Kjarnar - 01.05.1954, Page 56

Kjarnar - 01.05.1954, Page 56
Kjarni og kaflar úr sögunni SPENNISTAKKURINN eftir J a c k L o n d o n Darrell Standing prófessor situr í fangelsi, dæmdur til ævilangrar þrælkunar- vinnu fyrir morð á starfsfélaga sínum og skrifar endurminningar sínar: „Ég var staðinn að verki. Nú ætla ég ekki að deila um rétt eða rangt í þessu máli okkar Haskells prófessors. Það var algert einkamál. Það, sem máli skiptir, er þetta, að ég „sá rautt“ í reiðikasti og drap starfsfélaga minn í trylltum berserksgangi...“ Einn af föngunum í fangelsinu finnur upp þá sögu, til þess að koma sér í mjúk- inn hjá yfirvöldunum, að nokkrum fanganna hafi tekizt að smygla dynamiti inn í fangelsið til þess að sprengja það í loft upp, og viti enginn hvar það sé falið, nema Darrell Standing. Standing er pyndaður til sagna, en veit auðvitað ekki neitt. Pyndingartækið er spennistakkur. Einn meðfanga Standings, sem er vin- veittur honum og sjálfur þekkir til spennistakksins af eigin raun, Ed Morrell að nafni, kennir honum aðferð til þess að losna við píslirnar í stakknum. Það er að dáleiða sjálfan sig, deyja hinum svokallaða „skemmri dauða“. Standing tekst þetta, og í dáinu svífur hann óraleiðir í tíma og rúmi og lifir brot úr fyrri tilveru- stigum sínum. Hér fær hið fjöruga ímyndunarafl Londons lausan tauminn, og er bókin að miklu leyti frásagnir af ævintýrum Standings á undangengnum ævi- skeiðum, en rammin eða uppistaðan er vistin í fangelsinu, sem endar með því, að Standing er dæmdur til dauða og færður út til aftöku, ekki þó fyrir morðið, því að fyrir það fékk hann ævilangt fangelsi, heldur fyrir það að slá fangavörð, svo að hann fékk blóðnasir! — Bókin byrjar þannig: ★ Alla ævi hefur mig órað fyrir öðrum tímum, annarlegum stöðum. Mér hefur verið það ljóst, að ég sjálfur hafði margar persónur í mér fólgnar. Og þú, sem lest þessar blaðsíður, sannaðu til, þú hefur fundið þetta sama. Láttu hugann reika til bernsku þinnar, og þú munt verða þess vís, að þessi tilfinning hefur ofizt inn í ævintýr bernskuáranna. Þá var hugur þinn ennþá sveigjanlegur, hafði ekki mótazt í fastar skorður, ekki kristallazt. Sál þín var að skapast, meðvitund og einstaklingseðli að þroskast — þroskast, já, og gleyma! Miklu hefur þú gleymt, og samt sem áður, meðan þú lest þessi 54 Kjamar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.