Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 27

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 27
og fingur hans höfðu rifið og tætt eldspýtnastokkinn í tætl- ur. — Ég býst við að þér eigið eitthvað af hljómplötum með tíbet'skum söngvum, fyrst þér hafið verið þar árum saman. Honum til mikilla vonbrigða hafði hún hlegið. — Hvorki maðurinn minn eða ég kærum okkur mikið um tónlist. Þess konar tónlist! bætti hún við. John hafði fleygt eldspýtna- stokknum og kallað á þjóninn til þess að borga. Hann var mjög vonsvikinn. Þá hafði hann tek- ið eftir undrandi og hneyksluðu augnaráði Ericu. Hún hafði fjólublá augu og dökkbrúnt hár. — Það væri hugsanlegt, að ég raulaði einstök tíbetisk stef fyr- ir yður! Þrátt fyrir þessi orð var augnaráð hennar ávítandi. — Hinir innfæddu syngja oft á lestaferðum sínum um fjöllin. En ekki er bað fagur söngur. — Syngið þér! hafði hann skipað. Hann hafði tekið upp blýant og nótnapappír. Honum varð það ekki ljóst fyrr en löngu síðar, hversu bjánalegt þetta hlaut að hafa verið í aug- um Ericu Carstairs. Að sitja inni í kaffistofu í Soho að' kvöldi til og raula ómstríð og tilbreytingarlaus stef fyrir mann, sem hún þekkti ekki og var eiginlega ekki vel kurteis. En ekki stóð hún upp til að fara. Hún hafði verið e'ns og töfrum bundin. Þegar þau kvöddust, hafði hann boðið henni að koma til Cambridge og hlusta á hljóm- plötur hans. Hún hafði þakkað boðið, án þess að honum skild- ist að það var eingöngu fyrir kurteisi sakir. Seinna hafði hún trúað honum fyrir því að hún hefði fastákveðið að líta hann aldrei framar augum. John Finlay reis upp á hnén. Hvers konar brjálsemi hafði komið honum til þess að yfir- gefa Ericu veika og einmana á miðjum öræfunum? Hann varð að snúa við undir eins. Með sviða í augum skyggnist hann eftir tjaldinu í stjörnuskininu. En einn einstakur, dökkur blettur varð ekki greindur frá öðrum djúpum skuggum hásléttunnar. Og engin spor urðu rakin í hraungrýtinu. Eins og flestir tilfinninga- næmir menn, átti John mikinn varaforða af þreki í hugar- fylgsnum sínum. Hingað til hafði honum tekizt að halda hugsuninni skýrri og rólegri, þrátt fyrir allt andstreymi, en nú varð hann gripinn skelfingu. Hann fór að hrópa nafn Ericu Kjarnar — Nr. 35 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.