Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskríftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Semjum frið á yísitöluvigstöðvum Yísitölutenging launa, kostir hennar og gallar hafa lengi veriö eitt helzta umræðuefni manna hér, þegar fjallað er um hinn eilífa verðbólguvanda þjóðarinnar. Það er út af fyrir sig umhugsunarefni fyrir okkur hversu heltekin við erum af þessum verðbólguvanda þannig að önnur málefni eru alls ekki rædd. Á ýmsu hefur gengið í vísitölutengingu launa síðustu tvo áratugi og margar leiðir hafa verið reyndar í þeim efnum. Þegar Viðreisnarstjórnin kynnti efnahagsstefnu sína á árinu 1960 var það einn þáttur hennar að afnema þessa tengingu með öllu. Afleiðing þess varð sú, að kjarasamningar voru gerðir til skamms tíma í senn og órói á vinnumarkaði nokkuð stöðugur. Á árinu 1964 hvarf Viðreisnarstjórnin frá þessari stefnu og með hinu fræga júnísamkomulagi það ár var vísitölutenging launa tekin upp á ný. Full vísitölutenging launa stóð þá í rúmlega þrjú ár eða frá því í júní 1964 til 1. desember 1967. Þá var kreppa að skeila yfir íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf og þá voru lagaákvæði um vísitölutengingu launa afnumin en Viðreisnarstjórnin tilkynnti, að aðilar vinnumarkaðar ættu sjálfir að semja um það, hvernig þessari tengingu yrði háttað. Nýir kjarasamningar voru gerðir í marz 1968. Með þeim var samið um fulla vísitölu á lægstu laun, sömu krónutölu á laun, sem voru nokkuð fyrir ofan lægstu laun en enga verðtryggingu á hærri laun. í maí 1969 voru enn gerðir kjarasamningar og voru þá verðbótaákvæði samninga rýmkuð nokkuð þannig, að um 75% verðhækkana voru bættar. í júní 1970 var svo samið um fullar verðbætur á laun á ný. Hafði þá vísitalan verið skert að verulegu leyti í tvö og hálft ár. Full vísitöiutenging launa var svo í gildi þar til 1. júní 1974 þegar vinstri stjórnin, sem þá sat, tók hana úr sambandi með bráðabirgðalög- um. Þar voru að verki Framsóknarflokkur og Alþýöubandalag. Framan af stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar var beitt ýmiss konar láglaunabót- um en í júnísamningunum 1977 var enn samið um fulla vísitölutengingu launa og nú stífari en nokkru sinni fyrr. I febrúar 1978 var gripið til þess ráðs að skérða vísitölutengingu launa á ný þó þannig, að skerðingin var afar iítil á lægstu laun og sú skerðing alveg afnumin með maílögunum. Síðan hefur vísitalan verið skert hvað eftir annað með ýmsum hætti, þak sett á hana og fleiri aðferðum beitt, sem óþarft er að rekja, þar sem þær eru fólki enn í fersku minni. Eins og þessi saga síðustu 20 ára sýnir, hefur hvað eftir annað verið gripið til þess ráðs í baráttu við verðbólgu að skerða vísitölubindingu launa. Það hefur ýmist verið gert með lagasetningu eða beinum samningum milli aðila vinnumarkaðarins. Þróunin hefur jafnan verið sú, að stefnt hefur í fulla vísitölu á ný eftir skerðingartímabil. Það er sama, hvort sett er þak á vísitöluna eða öðrum aðferðum beitt, hún leitar alltaf í sama farið á ný. Þann lærdóm má draga af þessari tveggja áratuga sögu vísitölunnar, og sjálfsagt á það einnig við ef lengra er leitað aftur í tímann, að skerðing kaupgjaldsvísitölu með einum eða öðrum hætti geti ekki verið árangursrík nema í tiltölulega skamman tíma. Er ekki kominn tími til að horfast í augu við þessar staðreyndir? Morgunblaðið hefur hvatt til þess, að frjálsir kjarasamningar verði teknir upp á nýjan leik. Málflutningur verkalýðsforingja að undanförnu sýnir, að þeir hafa mikið lært. Þeim er því væntanlega treystandi til að beita því mikla valdi, sem þeir hafa yfir að ráða til þess að gera skynsamlega kjarasamninga. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir séu tilbúnir til þess að gera margvíslegar breytingar á vísitölutengingu launa frá því, sem var í samningunum sumarið 1977. Það er því rík ástæða til að láta á það reyna, hvort verkalýðshreyfing og vinnuveitendur geta náð samningum um skynsamlega vísitölutengingu, sem líkleg er til að geta staðið til nokkurrar frambúðar og þar með tryggt nokkra festu og öryggi á vinnumarkaði. Ekki er ástæða til að ætla annað, þegar yfirlýsingar verkalýðsleiðtoga nú eru hafðar í huga, en að slíkir samningar geti tekizt. Það kann ekki góðri lukku að stýra að Alþingi og ríkisstjórn taki á þriggja mánaða fresti ákvörðun um það hvað kauphækkun eigi að vera mikil. Jafnframt geta stjórnvöld og þ.