Kjarnar - 01.05.1954, Page 36

Kjarnar - 01.05.1954, Page 36
ari myndi ég vera um að hrapa og missa af þér fyrir fullt og allt. Til þess að fullnægja stærilæti mínu, fórnaði ég þér, eins og ég hafði einu sinni fórnað Martin.“ Hann dró djúpt andann, svo hélt hann áfram: „Ég mátti ekki til þess hugsa, að þú héldir aö-ég væri ragur. En í raun og veru kvíði ég fyrir reynslufluginu með P 407 á morgun. Það er galli á gerð stéisins. Þeir vita það all- ir. Og Samt verð ég að láta sem allt sé í lagi. Yið notum nýja slöngvisætið, sem á að losna sjálfkrafa við vélina, ef eitthvað kemur fyrir. Við hvert eftirlit virðist allt vera í lagi. En fyrir tveimur mánuðum hrapaði Max Masters. Hann sagði í talstöðina, að hann ætlaði að losa sætið, en þeir fundu hann fastan í sætinu í vélarflakinu. Hönd hans hvíldi á stönginni, sem átti að losa sæt- ið, en hún hafði ekki verkað.“ „Michael, ég elska þig, og ég get þolað allt, nema það, sem ógnar ást okkar. Þú fékkst taugaáfall í kvöld, það kemur ekki til greina, að þú getir flog- ið á morgun. Þeir verða að fá annan. Og þegar taugar þínar hafa jafnað sig, þá færðu þér annað starf.“ „Já,“ sagði hann, „það mun verða bezt.“ ★ Stanzlaus hringing vakti hana morguninn eftir. Henni varð lit- ið á mynd Martins á arninum. Bros lék um varir henni og hún sneri sér við í rúminu til þess að sjá, hvort Michael væri vak- andi. Hann var þar ekki. Hún stökk fram úr rúminu, brá sér í innislopp og hljóp niður í for- stofuna. Gegnum rúðuna á úti- dyrahurðinni sá hún móta fyrir Georg. Hún opnaði fyrir honum. Hann var fölur og þreytulegur. „Hefur þú talað við Michael?“ spurði hann. Nú varð hún að segja honum það. „Michael og ég höfum fund- ið hvort annað aftur,“ sagði hún rólega. „Það er svo erfitt að segja þér þetta svona skyndilega, — en ég elska hann og hef víst allt- af gert það. Mér þykir svo leið- inlegt að valda þér vonbrigðum. Þú átt það ekki skilið.“ Hún komst við af að sjá hryggðarsvipinn á andliti hans. Henni varð litið á borðið. Þar lá bréf — frá Michael! Hún fylltist illum grun og reif upp bréfið. „í bréfinu stóð: „Kæra Anna. Ég meinti hvert orð, sem ég sagði í gærkveldi. Ég elska þig heitar en allt annað í heiminum. En næturmanninum skjátlaðist. Ég verð að fljúga reynsluflug- ið. Ég mun ætíð iðrast þess, ef ég guggna í dag. Vertu hug- 34 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.