Kjarnar - 01.05.1954, Page 41

Kjarnar - 01.05.1954, Page 41
Hún lét þetta þó ekkt á sig fá, þar til hún kom nokkrum vik- um seinna inn í eftirlætis-mat- stofu sína til þess að fá uppskrift að spænskri fiskisúpu hjá yfir- þjóninum, sem var góður vin- ur hennar. Hún var viðurkennd- ur snillingur í matargerð, hafði kennt í mikilsmetnum hús- mæðraskóla frá því hún var tuttugu ára, og nú, tuttugu og fjögurra ára að aldri, hafði hún þegar samið tvær matreiðslu- bækur, sem seldust í stórum upplögum. í íbúð sinni hélt hún stundum smáveizlur fyrir vini sína, sem voru frægar um alla borgina. Yfirþjónninn horfði með að- dáun á Kitty. Það gerðu flestir karlmenn, því að hún var glæsi- leg kona, með brúnt hár, og kunni þá list að klæða sig smekklega. Hann skýrði henni frá leyndardómnum viðvíkjandi tilbúningi á ýmsum sþænskum fiskisúpum, og hlaut að launum ljómabros frá henni. Þegar hún kom aftur fram í anddyri mat- sölunnar, stökk hjartað í henni allt í einu kollhnýs — yfir brún- ina á djúpum hægindastól sá hún hnakkasvip manns, sem hún þekkti bæði af hnakkalaginu og sérstökum hársveip frá öllum öðrum í borginni. Hann sat í innilegum samræðum við unga stúlku með þykkt, ljósgult hár í æpandi rauðum gangfötum og hatt eins og óviti hefði valið hann. Maðurinn var — Róbert Larsen! Kitty gekk í blindni út úr matstofunni og náði sér í leigu- bíl. Hún varð að flýta sér heim og gráta í einrúmi. Róbert Lar- sen í borginni! Ekki í Ameríku, heldur hér! Og ekki svo mikið sem símahringing til hennar — en þess í stað rakst hún óvænt á hann þar sem hann hallaði sér að bjánalegum hatti, og undir þessum hatti sat stelpa að nafni Jonna Thorsen. ★ Þegar hún var langt komin með að eyðileggja bæði útlit sitt og vasaklúta, fór reiðin og stoltið að bæra á sér. Allar þær yndislegu stundir, sem hún og Róbert höfðu átt saman, öll hlý- legu orðin, sem á milli þeirra höfðu farið, hið þögla sam- komulag þeirra á milli — allt þetta var nú skafið út úr endur- minningu Róberts af smárri, hvítri hendi dóttur forstjóra rafmagnsfélagsins. Aldrei skyldi hún líta þennan strák augum framar, hugsaði hún bálvond, Svona læðupoki! Síminn hennar hringdi, og hún greip heyrnartólið gremju- lega. „Kitty!“ sagði rödd Róberts. (Þá hafði hann sjálfsagt séð Kjarnar — Nr. 35 39

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.