Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 10
eignalausu hefur loks brotizt út.
Múgurinn hefur ætt til Tower.
Kona Chaucers kemur óttasleg-
in þjótandi inn í skrifstofu hans
með barn þeirra á handleggn-
um: „Geoffrey, við erum glötuð!
Skríllinn er vopnaður!"
Uppreisn, rán, morð. í rjarta
Geoffreys eru háð hörð átök
milli samúðar hans með upp-
reisnarmönnum og trúmennsk-
unnar við konunginn. Hann
hlustar á ræðu eins uppreisnar-
foringjans, prests frá Kent:
„Vinir góðir. í Englandi getur
ekki verið gott ástand, og verð-
ur aldrei, fyrr en allt er jafnt, —
hvorki leiguliði né lénsherra, og
bætt úr öllum ójöfnuði...“
Svo talar rödd Chaucers sjálfs
hið innra með honum: „Allt áttu
konunginum að þakka, Geof-
frey, — íbúð þína og lífsþægindi,
tign og stöðu. Þú ert af forn-
frægum höfðingjum kominn,
berð í þér menningu þeirra,
hjartablóð og hugsjónir. Hafðu
það ekki að leiksoppi í ruddaleg-
um ósköpum.“
★
Aðallinn bældi niður upp-
reisnina, og Geoffrey var kyrr í
þjónustu konungs. Oft reið hann
til veitingahúss eins í South-
work eftir dagleg störf sín í
Lundúnum. Venjulega sat hann
þá úti í horni einn sér. Því að
hann var mjög hlédrægur mað-
ur, niðursokkinn í eigin hugsan-
ir. Eitt maíkvöld, þegar hann
sat þannig hugsandi í horni sínu,
streymdi flokkur ferðamanna
inn í veitingahúsið með miklum
fyrirgangi. „Þetta hljóta að vera
pílagrímar, sem ætla að gista
hér í nótt, á leið til Canterbury
að votta skríni heilags Tómasar
Becket lotningu,“ hugsaði Geof-
frey. Það var fróðlegt að sjá fólk
úr svo mörgum stéttum Eng-
lands á einum stað. Hér voru
bændur, menntamenn, föru-
munkar, læknar, prestar, sjó-
menn, lögmenn og kaupmenn —
allir sátu í þyrpingu, sögðu hver
öðrum sögur og glettust hver
við annan í slíkum anda bróð-
ernis, sem hvergi er að finna
nema í ensku veitipgahúsi. Ailt
England virtist vera innan
veggja Tabard gistihússins þetta
kvöld!
Gestgjafinn var kátur náungi
með vingjarnlegt mána-andlit
og þrumuraust, sem fyllti út í
stofuna. Hann brosti uppörvandi
til guðhræddrar nunnu, sem sat
við borðið fíngerð og smámælt
og talaði frönsku. Áhyggjufull-
ur kaupmaður, með tjúguskegg
og flæmskan hatt, talaði mjög
alvörugefinn við sessunaut sinn
um skip sín og vörur. Við hinn
enda borðsins var læknir nokk-
ur að halda ræðu um sigursæla
8
Kjarnar — Nr. 35