Kjarnar - 01.05.1954, Side 17

Kjarnar - 01.05.1954, Side 17
slóðum, svo að þeir þurftu ekki á neinum leiðarvísi að halda, og þegar þeir voru komnir til myll- unnar, tók hann ofan sekkina. Fyrst sagði Allan: „Friður sé með þér, Símon. Hvernig líður þinni fögru dóttur og konunni þinni?“ „Nei, Allan, velkominn, og Jón líka, sér er nú hvað. Jæja, hvað er ykkur á höndum?“ „Símon,“ sagði Jón, „sá sem engan þjóninn hefur, verður að sjá um sig sjálfur, eins og ritn- ingin segir; brytinn okkar er að sálast, vona ég, því að svo mikið brakar í skoltunum á honum, og ég er kominn ásamt Allan þarna til þess að fá kornið okkar mal- að og taka það syo samstundis til baka. Gerðu svo vel að flýta þér eins og þú getur.“ „Það skal ég svei mér gera,“ sagði Símon. „Hvað ætlið þið að hafa fyrir stafni á meðan ég mala það?“ „Ég ætla að standa við efri myllusteininn,“ sagði Jón, „og sjá þegar kornið rennur niður. Það veit trúa mín, að ég hef ennþá aldrei séð, hvernig steinn- inn snýst.“ Allan sagði: „Jón, ef þú ætlar að standa þar, þá verð ég sann- arlega að fá að standa fyrir neð- an og sjá þegar mjölið rennur í mjöltrogið. Ég ætla að stytta mér stundir með því, af því að ég er víst eins ófróður um korn- mölun og þú, Jón.“ Malarinn brosti í kampinn að bragðvísi þeirra og hugsaði sem svo: „Þeir þreytast nú fljótt á þessu. Þeir halda að enginn geti gabbað þá. En ég skal að mér heilum og lifandi gera þeim grikk með alla sína heimspeki. Þeim mun fleiri varnagla sem þeir slá, þeim mun meiru stel ég frá þeim. í staðinn fyrir mjöl fæ ég þeim bara hýði. „Voldugustu klerkarnir eru ekki vitrustu mennirnir,“ eins og úlfurinn sagði við hestinn. Ég gef ekki cent fyrir allan þeirra lærdóm.“ Hann læddist út úr dyrunum, þegar hann sá sér færi, án þess að þeir yrðu varir við. Hann lit- aðist um þar til rann hafði fund- ið hest klerkanna, sem stóð bundinn við grein bak við myll- una. Hann gekk til hans, tók fram af honum beizlið, og þeg- ar hesturinn var laus, skokkaði hann niður á engin, þar sem stóðhryssur héldu sig, og tók svo sprettinn hneggjandi á hvað sem fyrir var. Svo labbaði mal- arinn til baka, sagði ekki eitt orð, en tók til við sitt starf og glettist við klerkana, þar til kornið var allt malað. Og þegar mjölið var komið í sekkina og bundið fyrir, fór Jón niður og sá, að hesturinn var horfinn og Kjarnar — Nr. 35 15

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.