Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 30
/
Leigh Vance:
SÍÐASTA FLUGIÐ
Hvinurinn frá þrýstiloftsflug-
vél klauf loftið yfir flugvellin-
um. Önnu lærðist aldrei að sætta
sig við þetta hljóð. Það setti að
henni hroll og hún hnipraði sig
saman í framsæti vagnsins. Bara
að Michael kæmi fljótlega, ann-
ars næðu þau ekki í tæka tíð í
kvöldverðinn hjá Georg klukk-
an hálf átta. Það var þó ekki af
því, að hún hlakkaði til þessa
kvöldverðar. Jafnvel þótt hjóna-
band hennar og Michaels væri
misheppnað, myndi ekki verða
auðvelt að skilja. Hvernig skyldi
hann taka því? Georg sagði að
vísu: „Hann er giftur þessari
vél sinni, það er varla að hann
sjái þig.“ En var það nú víst, að
honum stæði á sama um hana?
Og í kvöld átti hann að fá vit-
neskju um það, að hún vildi fá
skilnað til þess að giftast Georg!
Allt í einu óskaði hún þess, að
hún gæti frestað reikningsskil-
unum. Svo var líka hitt, að bráð-
um átti Michael að fljúga
reynsluflug í þessari nýju P 407.
Ætti hún ekki að hringja til
Georgs og segja honum, að þau
yrðu að bíða með að tala við
Michael þar til reynsluflugið
væri afstaðið? í sama bili sá hún
hvar hann kom út úr skrif-
stofunni og flýtti sér að vagn-
inum.
„Fyrirgefðu hvað ég er seint
fyrir,“ sagði Michael, „en ég
þurfti að ræða um svolítið við
Born. Hann vill endilega að
reynsluflugið með P 407 fari
fram á morgun.“
Andartaki síðar óku þau í
hellirigningu eftir þjóðvegin-
um. Michael var við stýrið. Hún
sat kyrr og gaf honum gætur.
Hann hafði aldrei verið marg-
máll maður, en í seinni tíð var
eins og hann hefði dregizt meira
inn í sjálfan sig, eins og hann
bæri með sér eitthvað, sem ylli
honum þjáninga. Fyrst hafði
hún haldið, að það stafaði af erf-
iðleikum í starfinu, en það var
bókstaflega ekkert, sem benti
til þess — það hlaut því að vera
eitthvað henni viðkomandi eitt-
hvað í framferði hennar, sem
28
Kjarnar — Nr. 35