Kjarnar - 01.05.1954, Page 25

Kjarnar - 01.05.1954, Page 25
hrópuð í fjallaskarðinu, þagnaði harmsöngur Phazis. En aldrei kom neitt svar, því að dauðinn skilar engu aftur. Kyrrð hans hvíldi yfir fannbreiðum öræf- anna, meðan þjbrpsbúar báru hina yndislegu Shai-pai and- vana að húsi foreldra hennar. Phazi sást aldrei, hvorki dauð- ur né lifandi. En eftir hverja stórhríð í skarðinu heyrðist hinn skerandi harmsöngur hans sem aðvörun til vegfarenda um að hætta sér ekki út á nýsnævið, sem hylur óteljandi hættur ... Það hafði tekið John nokkra daga að toga þessa frásögn út úr fámálum og mannfælnum ein- setumanninum. Hann komst all- ur í uppnám. — Við verðum að finna þenn- an dal, Erica! Þessi leikur hlýt- ur að vera alveg einstæður. Ég verð, ég skal taka upp tónlist- ina og söngvana! Auðvitað höfðu þau stálband meðferðis. Það var tilgangurinn með ferð þeirra: Að taka upp svo mikið af óþekktri Asíutón- list, sem mögulegt væri. Annar tilgangur ferðarinnar, sem þau voru hætt að minnast á, hafði verið sameiginleg ósk þeirra um að flýja saman frá hversdagsleg- um heimi til fjarlægs staðar, þar sem þau gætu verið alein með ást sína sem fyrsti mað- urinn og fyrsta kona jarðarinn- ar. John Finlay hlustaði með á- kefð. Hann hafði sofnað aftur, hann vissi ekki hvað lengi, en þessi doðasvefn hlaut að vera fyrsta stig hinnar algeru gleymsku og dauða! Hann vildi ekki deyja. Hann vildi lifa, elska, berjast fyrir eitthvað. Ekki liggja aðgerða- laus og frjósa í hel! Það var ennþá dimmt í tjald- inu, en hríðinni hafði slotað. Hann reyndi að staulast á fæt- ur, en verkjaði í alla limi og fann að fingur Ericu héldu dauða- haldi í hönd hans. Ofboðslegur ótti greip hann. Hún mátti ekki deyja og skilja hann einan og útskúfaðan eft- ir. Hann fór að nudda ískalda limi hennar og hreyfa hana til. Hún gaf ekkert hljóð frá sér. Guð minn góður! hugsaði hann. Hvað á ég að gera þegar ég kem aftur til Englands. Það verður sagt að ég sé orsök í dauða hennar. — Af hverju ertu að gráta? spurði hún allt í einu. Hún fann heit tárin falla eins og eld á and- lit sér. — John, gefðu mér aftur í glasið, og svo ætla ég heim. Ég get ekki verið hjá þér. Þetta er rangt af mér, elskan mín. Kjarnar — Nr. 35 23

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.