Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Magnús L. Sveinsson: Fækkun lóðaúthlutana er tilræði yið húsnæðislausar fjölskyldur Sjálfstæðismenn leggja fram tillögu um úrbætur í húsnæðismálum EINS og kunnugt er aí fréttum mun talsverður samdráttur verða í verklegum framkvæmdum í Reykja- vík í sumar. í ræðu borgarstjóra við afgreiðslu fjárhagsáætlunar kom fram, að unnið verður við nýbyggingu gatna í Selási, verzlunarhverfinu í Mjódd- inni, hugsanlega Seljahverfi, 14. áfanga, Elliðavogi, Bfldshöfða og gatnatenging af Vesturlandsvegi við iðnaðarhverfið á Ártunshöfða. Borgarstjóri sagði, að fyrri framkvæmdaáform hefðu verið skorin mjög tilfinnanlega niður og kæmi það m.a. fram í því, að færri byggingarlóðir yrðu til úthlutunar en ella. Magnús L. Sveinsson kvaddi sér hljóðs af þessu tilefni og flutti eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir því, að lóðaúthlutanir munu stórlega dragast saman á þessu ári og verða minni en nokkru sinni áður. Er útlit fyrir, að ekki verði úthlutað fleiri lóðum en fyrir 100 íbúðir á árinu. Er það langt undir meðaltali þess íbúða- fjölda sem talið er nauðsynlegt að byggja árlega. Borgarstjórn sam- þykkir því að flýta sem unnt er undirbúningi væntanlegra bygg- ingarsvæða og verði að því stefnt, að úthlutun lóða verði í sem mestu samræmi við íbúðaþörf. I þessu sambandi ítrekar borg- arstjórn fyrri samþykkt frá 4. des. 1975 varðandi undirbúning nýrra byggingarsvæða og áætlanagerð varðandi úthlutun lóða. Sérstök áherzla verði lögð á, að úthlutun lóða verði sem jöfnust milli ára og þess gætt að í hverri úthlutun verði sem flestar gerðir húsa. Þess verði gætt að hverfa ekki frá því fyrirkomulagi, sem hér hefur verið í borginni, að götur verði fullfrágengnar áður en bygg- ingarframkvæmdir hefjast. Jafn- framt fari lóðaúthlutun fram með góðum fyrirvara eins og verið hefur, þannig að byggjendum gef- ist góður tími til undirbúnings og að þeir geti í framkvæmdum sín- um hagnýtt sér bezta fram- kvæmdatíma ársins, þ.e. sumarið. Byggingarsvæðum verði í meira mæli en gert hefir verið úthlutað til byggingaraðila í samvinnú við heildarsamtök þeirra. Slíkar út- hlutanir séu gerðar áður en til deiliskipulags ketnur og fái sam- tök væntanlegra byggjenda að vera með i ákvörðun um gerð skipulagsins. Reykjavíkurborg taki nánari ákvörðun um lóða- fjölda til hvers byggingaraðila þegar skipulag liggur fyrir. Hraðað verði staðfestingu aðal- skipulags Reykjavíkur frá 1977 og hafist verði handa sem fyrst um deiliskipulag einstakra svæða. I sambandi við endurnýjun eldri hverfa: Stefnt verði að því, að Reykja- víkurborg leggi fram ákveðna upp- hæð á ári hverju sem notuð verði til þess að vinna að betri nýtingu eldri borgarhverfa, sem vegið gæti eitthvað á móti lítilli lóðaúthlutun Magnús L. Sveinsson á næstu árum. Að þessu verði unnið á eftirfarandi hátt: 1. Komið verði á samstarfs- nefnd borgarinnar og samtaka byggingariðnaðarmanna, sem hafi það hlutverk að móta stefnu í þessum málum og gera tillögur um aðgerðir. 2. Hraðað verði könnun á því hvar helzt sé hægt að ná fram betri nýtingu í borginni (í hvaða borgarhverfum). 3. Komið verði á í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík og Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins námskeiðum sem gerðu byggingamenn hæfari í að sinna viðhaldi og endurnýjun eldri húsa. Oskað væri eftir samvinnu við Húsnæðismálastofnun ríkisins um veitingu fjármagns til endurnýj- unar eldra húsnæðis." Magnús L. Sveinsson sagði, að nú horfði mjög alvarlega í bygg- ingariðnaði í Reykjavík. Sýnt væri að stórlega yrði dregið úr lóðaút- hlutunum. Hann sagði, að 100 íbúðir væru langt undir þeirri þörf sem væri fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Reykjavík. F jölmenni í dagvistunar- göngu og útiskemmtun UM 1.000 manns tóku þátt í svonefndri dagvist- argöngu sem efnt var til í Reykjavik sl. laugardag. Gengið var frá Hlemm- torgi niður Laugaveg og staðnæmst á Lækjartorgi þar sem fram fór útiskemmtun. Dagskrá útiskemmtunarinnar var í stórum dráttum þannig, að Ljóðfélagið flutti barnalög, söngsveitin Kjarabót og Barna- lagasönghópurinn sungu nokkur lög og sýndur var kafli úr leikriti Herdísar