Kjarnar - 01.05.1954, Síða 35

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 35
móti því víti, sem Martin lifði í — það veit ég nú.“ Iiún horfði spyrjandi á hann. „Tveimur árum eftir að ég var byrjaður að fljúga reynsluflug fyrir Born, fóru mínar eigin taugar að bila. Ég fann upp af- sakanir til þess að fresta flugi. Þyrfti ég að fljúga reynsluflug, varð ég að ganga fram af sjáif- um mér til þess að geta það, og nú get ég ekki á heilum mér tek- ið í hvert sinn sem ég þarf að fljúga.“ „Hvers vegna í ósköpunum hefurðu ekki sagt upp? Það er ekkert stríð lengur. Þú getur sjálfsagt fengið annað starf.“ „Þú skilur það kannske ekki.“ Þjáningardrættirnir urðu dýpri á andliti hans. „Það var mín sök, að Martin og fjórir félagar hans fórust. Ég vissi reyndar hvað hræðsla var, en ég vissi ekki að hægt væri að verða svo hrædd- ur, að hver taug og vöðvi lamað- ist. Það veit ég nú. En úr því að ég neyddi Martin til þess að halda áfram, þá get ég ekki gef- izt upp sjálfur.“ Þetta óþolandi stórlæti, hugs- aði hún. „Hve lengi hefur þér liðið svona?“ „Tvö ár.“ Tvö ár! Ekki var að furða, þótt hjónóaband þeirra hefði fengið að kenna á því! „Hafir þú brotið af þér, þá hef- MAURICE CHEVALIER er fæddur í París 12. september. 1889. Byrjaði sem revyuleikari og meðdans- ari hinnar heimsfræg Mistinguet, varð smám saman frægasti leikari Parísar og heimsfrægur af söng sínum á hljóm- plötur. Hefur leikið í fjölda kvik- mynda, m. a.. „Monsieur Baby“, „Mað- ur dagsins", „Káta ekkjan" o. m. fl. ur þú fyrir löngu bætt fyrir það með öllu því, sem þú hefur orð- ið að þola. Slepptu nú bannsettu stórlætinu — líka mín vegna!“ Hann greip um höfuð hennar báðum höndum. „Ég hef verið svo niðursokkinn í eigin áhyggj- ur. Ég skil fyrst nú, að ég hef líka eyðilagt tilveruna fyrir þér, sem ég ann heitast af öllu. Ég fórnaði þér til þess að geta hald- ið áfram að fljúga. Ég vissi, að því hamingjusamari sem ég væri í faðmi þínum, því hrædd- Kjarnar — Nr. 35 33

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.