Helgarpósturinn - 24.06.1987, Síða 15

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Síða 15
hungri." Norðmennirnir í Sachsenhausen fengu annað slagið matarpakka frá norska, sænska og danska Rauða krossinum. Leifur fullyrðir að án þeirra hefði honum aldrei tekist að halda lífi til vors 1945. Hann naut þess að Þjóðverjar héldu að hann væri Norðmaður. En þrátt fyrir þessar matarsendingar hríðhoraðist hann þann tíma sem hann dvaldi i Sachsenhausen. „A morgnana vorum við vaktir upp klukkan fjögur og reknir út í liðskönnun. Að telja allar þessar þúsundir var mikið verk og tók venjulega 1—2 klukkustund- ir, bæði kvölds og morgna. Við urðum að standa alveg hreyfingarlausir. Það var mikil áreynsla, ekki síst á veturna þegar frosthörkur voru miklar. Við vorum illa búnir og sumir hverjir skólausir, einkum eftir að fjölga tók í búðunum. Maður varð oft alveg tilfinningalaus af kulda. Erfiðast var þetta þó fyrir þá veikustu og þá sem komnir voru á efri ár.“ ÞEIR VORU SÍÖSKRANDI Iðnlærðir fangar áttu þess stundum kost að fá þolanlega vinnu í búðunum. Skrifstofu- og verslunarmenn voru hins vegar notaðir í erfiðisvinnu og mátti Leif- ur lengst af gera sér að góðu það hlut- skipti. Hann segir að oft hafi þeim ekki gefist tími til að rétta úr sér „því þeir voru síöskrandi yfir okkur: „Los! los! los!...“ Við vorum vaktir klukkan 4 á morgn- ana og eftir að liðskönnun hafði farið fram var unnið sleitulaust til klukkan 6 á kvöldin. í hádeginu var að vísu gert hlé í „Þennan vetur var ég orðinn svo máttfarinn af næringar- skorti að ég átti orðið erfitt með að standa uppréttur MM viðtal Garðar Sverrisson mynd Jim Smart HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.