Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 74. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjóm Oallaghans felld með eins atkvæðis mun Myndirnar voru teknar síðdegis í jjær: Margaret Thatcher fer frá heimili sínu 1 Chelsea áleiðis til þinghússins. Og á neðri mynd- inni er James Caliaghan að koma út úr forsætisráðherrabú- staðnum í Downingstræti 10 sömu erinda. Þriggja tíma um- ræður voru um vantrauststillög- una áður en gengið var til atkvæða. Ekki samþykkt vantraust á ríkis- stjórn í Bretlandi síðan árið 1924 London, 28. marz. AP. Reuter. „FLOKKUR minn er þeirrar skoðunar að kosningar þoii nú enga bið,“ sagði Margaret Thatcher leiðtogi íhaldsflokksins þegar ljóst var í kvöld að stjórn James Callaghans forsætisráðherra var fallin. Svaraði hann að hragði að hann myndu nú óhikað leggja nálið undir brezku þjóðina. Úrslitin voru í fullkominni óvissu fram á sfðustu stund, þar sem ýmsir smáflokkaþingmenn létu ekki uppskátt um, hvort þeir myndu dragast á að styðja Verkamannaflokkinn. Niðurstaðan varð sú að 311 studdu vantrauststillögu íhaldsflokksins, en 310 greiddu atkvæði með stjórninni. Callaghan tókst að fá til liðs við sig auk 302 þingmanna Verka- mannaflokksins, 2 fulltrúa skozka Verkamannaflokksins, 3 frá Velska þjóðernissinnaflokknum, 2 úr Sam- bandsflokki Ulsters og 1 óháðan þingmanna. Með tillögu íhaldsflokks- ins greiddu atkvæði auk 279 þing- manna þeirra þrettán þingmenn Frjálslyndra, ellefu þingmenn Skozkra þjóðemissinna og átta þing- menn úr Sambandsflokki Ulsters. Sjö sátu hjá, þrjú þingsæti eru ófyllt og fjórir komu ekki til atkvæða- greiðslunnar. Strax og niðurstaða var fengin tilkynnti Callaghan að hann myndi í fyrramálið ganga á fund Elizabethar drottningar og leggja til að efnt yrði til kosninga. Er búizt við að þær verði haldnar 3. eða 10. maí. Það hefur ekki gerzt á Bretlandi síðan 1924, að brezk stjórn hafi fallið í atkvæðagreiðslu um vantraust í þinginu. Það var Ramsey MacDon- ald, fyrsti forsætisráðherra Verka- mannaflokksins, sem þá beið lægri hlut. Atkvæðagreiðslan nú boðar enda- lok fimm ára stjórnartímabils Verkamannaflokksins. Kjörtímabilið hefði ella runnið út í nóvember n.k. Callaghan sem varð 67 ára í gær, 27. marz, hafði virzt trúaður á það, að margra dómi, að stjórn hans myndi halda velli, enda hefur hún oft fyrr lent í kröppum dansi og staðið af sér storma. Samkvæmt skoðanakönnun- um nýlega á íhaldsflokkurinn að vinna kosningarnar með töluverðum yfirburðum fram yfir Verkamanna- flokkinn, eða um 13%. Færi svo yrði Margaret Tatcher fyrsta konan sem gengdi starfi 'forsætisráðherra á Bretlandi. Reuterfréttastofan sagði í kvöld að enda þótt Thatcher hæfi kosninga- baráttuna með drjúgt forskot væri þó af mörgu sýnt að persónulegar vínsældir Callaghans væru meiri en hennar. Ýmsir óttast að henni muni fljótlega lenda saman við hin vold- ugu verkalýðssambönd, og vakin er athygli á því að hún hafi stundum orðið að stríða verulega til að halda athygli þingmanna er hún væri að flytja mál sitt í þinginu. Einnig sé henni ekki lagið að vekja hrifningu almennings á sér og því kunni forsætisráðherraembættið að verða henni ákaflega erfitt. Allt logar í þykkju með sundur- Aröbum Bagdad. 