Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 60

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 60
elska blóm, söng, dans og leik, þeir eru barnslega einfaldir og ham- ingjusamir í gleði sinni, þótt þeir séu villtir og grimmir ef þeir reiðast eða berjast. Eg, Adam Strang, þekki fortíð mína, en virðist ekki hugsa sérlega mikið um hana. Ég læt hverjum degi nægja sína þjáning. Ég brýt hvorki heilann um fortíð né framtíð. Ég er léttúðugur, óvarkár, fyrirhyggjulaus, hamingjusamur blátt áfram af einskærri vellíðan og ofurgnótt líkamlegra krafta. Fiskur, ávextir, plöntur og þang — fullur magi — og ég er ánægður. Ég er í hávegum hafður hjá Raa Kook, sem er æðstur allra; jafnvel Abba Taak, æðstipresturinn, er undir hann gefinn. Enginn maður dirfist að lyfta hendi gegn mér. Ég er tabu — heilagur eins og hið heilaga Kano-hús, þar sem ótal framliðnir konungar Raa Kooks ættarinnar hvíla undir gólfinu. Mér eru kunn öll atvik að því, hvernig ég lenti hér. Ég veit, að ég var hinn eini af öllum skipverjum, sem komst upp á ströndina, en ég kæri mig kollóttan um það. Ef mér yfirleitt verður hugsað aftur í tímann, er það helzt til bernsku minnar heima hjá hinni ensku móður minni með mjólkurhvíta andlitið og hörgula hárið. Það var smáþorp, tylft kofa með torfþaki, sem ég bjó í. Ég heyri aftur þrestina á limgirðingunni og sé aftur bláklukkurnar spretta í eikiskógunum á flosmjúkri grundinni eins og bláar öldur. Og bezt af öllu man ég eftir stórum fola með hárvöxt fram yfir hófliðina. Oft var hann teymdur dansandi og hneggjandi niður mjóar trað- irnar. Ég var hræddur við þessa stóru skepnu og flýði ætíð grát- andi til móður minnar og faldi mig í pilsum hennar. En nóg um það. Ég ætla ekki að fara að skrifa um bernsku Adams Strang. í mörg ár dvaldi ég á þessum eyjum, sem ég vissi ekkert nafn á, og ég var áreiðanlega fyrsti hvíti maðurinn, sem þangað hafði kom- ið. Ég var kvæntur Lei-Lei, systur konungsins, sem var ögn yfir sex fet, og var þessari ögn hærri en ég. Ég var tígulegur á að sjá, herðabreiður, með hvelft brjóst, vel vaxinn. Konur af öllum kyn- flokkum litu á mig með velþóknun — eins og þið heyrið bráðum. í handarkrikunum, þar sem sólin náði ekki til, var ég mjólkurhvít- ur á hörund eins og móðir mín. Ég var bláeygður. Á hári mínu og skeggi var þessi gullna slikja, sem stundum má sjá á myndum af sækóngum Norðurlanda. Já, vissulega hlaut ég að vera af gömlum enskum ættum, og þótt ég væri fæddur í kofa í sveitaþorpi, þá var sjávarseltan í blóði mínu, svo að ég fann snemma leiðina niður að 58 Kjarnar — Nr. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.