Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 64
þess varð að stökkva með mikilli aðgæzlu og hafa nánar gætur á
veltingi skipsskrokksins og rambi siglunnar.
Matsveinninn stökk fyrst. Honum skrikaði fótur á siglutoppnum
og stakkst á endum í fallinu. Brotsjór molaði hann upp við bjargið.
Káetuþjónninn, skeggjaður maður, rúmlega tvítugur, rann til og
varð milli siglunnar og bjargsnasarinnar. Marðist hann? Lífið marð-
ist úr honum á svipstundu. Tveir fóru sömu leið og matsveinninn.
Jóhannes Marteins skipstjóri var sá seinasti okkar fjórtán, sem
komst inn í hellinn. Einni stundu síðar rann Sparwehr niður af rif-
inu og sökk í djúpið.
Tvo sólarhringa börðumst við gegn dauðanum þarna í bjarginu
og komumst hvorki upp né niður. Þriðja morguninn fann fiskibátur
okkur. Mennirnir voru allir klæddir hvítum, óhreinum búningum,
með sítt hárið vafið upp í skrítinn hnút ofan á höfðinu — merki
þess að þeir voru kvæntir, heyrði ég seinna, og ég komst líka að því,
að mjög þægilegt var að grípa í þennan hnút með annarri hendi,
meðan maður með hinni jafnaði einhver deilumál, sem ekki var
hægt að útkljá með orðum.
Báturinn fór til þorpsins eftir hjálp, og flestir þorpsbúar komu
með öll sín áhöld og mestur hluti dagsins fór í það að koma okkur
niður. Þetta var bláfátækt volæðisfólk; jafnvel sjómannsmagi átti
fullt í fangi með að melta fæðuna, sem það nærðist á. Hrísgrjónin
þeirra voru brún eins og súkkulaði. Auk þess var í þeim börkur og
spýtnabrak og allskonar dularfullur óþverri, svo að maður varð oft
að hætta að tyggja til þess að stinga þumal- og vísifingri upp í sig
og moka út óþverranum. Þeir borðuðu líka eins konar jurtafæðu og
óteljandi heita rétti, óguðlega kryddaða.
Kofarnir þeirra voru úr leir með stráþökum. Undir gólfin voru
leiddar pípur frá reykháfnum í eldhúsinu, til þess að hita upp í
stofunni. Þar lágum við á daginn og hvíldum okkur, meðan við
reyktum tóbak þeirra, sem var létt og væmið, úr .litlum skálum
gegnum álnarlangar pípur. Þeir höfðu líka heitan og súran, mjólk-
urhvítan drykk, sem þurfti að þamba í stórum stíl til þess að finna
á sér. Þegar ég var búinn að drekka marga potta af þessum drykk,
var ég orðinn svo fullur, að ég fór að syngja og hafa hávaða, svo
sem siður er háseta í öllum heimsins álfum. Hinir hresstust við
þetta og fylgdu fordæmi mínu, og svo öskruðum við allir saman,
gleymdum hríðinni, sem ólmaðist úti fyrir og stóð á sama þótt hafið
62
Kjamar — Nr. 35