á.m. stjórnmálamenn snúið sér að baráttu við verðbólguna á öðrum vígstöðvum en vísitöluvígstöðvunum. Þeir geta snúið sér að því annars vegar að koma stjórn peningamála í það horf, að hún kyndi ekki undir verðbólguna eins og gerzt hefur árum saman. Forsenda þess er að taka upp frjálsræði í vaxta- og verðtryggingamálum, eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til og þingmenn Alþýðuflokksins raunar einnig með raunvaxtastefnu sinni. I þessum efnum ber ekki mikið á milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks. Þeir geta líka snúið sér að þvi að vinda ofan af ríkisbákninu en útþensla þess er ein helzta ástæðan fyrir því, hvað verðbólgan hér er mikil. I stuttu máli er tími til kominn að semja frið á vísitöluvígstöðvunum og hefja hernaðaraðgerðir gegn verðbólgunni á öðrum vígstöðvum. Á þessum forsendum lítur Morgunblaðið svo á að frumvarp það, sem Olafur Jóhannesson hefur lagt fyrir Alþingi, sé einskis nýtt til þess að hemja verðbólguna. Með því er enn vegið í sama knérunn. Reynslan sýnir okkur að árangur næst ekki með þessum aðferðum. Þær eru úreltar og úr sér gengnar. Nú þarf að reyna aðrar aðferðir. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur ekki gert sér grein fyrir þessu og Alþýðuflokkurinn er staðnaður í gömium viðhorfum vegna annarlegra áhrifa. Þess vegna mun þessi ríkisstjórn engum árangri ná í viðureign gegn verðbólgunni. íslenskum idnfyrirtækjum boðið gull og grænir skógar i írl Einn aðili þegar ái inn að flytjast uta ÍSLENSKUM jðnfyrir- tækjum er flytjast vilja til írlands stendur margvísleg fyrirgreiðsla til boða af hálfu yfirvalda þar í landi, auk skattfríðinda. Nýlega var hér á landi á ferð fulltrúi stjórnar írska lýðveldisins til að kynna það sem í boði er, en þegar hefur einn aðili ákveðið að flytjast yfir hafið og setja á stofn fyrirtæki í írlandi. Er það Guðbjartur Einarsson hjá Véltaki í Hafnarfirði sem fer utan. Munu hann og fjölskylda hans fara nú í byrjun apríl. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðbjartur þó, að fyrir- tækið myndi starfa áfram, enda hefði það skuld- bindingum að gegna gagnvart sínum viðskiptavinum hér- lendis. Þá væri heldur ekki svo auðvelt að flytja steininn í húsunum milli landa, og ekki tæki því að flytja út gamlar vélar. Þá væri gjaldeyris- reglum einnig þann veg farið hér á landi að hann gæti aðeins tekið með sér ferða- gjaldeyri eins og hver annar ferðamaður sem fer utan í sumarleyfi. Fyrirtækið í Hafnarfirði yrði því ekki lagt niður í bráð, hvað sem síðar kynni að verða. Sem fyrr segir kvaðst Guðbjartur fara utan með fjölskyldu sinni, og einnig hefði hann von um að tveir til þrír menn kæmu á eftir út til vinnu í fyrirtækinu. Astæðuna fyrir þessum flutningi sagði Guðbjartur vera þá, að úti byðust sér möguleikar sem æskilegt væri Guðbjartur Einarsson fyrir framan fyrirtæki sitt í Hafnarfirði, en í næsta mánuði flytst hann búferlum ásamt fjölskyldu sinni til írans. Ljósm: Kristján. Hafnarfjördur: Málið þokaðist í rétta átt — segir Einar Þ. Mathiesen um fyrirhugada lóðaúthlutun MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Einar Þ. Mathie- sen til að heyra viðbrögð hans eftir afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnaríjarðar á fyrirhugaðri lóðaúthíutun við Suðurgötu. Hafði Einar eftirfarandi um málið að segja: „Ég verð að segja að málið þokaðist í rétta átt, þótt hins vegar að ég hefði heldur kosið að það gæti verið enn opnara og þar á ég við að binda sig ekki við einn valkostanna heldur halda þeim sem flestum inni í mynd- inni. Fyrri hluta tillögu bæjarráðs var gjörbreytt, en ég tók eftir því að því miður hafði fallið niður hluti úr nýju tillögunni sem endanlega var samþykkt, við birtingu í Mbl. í gær, en fyrri hluti tillögunnar er réttur þann- ig: „I framhaldi af athugunum og niðurstöðu skipulagsnefndar á staðsetningu húss fyrir embætti bæjarfógeta og skattstofu í Hafnarfirði, samþykkir bæjar- stjórn að lýsa yfir þeim vilja sínum að veita fjármálaráðu- neytinu lóð fyrir húsið á svæðinu sunnan gamla Sýslumannshúss- ins við Suðurgötu, þó með þeim fyrirvara að áður en endanlega verður gengið frá lóðaveit- ingunni, þá láti fjármálaráðu- neytið gera í samráði við skipu- lagsfulltrúa bæjarins, tillögur að mæliblaði á svæðinu, þar sem ákvörðuð yrði staðsetning og útlínur byggingarinnar, hæð hennar, þakhalli og fleira. Þess- ar tillögur verði síðan lagðar fyrir byggingarnefnd, skipulags- og umferðarnefnd til umsagnar og niðurstöðurnar kynntar bæj- arbúum, en að því loknu mun bæjarstjórn taka endanlega ákvörðun um staðsetningu húss- ins á þessum stað.“ — Það má sérstaklega benda á að í þessari samþykkt bæjar- stjórnar er lóð ekki úthlutað nú þegar heldur skal fjármálaráðu- neytið leggja teikningar fyrir byggingarnefnd, skipulagsnefnd og umferðarnefnd til umsagnar og niðurstöður kynntar bæjar- búum áður en bæjarstjórn tekur málið til endanlegrar ákvörðun- ar. Það var mjög mikilvægt að þetta skyldi nást inn í sam- þykktina. — Ég greiddi atkvæði gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.