Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 7

Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 7
hinn stórkostlega her, sem safn- aðist saman í Dover fyrir inn- rásina. „Með guði og heilögum Georg fyrir England!“ Sex þúsund flutningavögnum var skipað yf- ir sundið, handmyllum til að mala korn, ofnum til að baka brauð, fálkum og veiðihundum handa kónginum til þess að hann gæti skemmt sér við veiðar er honum leiddist umsátin. Augu Geoffreys Chaucer glóðu af á- kafa. Aðeins tvö ár voru liðin frá skrúðgöngunni miklu í Lundúnaborg, og hér var hann kominn sem hermaður á Frakk- landsströnd. Með guðs hjálp myndi konungur hans hernema Rheims og verða krýndur ein- valdur Frakklands, svo sem hann var það í Englandi. Hann gekk hikandi inn í stóra dóm- kirkju til þess að biðja konung- inum sigurs. Þetta var risavaxin bygging með himingnæfandi turnum, skrautmáluðum glugg- um og fagurgerðum súlum. Hún virtist sköpuð af guði sjálfum, þessi gotneska dómkirkja. Og Frakkar, sem hann hafði svarið að drepa í stríði, það voru þeir, sem reist höfðu þessa helgu byggingu. í þorpunum, sem þeir fóru um, hafði hann séð lítil börn og gamlar konur stara skelfdum augum á ensku ridd- araliðana og bogmennina, þar sem þeir þrömmuðu áfram með birgðalestir sínar. Hann mundi einkum eftir galopnum, undr- andi augum lítils tíu ára drengs. Það lá við að hann fyndi til minnkunar. Hvers vegna hafði hann verið svo áfjáður í að fara í herferð gegn landi, sem hann hafði aldrei séð, og fólki, sem hann vissi lítið um? í vetrarsnjóum náðu Bretar til Rheims og settust um borg- ina. Framvarðasveitir voru sendar til þess að ræna matvæl- um úr nærliggjandi þorpum. í einni slíkri ferð var Geoffrey Chaucer tekinn höndum af Frökkum og varð nú stríðsfangi innan borgarmúra Rheims. Hann reikaði um dómkirkjuna miklu í Rheims, heillaður af lituðum gluggum hennar og líkneskjum úr granít og marmara. í Eng- landi töluðu hástéttirnar franska tungu, en þeim hafði láðst að tileinka sér anda franskrar list- ar. Aldrei höfðu Englendingar gert meistaraverk í byggingar- list í líkingu við þetta! Ungur maður varð annaðhvort að ger- ast hermaður eða ferðast til annarra landa til þess að öðlast fullt fegurðarskyn. Þegar Chaucer að lokum var leystur úr prísundinni, fór hann til Englands gagntekinn af Rheims. Það var undarlegur á- vinningur í hernaði. Kjarnar — Nr. 35 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.