Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 42
hana í anddyri matstofunnar,
hugsaði hún.) „Ég þarf að
skreppa upp og tala við þig!“
Hana langaði mest til að skella
heyrnartólinu á, en stillti sig.
Hún ætlaði ekki að fara að leika
forsmáða og vonsvikna konu —
það væri allt of vesældarlegt.
„Nei, góðan dag,“ hrópaði hún
mjög undrandi. „Þetta þykja
mér fréttir! Ertu bara kominn
heim, Róbert — já, blessaður
líttu inn!“
■Skömmu seinna sat hann í
dagstofu hennar. Hún hafði
snarazt í bezta kjólinn sinn; hún
leit vel út, og það hressti hana
mjög, að hún vissi það!
Róbert leit ekki eins vel út —
hið gamla öryggi hans var horf-
ið, hann virtist taugaóstyrkur
og fór allur hjá sér. „Ég hélt
annars,“ tautaði hann, „að þú
hefðir séð mig — í matstofunni.
Eh — þú lítur prýðilega út, og
það er indælt að sjá þig aftur!“
bætti hann við með svolitlu af
gömlu aðdáuninni í röddinni.
Þú lítur ekki beint prýðilega
út sjálfur, hugsaði Kitty, orðinn
þunnur í roðinu og mjór eins og
krítarstrik — og það fer þér nú
ekki vel. „Þökk, sömuleiðis, Ró-
bert,“ svaraði hún blátt áfram.
„Það lítur náttúrlega hálf-
kjánalega út,“ tautaði hann og
var eins og á nálum í hæginda-
stólnum, „og ég hef líka hringt
40
til þín — margsinnis! Sjáðu, ég
ætlaði — eh — nefnilega að
segja þér, að ...“
„Blessaður vertu,“ sagði hún
fjörlega, „ég veit það nú þegar!“
„Ég tel þig þann bezta vin,
sem nokkur maður getur átt ...“
„Já, eins og mamma manns —
eða kannske hundurinn manns?
Ég veit ekki hvað mönnum
finnst,“ sagði hún sakleysislega.
„Þú ert þá reið samt,“ sagði
hann mæðulega.
„Reið? Góði, bezti, hvers
vegna í ósköpunum skyldi ég
vera það?“ Hún sperrti upp
augun.
„Ég á við, af því ég hringdi
ekki strax — eða kom?“
„Mikil ósköp — þú hefur sjálf-
sagt verið önnum kafinn .Satt
að segja var ég ekkert að hugsa
um það. Og ég vona að þið verð-
ið hamingjusöm. Hún er anzi
lagleg.“
„Hver?“ spurði hann utan-
gátta.
„Jonna Thorson, auðvitað,“
sagði hún blíðlega.
„Nú,“ hann ræskti sig óstyrk-
ur. „Þú hefur þá getið þér þess
til. Hvernig þá?“
„Drottinn minn dýri, við er-
um í smábæ og ekki í New
York.“ Katrín hafði mjög hljóm-
fagran hlátur og kunni að beita
honum.
„Nú, já, auðvitað,“ tautaði
Kjarnar — Nr. 35