Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 26
Hann skildi a5 hún talaði óráð,
og ailt í einu sleppti hann henni
og stökk út úr tjaldinu. Úti var
nótt, en stjörnubjart, og hann
gat áttað sig. Iiann felldi tjald-
skörina að opinu og tók að
skjögra af stað til suðausturs yf-
ir hraunið, en tindana við hraun-
jaðarinn gat hann ekki greint.
Þegar hann var kominn um tvö
hundruð metra frá tjaldinu,
voru kraftar hans þrotnir ,og
hann féll á grúfu niður í hraun-
grýtið. Iíásléttan var þakin
hrímfrosti, en hann fann ekki
til kuldans. Hann var ekki leng-
ur í fjöllum Tíbets, heldur á
Norchester hóteli andspænis
Hyde Park, í kvöldboði hjá Her-
bert Stolae, tónlistarútgefanda.
■ — Tíbet! hafði einhver sagt
við hin borðin. — Ég býst við að
frú Carstairs geti sagt yður sitt-
hvað um Tíbet.
Stundarfjórðungi síðar hafði
Herbert kynnt hann glæsilegri,
ungri konu.
— Erica, má ég kynna þér
John Finlay. Ég hef sagt hon-
um að þú og maður þinn hafið
verið í Tíbet.
Hún hafði sent John eitt af
þessum vinsamlegu brosum, sem
enga sérstaka þýðingu hafa
gagnvart ókunnugum, en leiða
þó ei að síður allan persónu-
leikann í ljós.
24
— Það var nú ekki fallegt af
þér, Herbert! Þú veizt, að ég
kæri mig ekki um að tala um
það.
En hið fjarræna fas tónlist-
arfræðingsins í þessu tiginmanna
samkvæmi virtist þrátt fyrir
allt vekja áhuga hennar. Hún
hafði allt í einu aumkazt yfir
hann.
— Eigum við að fara eitthvað
þangað, sem minni er hávaði?
hafði hún spurt.
Þau völdu sér kínverska
greiðasölu í Soho sem hæfileg-
asta umgerð um viðræður um
Asíu.
— Hvað langar yður að vita
um Tíbet? Erica var róleg og
fálát, hvorki ástúðleg né frá-
hrindandi. Ef henni geðjaðist
vel að hinum óþreyjufulla,
dökkhærða manni, sem lék án
afláts löngum fingrum sínum að
eldspýtnastokk á borðdúknum,
þá lét hún ekki á því bera.
— Maðurinn yðar hefur verið
í Darjeeling, hafði John sagt. —
Ég hefði víst átt að segja Lady
Carstairs!
— Segið Erica, ef yður sýnist.
Rödd hennar var djúp og mjúk.
Þau höfðu rætt stundarkorn
um starf Sir Sidney Carstairs á
norðurlandamærum Indlands og
ástandið þar yfirleitt.
— Ég er meistari í tónlistar-
sögu, hafði John allt í einu sagt,
Kjarnar — Nr. 35