Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 39 Guðríöur Ólafsdótt- ir—Minningarorð Kenedys míns. Ég sakna mikið að geta ekki talað við Nönnu oftar um kisurnar, hún hafði kunnáttu um Síamskisur, því miður eru það alltof fáir, sem geta það hér. Síðast um daginn sagði ég við Nönnu að hún ætti að skrifa bók um líf sitt, ég hafði áður oft nefnt þetta við hana, hún sagði alltaf: „Hvern langar til að lesa um mig?“ Nanna talaði lítið um sjálfa sig, hún var mjög hógvær, prúð og kurteis kona, það litla sem hún sagði mér um sjálfa sig, fannst mér viðburðarríkt. Ég vissi að hún hafði frá mörgu að segja, en svona er víst lífið. Við töluðum oft um annað líf, endurholdgun, heilbrigt fæði. Nanna hélt því fram, að að deyja væri ekki annað en að fara úr einu herbergi í annað. Innilegar samúðarkveðjur til Björns, Guðrúnar, Svanhvítar og systkina, kisanna og nemenda Nönnu. Hittumst í hinu herberginu, og þá getum við tekið upp þráðinn að nýju. Hvíl í friði og ró. Guðrún Á. Símonar. Elskukega og fallega föðursystir mín — Nanna — er dáin. Hún á eins og systkini hennar öll svo stóra sess í hjarta mínu. Það hafa alltaf verið yndislegar stundir í þeirra hópi. Hvað ég þrái að mega heyra aftur hljómfagra rödd Nönnu í dyrunum heima hjá mér eins og um jólin, þegar fjölskyldan kom saman. Eins og svo oft áður var Nanna þá glöð og kát, og smitandi hlátur hennar fyllti stofuna. Hún var ekki vön að láta bilbug á sér finna, þótt eitthvað bjátaði á, heldur miðlaði öðrum hljýju og elsku. Mér er sérlega minnisstæð sam- verustund, sem ég átti með Nönnu fyrir mörgum árum síðan. Við sátum tvær einar dálitla stund í stofunni hjá foreldrum mínum, ég hálffeimin við frænku mína, söng- konuna, sem hafði átt heima svo lengi í útlöndum. Tal okkar barst að stríði og hörmungum þess. Við að hlusta á frásögn frænku minnar af hennar eigin reynslu, opnaðist mér þarna innsýn í ýmis- legt, sem ég hafði ekki gert mér fyllilega grein fyrir áður. Hún varð innlyksa öll stríðsárin í Þýskalandi, og hafði orðið fyrir biturri go ægilegri reynslu. Viðbjóður á stríði fyllti huga minn. Hún lýsti fólkinu heima fyrir, sem þjáðist, ekki síður en hermennirnir á vígvellinum. Mér varð ljóslifandi barátta þeirra við að halda sér á lífi, erfiðleikar við fæðuöflun, sjúkdómar, óttinn við loftárásir, missir ástvina á víg- völlinn og í fangabúðir. Nanna og Björn voru ákaflega samhent og studdu hvort annað vel og dyggilega í lífsbaráttunni. Líf söngkonu er aldrei átakalaust. Þar skiptast gjarnan á skin og skúrir eins og er reyndar í lífi flestra, en þó eru kannski mun meiri sviptivindar hjá listafólki. Björn er sjálfur listamaður og skildi því til fullnustu þá erfið- leika, sem við var að etja. En Nanna var líka sjálf gædd mikilli þrautseigju og frábærum dugnaði. Líf Nönnu og Björns tók stakka- skiptum fyrir nærri 6 árum síðan, þegar Gunna flutti til þeirra. Ég er ekki í vafa um, að þessi breyting var það besta, sem gerðist í lífi Nönnu síðustu árin. Gunna varð sólargeislinn á heimilinu og sameiningartákn. Samband Nönnu, Björns og Gunnu var svo fallegt og svo einlægt og einkennd- ist bæði af tryggum fjölskyldu- böndum, og jafnframt voru þau hvert öðru sannir vinir og félagar. Það var mikill gagnkvæmur söknuður hjá þeim í vetur, þegar Gunna fór til náms í Vín. Ég hef alltaf verið