28; marz. Reuter. FULLTRÚAR Sýrlendinga, Libyu og Samtaka Palestínumanna — PLO gengu í kvöld af utanríkisráðherafundi Arabaríkja í Bagdad og neituðu að halda áfram störfum vegna þess að þeim þótti meirihluti fulltrúa sýna alltof mikla linku í garð Egypta vegna undirritunar friðarsamningsins við ísraela. Fulltrúi PLO, Yasser Arafat, varð fyrstur til að láta í ljós reiði sína, en hinir fylgdu svo á eftir. Er þar með kominn upp alvarlegasti ágreiningur í röðum Arabaríkja um langt árabil að sérfræðinga dómi. Fulltrúar þeir sem af fundi gengu sögðust ekki myndu sinna störfum fundarins fyrr en samþykkt hefði verið að refsa Sadat og það svo um munaði. Eftir að þessir atburðir urðu á fundinum komu fulltrúar þeirra 16 ríkja sem eftir voru saman til að freista þess að reyna einhverja málamiðlun. Talsmenn PLO skýrðu ekki ná- Goyamynd á 40 millj. London, 28. marz. Reuter. A MÁLVERKAUPPBOÐI hjá Sotheby ú London var í dag seld lítil olíumynd eftir Goya fyrir um 60 þús. pund eða um 42 millj. fsl. króna. kvæmlega hvaða refsikröfur þeir vildu gera á hendur Egyptum en af ýmsu mátti marka að þær fælust sérstaklega í því að stöðvuð yrði öll efnahagsaðstoð við Egypta og sett yrði á þá algert viðskiptabann. Sjálfur var Sadat hinn vígreifasti í dag er hann ræddi við fréttamenn. Hann sagði að Sýrlendingar og Libyumenn væru að draga saman lið á landamærunum við Egyptaland og Libyu, en það yrði verst fyrir þá sjálfa ef þeir gripu til árása. Hann sagði að Sýrland væri allt á niðurleið og það gaéti reynzt þeim sem og öðrum Arabaríkjum afdrifaríkt ef þau hugsuðu sér að halda til streitu fjandsamlegum aðgerðum gegn Egyptum. Sadat sagði að ekki væri vafi á því að Sovétríkin eggjuðu Libyumenn lögeggjan að láta til skarar skríða. „Geri þeir það verða þeir að taka afleiðingunum,“ sagði Sadat. Hann sagði að hvað sefn Arabar reyndu að gera til að vinna gegn samkomulag- inu þýddi það ekki. „Sögunni verður Dayan færði frið- arsamninginn heim ekki snúið við, en við munum taka því kvíðalausir sem að höndum ber.“ Hann spáði því að næstu tvö ár myndu bera í sér örlagaríkar breyt- ingar í Miðausturlöndum vegna þessa áfanga. Sadat kvaðst ekki loka aug- unum fyrir því að fljótlega myndi á það reyna hversu Egyptar og ísraelar væru undir það búnir að sýna lipurð vegna ákvæðisins um sjálfsstjórn Palestínumanna en það tækist von- andi að leysa. Danska lögfestir Kaupmannahöfn, 28. marz — AP. ÞJÓÐÞINGIÐ danska samþykkti í dag lög, sem framlengja gildandi kjarasamninga í landinu svo til óbreytta í næstu tvö ár. Atkvæði féllu þannig í þinginu að 88 greiddu atkvæði með þessu frumvarpi ríkisstjórnar- innar, 65 á móti, en 21 sat hjá. Voru það þingmenn stjórnarflokkanna. jafnaðarmanna og Vinstri flokksins, og einn óháður þingmaður, sem greiddu frumvarpinu atkvæði, en aðrir voru ýmist á móti eða sátu hjá. Tel Aviv, New York, 28. marz. AP. MOSHE Dayen, utanrikisráðherra ísraels, kom heim þangað { dag og