Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 18

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 18
fór að hrópa: „Hjálp!“ og: „Ó, vei, hesturinn okkar er strok- inn. Ó, heitasta víti, hristið þið skankana, komið þið út, menn, allir, æ! Fjárhaldsmaðurinn okk- ar hefur týnt hestinum sínum.“ Allan gleymdi mjöli og korni og' öllu í kringum sig, hann hafði alveg steingleymt, að hann átti að vera á verði. „Hva-hvaða leið fór hann?“ hrópaði hann. Konan kom ask- vaðandi á fullri ferð. Hún sagði: „Ó! Hesturinn ykkar þýtur í hvínandi spretti niður á engin til stóðhryssanna. Guð refsi þeim, sem batt hann til svona, hann hefði átt að herða betur að taumunum.“ „Æ!“ sagði Jón. „Allan, jesús- pétUr, fleygðu frá þér hnífnum. Það veit guð, að ég er frár á fæti eins og hjörtur; við almætt- ið sjálft, hann skal ekki sleppa undan okkur tveimur. Af hverju léztu ekki hestinn inn í hlöðuna? Fjandinn hirði þig, guð veit að þú ert nautshaus, Allan!“ Og blessaðir prestarnir hlupu allt hvað af tók niður á engin, Jón á undan og Allan á eftir. Og þegar malarinn sá að þeir voru á bak og burt, þá tók hann hálfa skeppu af mjöli og sagði við konuna, að hún skyldi hnoða kökur úr því. Hann sagði: „Mað- ur gæti haldið, að klerkarnir væru hræddir. Malari getur nú samt snúið á klerk þrátt fyrir allar þeirra hundakúnstir. Lát- um þá sigla sinn sjó. Sko, hvað þeir hlaupa, já, lofum krökkun- um að leika sér. Þeir eru nú ekki búnir að ná í hann, óekkí!“ Og heiðursklerkarnir hlupu í blóðspreng fram og aftur: „Svona, svona, stattu kyrr, stattu kyrr, fola-fola, gættu að þér, farðu þangað og blístraðu, þá næ ég honum hérna.“ í stuttu máli, fram í brúna-myrkur elt- ust þeir við hestinn, en gátu ekki náð honum, hvernig sem þeir fóru að, hann var svo sprett- harður — þar til loks að þeir handsömuðu hann niðri í skurði. Dauðuppgefnir og hundblaut- ir stauluðust klerkar vorir heim á leið. „Bölvaður sé minn fæð- ingardagur,“ sagði Jón. „Nú er- um við orðnir okkur til skamm- ar og athlægis. Korninu okkar hefur verið stolið, þeir munu kalla okkur nautshausa, bæði fjárhaldsmaðurinn og allir fé- lagar okkar, og fyrst og fremst malarinn. Ó, ó!“ Svona barmaði Jón sér á leið- inni til myllunnar með „Bayard“ í taumi. Malarinn sat við eldinn, því að það var komið kvöld, og þeir gátu ekki haldið áfram. En þeir grátbændu hann fyrir guðs ástar skuld að láta sig fá húsa- skjól og hvílu gegn borgun. Malarinn sagði: „Ef hér er 16 Kjarnar — Nr. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.