Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 8

Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 8
Elísabet greifynja fluttist frá Englandi til Paradísar. Geoffrey Chaucer var nú embættislaus. En það stóð ekki lengi. Náinn æskuvinur hans, John Gaunt, hafði erft hið geysimikla her- togadæmi Lancaster . og orðið ríkasti maður Englands. Með hjálp þessa áhrifamikla vinar síns komst Geoffrey enn á ný í konunglega þjónustu. tlann var talinn hirðskáld konungs. Það var alveg í samræmi við erfða- venjur Chaucer-ættarinnar. — Kynslóðum saman höfðu for- feður hans séð konungi fyrir víni til veizluhalda. Og nú var hann kallaður til þess að lífga upp veizlur konungsins — með víni söngva sinna.. Brátt kom í ljós að hann hafði mikla stjórnkænsku til að bera. Áður en langt um leið, var hann orðinn snillingur í refskák utan- ríkismálanna. Konungur sendi hann til Genúa í stjórnmálaer- indum. Ennþá einu sinni var hann á erlendri grund í þjón- ustu lands síns. Og ennþá einu sinni kom skáldið upp í honum. Því að hér á Ítalíu komst hann í kynni við málverk Giottos og kvæði Dantes. Á Ítalíu var hið forna Grikkland að vakna til lífsins á ný. Þar var sól listar- innar að rísa, sem eyða myndi öllum stjórnmálabrögðum næt- urinnar. En hið unga skáld og stjórn- vitringur gleymdi ekki erinda- gerðum sínum, þótt hann væri hrifinn af ítölskum listum. Hann lauk erindi sínu, sneri að því búnu aftur til konungs síns og meðtók sín laun fyrir vel unnið starf — ávísun á bezta klæð- skera Lundúna, frjálsa dvöl á Aldgate-jarðeigninni og hálf- pott af víni úr kjallara konungs daglega „til heimilishalds". En nýrri upphefð fylgja nýjar kvaðir. Hann hafði kvongazt eyðslusömum kvenmanni, Phil- ippu, sem eltist stöðugt við að líkja eftir aðalsfólkinu. Hann var tilneyddur að fleygja öllu, sem hann aflaði, í botnlausa hít óska hennar. En þrátt fyrir allar kröfur eiginkonunnar til hans tók hann sér nægan tíma til að stunda hjákonu sína — skáldgyðjuna. Hann samdi rómantískar hetju- sögur og las þær upphátt yfir borðum hjá konungi, meðan rauðleitt ljós kyndlanna skein á pell og purpura og hreysikatta- skinn háaðalsins. „Eins og skrautgripasali með fullar hend- ur fjár stráði hann um sig af ör- læti glitrandi perlum og leiftr- andi demöntum og gimsteinum, svartri hrafntinnu og rauðum rúbínum.“ En hann var óánægður. Því að skáld verður alltaf að leita sann- 6 Kjarnar — Nr. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.