hafði meðferðis samninginn sem undirritaður var í Washington. Dayan var vel fagnað af mörgum en ýmsir létu í ljós efasemdir. f land- nemabyggðum f Sinai reistu menn vegatálmanir á þjóðveginum til að láta í ljós gremju vegna óvissu um framtíðina. Dayan var glaður í bragði er hann lyfti upp plagginu er hann sté út úr vélinni á Ben Gurion-velli við Tel Aviv. Begin og flestir aðrir úr sendinefnd Israels koma heim á fimmtudag og síðan heldur forsætis- ráðherrann til Egyptalands á mánu- dag eins og áformað var. Dayan sagði að menn skyldu gera sér grein fyrir því að þessi samningur kynni að vera upphafið að eins konar bandalagi í Miðausturlöndum, sem gæti orðið hin mesta blessun þegar fram í sækti. Áheyrendapallar Þjóðþingsins voru þétt setnir meðan umræður fóru fram um frumvarpið. Meðal áheyr- enda voru nokkrir atvinnulausir unglingar og ungmenni, og dreifðu þeir flugritum yfir þingsali þar sem þeir mótmæltu þessari skerðingu á samningsrétti. Ríkisstjórnin hafði gripið til þessarar lagasetningar þegar ljóst var að ekkert miðaði í samkomulagsátt í viðræðum laun- þegasambandanna við atvinnurek- endur, og yfir vofði boðað allsherjar- verkfall frá næsta föstudegi 30. marz. Meðan á atkvæðagreiðslunni stóð réttu þingmenn Vinstri-sósíalista, fimm að tölu, upp spjaldi, sem á var letrað stórum stöfum „Nei“, og höfðu uppi mótmælaköll við nokkurn fögn- uð áheyrenda. Forseti þingsins, K.B. Andersen, fyrrum utanríkisráðherra, áminnti þessa þingmenn, og líkti framkomu þeirra við ástandið í Þýzkalandi er leiddi til valdatöku nazista. Sagði hann að þesskonar hegðan gæti haft alvarlegar afleið- ingar. Mikið hefur verið um skyndiverk- föll í Danmörku að undanförnu, og í dag lögðu um 30 þúsund starfsmenn dagheimila í landinu niður vinnu. Olli það miklum truflunum, því í dagheimilunum eru að jafnaði um 180 þúsund börn, og þurftu foreldr- arnir að finna þeim aðra dvalarstaði, eða taka þau með í vinnuna, en sitja , heima ella. Ekki er reiknað með að nýju lögin stöðvi skyndiverkföllin. Ríkisstjórn Ankers Jörgensens lagði frumvarpið fram sem mála- miðlun í deilum launþega og atvinnu- rekenda. Atvinnurekendur hafa hald- ið því fram að kauphækkanir kæmu ekki til greina, en launþegasamtökin telja hinsvegar að kaupmáttur launa hafi rýrnað mjög. Verkalýðssamtök- in fengust til að samþykkja þetta stjórnarfrumvarp, en önnur laun- þegasamtök — aðallega samtök opin- berra starfsmanna — telja sig svikin. Ríkisstjórnin heldur því fram að þjóðin hafi ekki ráð á kauphækkun- um vegna stöðugs óhagstæðs greiðsluj öfnuðar. Sprengjuárásir á Kampala Nairobi, 28. marz. Reuter. HERSVEITIR Tanzaniu og sveit- ir andsnúnar Amin Úgandafor- seta gerðu í kvöld harðar sprengjuárásir á Kampala höfuð- borg landsins í fyrsta skipti. Útvarpið í Úganda sagði frá þessu og bætti við að árásarsveitirnar væru í aðeins 16 km fjarlægð frá höfuðborginni. Útvarpið var beiðni frá Amin til sér vinveittra að senda tafarlausa aðstoð í „hvaða mynd sem væri“. Nánari fregnir höfðu ekki borizt síðla kvölds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.