Kjarnar - 01.05.1954, Side 48

Kjarnar - 01.05.1954, Side 48
LÖFALESTUR Framhald. Litarháttur handarinnar er mjög mikilvægur. Máttlaus. gulleit, mjög mjúk hönd merkir fals, en sé hún hál viðkomu, köld og lémagna, bendir það á tilfinningaleysi og eigingirni. Sé höndin hvít og slétt og skipti ekki um lit við hitabreyt- ingu, sýnir það eigingirni, ó- mannblendni og kæruleysi gagn- vart óhamingju annarra. Sé hún liðug og svolítið hrukk- ótt, merkir það góðlyndi, skyn- semi, velvilja og tilfinninga- næmi. Sé hún hörð og hrukkótt, þá er um stríðinn mann og þrætu- gjarnan að ræða, sem hefur yndi af að kvelja aðra. einkum ef neglurnar eru litlar og stuttar og húðin vex fram á þær. Hvít og mjúk hönd er vottur um rólega og kyrrláta skapgerð, viðkomandi flýtir sér aldrei og tekur ekki ákvörðun nema að áeggjan annarra. Sé höndin ekki alveg snjóhvít, heldur aðeins litkuð, merkir það skynsemi, hjartagæzku og góða heilsu. Brúnleit, þurr hönd bendir á bráðlyndi, stífni, metnaðargirni og að viðkomandi krefst skil- yrðislausrar hlýðni. Rauðar hendur bera vitni um tilhneigingu til að sjá allt frá björtustu hlið, mikla starfsemi og fórnfýsi. Séu þær aftur á móti dökkrauðar, næstum fjólu- bláar, bendir það á heilsuleysi og ósigrandi værugirni. Margt fólk, einkum konur> er í vandræðum með rauðar hend- ur og leitast við að ráða bót á því, en það er þýðingarlaust. Gulleitar hendur eru vottur um mjög hrifnæma skapgerð með tilhneigingu til að sjá allt frá dekkstu hliðinni og missa fljótt móðinn; þó benda þær æ- tíð til listrænna hæfileika. Mjög dökkar, gulleitar eða grænleitar hendur er að finna hjá bráðu og illgjörnu fólki. Hárvöxtur á höndum Alveg hárlaus karlmannshönd er merki um kvenlegar tilhneig- ingar, einkum ef maðurinn er skegglaus í tilbót. Mjög loðin hönd, með harðan lófa, er merki um heimsku, hæfileikaskort og ruddaskap. Allt of þéttur og óreglulegur hárvöxtur á höndum merkir ó- tryggð í vináttu. Mikill hárvöxtur á öðrum lið þumalfingurs og þriðja lið hinna fingranna er vottur um heil- brigða sál í hraustum líkama, og sé hún jafnfr. hár-rík, merkir það lífsþrótt og gáfur. Frh. 46 Kjamar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.