ★ — Af hverju náði Pétur ekki stræt- isvagninum? — Sástu bjálkann við götuna? — Já! — Pétur sá hann ekki! ★ Ameríski ráðningarstjórinn (við frægan ítalskan tenór): Ég vildi gjarn- an fá yður til að syngja í óperunni í New York. Hvað er kaupið? Tenórinn segir það. — Já, en það er þrefalt kaup for- setans. — Látið þá forsetann syngja. ★ Frúin: — Hann fer verr með mig en nokkurt hundskvikindi. Hann gefur mér ekki einu sinni hálsfesti! Frúin: — María, þér brjótið meira leirtau og postulin en kaupinu yðar nemur. Hvar endar þetta? María: — Ætli það endi ekki með því, að frúin verði að láta mig fá kauphækkun. ★ — Það var merkilegt að Ottó skyldi ekki trúlofast þér. Sagðirðu honum ekki að þú mundir erfa ríka frænku? — Jú! •— Nú? Hafði það engin áhrif á hann? — Jú, hann trúlofaðist frænkunni! ★ Prófessorinn (við vökukonuna): — Sátuð þér hjá sjúklingnum í nótt? Vökukonan: — Já, herra prófessor. Prófessorinn: Hvernig var svefninn? Vökukonan: — Ágætur þakka yður fyrir. Sj úklingurinn sagðist hafa kall- að þrisvar, en ég heyrði ekki neitt. ★ Blaðamaðurinn: — Hverju þakkið þér heppni yðar í lifinu? Sjötugur maður: — Konu! Blaðamaðurinn: — Er það? Ég hélt að þér væruð ógiftur. Sá sjötugi: — Það er ég líka. Konan giftist öðrum. Hún hryggbraut mig. ★ Kennarinn (eftir aó hafa brýnt fyr- ir börnunum að vera stillt og hefna sín ekki þó að gert sé á hluta þeirra): — Jæja, Kalli, hvað mundir þú nú gera, ef strákur slæi þig á aðra kinn- ina? Kalli (hugsar sig um): — Hvað er strákurinn stór?

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.