Egilsdóttur, Gegnum holt og hæðir, sem Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir. Að þessari dag- vistargöngu stóðu ýmis félaga- samtök, t.d. Félag einstæðra foreldra, Framfarafélag Breið- holts III, Sjúkraliðafélagið, Stéttarfélag, félagsráðgjafa, 8. marz hreyfingin, Ibúasamtök Vesturbæjar og Þingholts, Rauðsokkahreyfingin o.fl., alls 12 félög. Að sögn Nönnu Atla- dóttur sátu fulltrúar félaganna í undirbúningsnefnd fyrir þessa göngu og var aðalkrafa hennar: Næg og góð dagvistarrými fyrir öll börn. Nanna kvað ráðgert að annar þáttur þessarar kröfu yrði undirskriftasöfnun þar sem stefnt væri að söfnun 15—20 þúsund undirskrifta meðal Reykvíkinga til að leggja áherzlu á þessa kröfu. Myndirnar voru teknar aí göngunni og útiskemmtuninni á Lækjartorgi um helgina. Ljósm. Þórir Helgason ’fcMl f§£ I Markús örn Antonsson. Eitt sinn hefði Kristján Bene- diktsson sagt í ræðu í borgarstjórn að lóðaúthlutanir fyrir 7—800 nýjar íbúðir árlega væru nauðsyn- legar í Reykjavík. Augljóst væri hver munurinn væri á 100 og þeirri tölu. Byggingariðnaðurinn væri í raun í stórhættu. Það hefði keðjuverkanir. Magnús sagði, að undanfarin ár hefði minnihlutinn gagnrýnt harðlega, að ekki væri nægilega stórar lóðaúthlutanir hverju sinni. Síðast hefði verið úthlutað lóðum undir 522 íbúðir. Magnús L. Sveinsson sagði, að fækkun lóðaúthlutana væri bein- línis tilræði við húsnæðislausar fjölskyldur. Að meðaltali hefði verið byrjað á 621 íbúð árlega sl. 4 ár. Þá þyrfti að auka úthlutanir fyrir einbýlishús og raðhús. Björgvin Guðmundsson (A) sagði, að í tillögu sjálfstæðis- manna væri margt sem þeir í meirihlutanum gætu tekið undir. En stór galli á tillögunni væri, að ekki væri getið hvernig afla ætti tekna til allra framkvæmdanna. Björgvin sagði, að niðurskurður nýframkvæmda hefði reynst óhjá- kvæmilegur. Hann sagði mál- flutning sjálfstæðismanna vera tvískinnung. I raun væri ýmislegt hægt að gera til þess að reyna að koma byggingarframkvæmdum af stað og væri ýmislegt í athugun. Björgvin Guðmundsson. Mikil vinna yrði í Selási fyrir byggingarmenn. Um síðari hluta tillögunnar væri að segja, að það væri endurtekning á tillögu frá meirihlutanum. Þá nefndi Björg- vin, að Byggung hefði látið í ljós áhuga á gatna- og holræsagerð í nýju hverfi og hefði félagið boðist til þess að taka á sig hluta af kostnaði við gatna- og holræsa- gerð. Hlyti slíkt tilboð að koma til sérstakrar athugunar í þeirri fjár- magnskreppu sem borgin væri nú í. En engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um ráðstöfun nýrra byggi ngarsvæða. Hugmyndin um endurnýjun og viðhald á gömlum húsum væri athyglisverð. A þess konar vinnu og framkvæmdum væri vissulega mikil þörf. í tillögu sjálfstæðis- manna væru mörg atriði sem þyrftu athugunar við og legði hann því til, að tillögunni yrði vísað til borgarráðs. Markús Örn Antonsson sagði mjög slæmt, ef borgarbúar ættu yfir höfði sér lélegri gatnagerð á valdatíma vinstri manna. Ekki væri annað fyrirsjáanlegt en tekið yrði skref aftur á bak í gatnagerð Reykjavíkurborgar. Hann lagði áherzlu á, að þetta væru mörg atriði, sem vissulega væru háska- leg fyrir fjölda Reykvíkinga. Magnús L. Sveinsson sagðist geta fallist á, að tillögunni yrði vísað til borgarráðs. Nágrannasveitarfélögin greiði einnig til Sin- fóníuhljómsveitarinnar Við afreiðslu á fjárhagsáætlun bókuðu. að þeir styddu þetta í borgarinnar lækkaði fjárveiting trausti þess, að nágrannasveitar- til Sinfóníuhljómsveitarinnar úr félögin myndu svo greiða mis- 90 milljónum í 71. Borgar- muninn eins og rætt hefði verið fulltrúar Sjálfstæðisflokksins um. Leiðrétting Fyrir nokkru rugluðust nokk- uð tölur í f járhagsáætlun borgar- innar en þær eru þannig: Tekjur: Milljónir Tekjuskattar 11.600 Fasteignagjöld 3.400 Ýmsir skattar og arður 650 Framl. úr J.sj. 2.300 Aðstöðugjöld 3.900 Gatnagj. og fl. 730 Aðrar tekjur 1.300 Samtals 23.900 Gjöld: Milljónir Stjórn borgarinnar 800 Brunamál 320 Fræðslumál 2.820 Listir íþr., útiv. 1.550 Heilbrigðismál 2.150 Félagsmál 4.830 Fasteignir 130 Önnur útgjöld 620 Gatnagerð 2.970 Launahækkanir 1.050 Eignabreytingar 6.670 Samtals 23.900 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.