Kjarnar - 01.05.1954, Page 47
húsinu með banana í skál, voru
öll þrjú staðin upp, og það voru
eldrauði'r dílar í kinnum Jonnu.
„Róbert,“ sagði hún, „þú veizt
vel, að þið pabbi þurftuð að
ræða verzlunarmál í kvöld; nú
verðum við að fara. Ég fer að
minnsta kosti nú. Á ég að fara
alein, eða þóknast þér að koma
líka?“
Þetta var ekki rétt aðferð við
Róbert, sem hataði alla þvingun
meir en nokkuð annað, í hvaða
formi sem var. Hann starði bara
á Jonnu — og hún starði á móti
með kreppta hnefa.
„Ég held ég verði kyrr og
ljúki borðhaldinu,“ sagði hann
rólega eftir nokkra þögn.
Kristján var góður félagi, svo
að þegar Kitty deplaði til hans
augunum, þá sagði hann blátt
áfram: „Má ég ekki aka yður
heim, ungfrú Thorsen?11
★
Nú var komin sú stund hefnd-
arinnar, sem Kitty hafði undir-
búið. Nú gat hún sagt það við
hann, sem hún hafði æft í hug-
anum allan daginn. Henni
fannst hún næstum vera ölvuð.
Það var ekki oft, að kona gat
komið fram svo skjótri hefnd,
hugsaði hún sigri hrósandi. Þeg-
ar hann nú bæði hana fyrirgefn-
ingar, þá ætlaði hún bara að
segja hlæjandi: „Nei, góði Ró-
bert, vertu ekki svona hlægi-
legur. Hamingjan sanna, við
höfum aldrei verið annað en
góðir vinir — ég hef að minnsta
kosti aldrei litið öðrum augum
á kunningsskap okkar.“
„Kitty,“ sagði Róbert og horfði
á hana, „Kytty!“
Jæja, svo að nú var hún aftur
„Kitty“. En nú var það of seint.
Hann skyldi komast að raun um
það!
„Ég hef verið meiri grasasn-
inn,“ hélt Róbert áfram í angur-
værum róm. Hann tók hönd
hennar og brosti á þann hátt,
sem hún mundi svo vel — sínu
gamla, góða brosi. „Það er ekki
vegna þessa indæla miðdegis-
verðar þíns, Kitty, en ég meina
það sannarlega, að þú — að þú
ert ....“ Hann yppti öxlum í
vandræðum og gat sýnilega ekki
komið orðum að því, sem hann
ætlaði að segja. „Ég hlýt að
hafa verið orðinn brjálaður af
sulti, annars get ég ekki skilið,
hvernig ég gat hagað mér svona
asnalega.“ Hann vafði hana
örmum, og nú vissi Kitty, að
stundin var komin. — „Kitty —
elsku Kitty, skammaðu mig nú
duglega og fyrirgefðu mér svo.
Viltu það ekki?“
„Jú, elsku Róbert,“ sagði
hún fagnandi. Hún var aftur
Kitty, Kitty hans. Katrín var
horfin, ásamt leifunum af stolti
sínu, og sást ekki síðan.
Kjarnar — Nr. 35
45