Kjarnar - 01.05.1954, Síða 63

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 63
ljót og gömul skúta, þessi Sparwehr; botninn og kjölurinn var vax- inn sjávargróðri, þörungum, þangi og skelfiskum í slíkum mæli, að hún hnaut stöðugt um sjálfa sig. Við gerðum hvað við gátum, en skipið valt bara eins og gamall tréskór, upp og niður, til hægri og vinstri — og að lokum, þegar stormurinn snerist skyndilega á átt- inni, í miðju fárviðri, sem hafði hamast á okkur í fjörutíu og átta stundir, þá rak okkur beint upp að ströndinni. Það var hávetur, og gegnum grenjandi hríðina sáum við af og til grilla í land, sem var allt annað en aðlaðandi. Ströndin, ef strönd skyldi kalla, var eintóm standberg í sjó fram, sem snjórinn náði ekki að festa á. Hvassir og oddmjóir tindar stóðu upp úr sjóðandi brimlöðrinu. Þessa strönd var ekki að finna á sjókortum okkar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var líklegt að íbúarnir væru jafn ógestrisnir og það lítið af landi þeirra, er við sáum. Sparwehr steytti með kinnunginn á rifi. Það var aðdjúpt og rifið gekk snarbratt niður. Bugspjótið brotnaði, þegar við tókum niðri. Framsiglan sömuleiðis og féll upp að klettunum, en stög og kaðlar hrukku sundur sem úr gleri væru. Alltaf hef ég dáðst að Jóhannesi gamla Marteins. Brotsjór velti okkur niður í lest skipsins. Við Jóhannes brutumst aftur upp á þiljur. Hinir komu á eftir, og þar bundum við okkur fasta og tók- um manntal. Við vorum átján eftir. Hinir höfðu sópazt fyrir borð. Jóhannes Marteins þreif í handlegg mér og benti upp til brim- fossanna, sem steyptust yfir okkur af klettunum fyrir ofan. Ég. skildi hvað hann átti við. Tuttugu fetum undir bjargbrúninni lá framsiglan og studdist við snös í bjarginu. Beint upp af snösinni var hellisskúti. Hann vildi vita, hvort ég áræddi að reyna að stökkva af siglutoppnum inn í hellinn. Stundum var bilið tæp sex fet, en stund- um allt að tuttugu, því að siglan rambaði fram og aftur eins og drukkinn maður með skipsskrokknum, þegar hann hófst og hneig. Ég byrjaði að feta mig út eftir siglunni. En hinir biðu ekki boð- anna. Hver á fætur öðrum leysti sig og fylgdi mér í þessa glæfraför. Og það var full ástæða til þess að flýta sér, því hvenær sem var gat Sparwehr runnið niður af rifinu aftur. Ég sætti lagi og hóf mig svo til stökks og lenti á fjórum fótum inni í hellinum, bjóst því næst til að rétta þeim hjálparhönd, sem á eftir kæmu. Það gekk seint. Við vorum gegnblautir og stirðir af kulda eftir sjógusurnar. Og auk Kjarnar — Nr. 35 61

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.