Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 10

Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 10
eignalausu hefur loks brotizt út. Múgurinn hefur ætt til Tower. Kona Chaucers kemur óttasleg- in þjótandi inn í skrifstofu hans með barn þeirra á handleggn- um: „Geoffrey, við erum glötuð! Skríllinn er vopnaður!" Uppreisn, rán, morð. í rjarta Geoffreys eru háð hörð átök milli samúðar hans með upp- reisnarmönnum og trúmennsk- unnar við konunginn. Hann hlustar á ræðu eins uppreisnar- foringjans, prests frá Kent: „Vinir góðir. í Englandi getur ekki verið gott ástand, og verð- ur aldrei, fyrr en allt er jafnt, — hvorki leiguliði né lénsherra, og bætt úr öllum ójöfnuði...“ Svo talar rödd Chaucers sjálfs hið innra með honum: „Allt áttu konunginum að þakka, Geof- frey, — íbúð þína og lífsþægindi, tign og stöðu. Þú ert af forn- frægum höfðingjum kominn, berð í þér menningu þeirra, hjartablóð og hugsjónir. Hafðu það ekki að leiksoppi í ruddaleg- um ósköpum.“ ★ Aðallinn bældi niður upp- reisnina, og Geoffrey var kyrr í þjónustu konungs. Oft reið hann til veitingahúss eins í South- work eftir dagleg störf sín í Lundúnum. Venjulega sat hann þá úti í horni einn sér. Því að hann var mjög hlédrægur mað- ur, niðursokkinn í eigin hugsan- ir. Eitt maíkvöld, þegar hann sat þannig hugsandi í horni sínu, streymdi flokkur ferðamanna inn í veitingahúsið með miklum fyrirgangi. „Þetta hljóta að vera pílagrímar, sem ætla að gista hér í nótt, á leið til Canterbury að votta skríni heilags Tómasar Becket lotningu,“ hugsaði Geof- frey. Það var fróðlegt að sjá fólk úr svo mörgum stéttum Eng- lands á einum stað. Hér voru bændur, menntamenn, föru- munkar, læknar, prestar, sjó- menn, lögmenn og kaupmenn — allir sátu í þyrpingu, sögðu hver öðrum sögur og glettust hver við annan í slíkum anda bróð- ernis, sem hvergi er að finna nema í ensku veitipgahúsi. Ailt England virtist vera innan veggja Tabard gistihússins þetta kvöld! Gestgjafinn var kátur náungi með vingjarnlegt mána-andlit og þrumuraust, sem fyllti út í stofuna. Hann brosti uppörvandi til guðhræddrar nunnu, sem sat við borðið fíngerð og smámælt og talaði frönsku. Áhyggjufull- ur kaupmaður, með tjúguskegg og flæmskan hatt, talaði mjög alvörugefinn við sessunaut sinn um skip sín og vörur. Við hinn enda borðsins var læknir nokk- ur að halda ræðu um sigursæla 8 Kjarnar — Nr. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.