Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 41 fclk í fréttum VERSLUNIN PFAFF Skólavörðustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788 MOKKA skinnavörur Jakkar, Kápur, Húfur, Lúffur. Ný sending m.a. í gráum lit. RAMMAGEPD1NÆ HAFNARSTRÆTI 19 10 - 20% AFSLÁTTUR + Gegn kópadrápi. — Dýra- vinir vestur í Ameríku kom- ust í heimsfréttirnar fyrir skömmu. Þeir fóru á slóðir selveiðimanna þar vestra til að koma í veg fyrir sel- veiðar þeirra á ísnum með því að úða kópana litarefni, sem eyðilagði hvítan skinn- feld kópanna fyrir veiði- mönnunum. Á myndinni er einn þessara manna með selkóp í fanginu. Hann heit- ir Amory og er formaður sjóðs í borginni Cleveland í Ohio, sem styrkir dýra- verndarmálefríi. Hann er hér um borð í skipi kópa- vina er þeir fóru ístríðið við selveiðimennina, en það heitir „Sea Shepherd". + í konungsveizlu. — Fyrir nokkru héldu sænsku konungs- hjónin kvöldboð. Meðal gesta voru ABBA-söngvararnir. Þau höíðu ekki tekið lagið fyrir nærstadda, en meðal þeirra var fyrrum forsætisráðherra, Palme. Þessi mynd er af ABBA-parinu Agnetu og Björn Ulvaeus. Þau „mættu til leiks“ eins og ekkert hefði í skorizt hjá þeim. — Þau hafa annars undanfarið staðið í skilnaðar- máli. Á því hafði þó ekki borið í konungsveizlunni. — Bjössi kallinn er kominn með nýja vinkonu upp á arminn, sést tíðum með henni á nætur- skemmtistöðum Stokkhólms- borgar. Er það tungumálahest- ur, sem auk þess hraðritar á ensku, frönsku þýzku og sænsku að sjálfsögðu! Þessi kærasta söngvarans heitir Lena Kallersjö, þrítug að aldri. + Frelsissvipting! Þessi AP-mynd er tekin fyrir nokkru í Teheranborg. Það er pólitískur fangi yfirvaldanna sem hér er leiddur með bundið fyrir augun til fangelsisvistar f Qasr-fangels- inu. — Þar eru 4000 fangar sagðir vera í haldi um þessar mundir. + Þetta er annar tveggja helztu foringja Palestínumanna, marxistinn dr. George Habash. Hann er hér á miklum hitafundi með blaðamönnum í Beirut (eins og sjá má). Þar gerði hann harða hríð að Bandaríkjamönnum. Hafði það reyndar ekki komið neinum nærstödd- um á óvart því hann fjallaði um stefnu Banda- ríkjamanna í Austur- löndum. Nýjasta rakvélin frá Braun er einhver skemmtilegasta gjöf, sem hægt er að hugsa sér. Braun rakvélin hefur fengið bestu meðmæli neytendablaða um allan heim fyrir gæði, enda er rakvélin framleidd af sérfræðingum, sem hafa allra nýjustu tækni í þjónustu sinni. Braun er sannkölluð alvöru rakvél. Örþunn, platínhúðuð rakblöð, góður bartskeri, falleg hönnun, hleðslubúnaður eða bein tenging, mjór og þægilegur haus og tæknilega fullkomin smíði hafa sett Braun rakvélarnar í algjöran sérflokk. Braun rakvélin fæst í mörgum útgáfum — við allra hæfi. Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta. Alvörurakvél fráBRAUN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.