hugfangin af gamalli mynd af Nönnu, þar sem hún situr og spilar á hörpu. Ég veit að það hefur verið henni mikið gleiðefni, að Gunna byrjaði að læra á hörpu hjá henni, og ákvað síðan að halda áfram á þeirri braut. Ég vonaði alltaf, að við ættum eftir að hafa Nönnu miklu lengur á meðal okkar. Það er erfitt að skilja og sætta sig við, þegar svo snöggleg er klippt á lífsþráðinn eins og raun varð á núna. Skarðið eftir Nönnu verður aldrei nokkurn tíma fyllt. Ég kveð hana með sárum söknuði. MAJA. Kveðja frá nemendum Nanna Egils Björnsson kennari okkar og vinur er látin. í hörmulegu slysi er endir bund- inn á líf og starf elskulegs vinar, frábærs kennara og listakonu. Við svo óvænta harmafregn er eins og ský dragi fyrir sólu. Hugurinn lamast og við trúum tæpast slíkum ógnartíðindum. Við munum ekki framar njóta tilsagn- ar og uppörvunar hennar, sem var eins og neisti sjálfrar lífsgleðinn- ar. Oft hefur verið sagt um sanna listamenn, að þeir gæfu list sinni allt. Sé hægt að segja það um einhvern, getum við sagt það um Nönnu, sem var okkur alt í senn blíður og harður húsbóndi og öruggur leiðsögumaður á þeim torsótta vegi sönglistarinnar, sem hún sjálf hafði fetað. Hvort sem við vorum að taka fyrstu skrefin eða farin að líta lengra fram á veginn greypti hún í hugi okkar lotningu fyrir þessari æðstu list allra lista. Auðmýktin gagnvart listinni átti að vera aðalsmerki sannra listamanna. Við erum ekki lista- menn, heldur leir sem listamaður var að móta. En af auðmýkt þökkum við á kveðjustund ára- langa samfylgd, fölskvalausa vináttu, óþreytamdi þolinmæði og sífellda uppörvun þótt okkur gengi misjafnlega. Allt þetta og miklu meira þökkum við nú. Við blessum minningu hennar og biðjum algóðan Guð að styrkja eiginmann hennar og alla ástvini í þeirra sáru sorg. Kveðja frá Söngr- skólanum í Reykjavík. I dag, 29. marz, er til grafar borin frú Nanna Egils Björnsson söngkona, einn af vorboðunum að stofnun Söngskólans í Reykjavík fyrir 6 árum. Hún gerðist þar þegar kennari, og síðan hefir starf hennar verið að laða fram og þroska þá hæfi- leika, er hún fann meðal þeirra nemenda er til skólans leituðu, ósérhlífin, samvizkusöm, en um- fram allt vinur þeirra bruma er hún fann nýtileg til lífs. Hana dreymdi drauma um grósku sumars á listaakri íslenzkra söngvara og leit á sig sem einn vorgeislanna er það sumar vekur. Fyrir það er innileg þökk borin fram í dag, er við göngum á vit litríks sumars, þökk frá samkennurum og nemendum fyrir þær stundir allar er hún gaf þeim til heilla. Veri hún Guði falin og styðji hann ástvini hennar í erfiðri reynslu. Garðar Cortes. Það var í síðustu viku, að mér barst sú frétt, að Guðríður Ólafs- dóttir hefði kvatt þennan heim og okkur öll með hægu andláti og horfið á vit þeirrar veraldar, sem kærleikurinn býr og vorið er eilíft. Kveðjustundin var róleg. Hennar milda hjarta var stanzað, en eftir var minningin um sæmdarkonu, sem fórnað hafði lífi sínu og kröftum fyrir aðra, skylda sem óskylda. Hún sem alla tíð hafði verið svo ung, að maður tók varla eftir hinum háa aldri, var að kveðja. Eftir andlátsfregnina var mér gengið út að glugganum og virti fyrir mér spegilsléttan hafflötinn með sundin blá. I baksýn var þó snæviþakin Esjan, sem minnti mann enn á kulda og harðindi. Þannig var líf hennar, ljúft og blítt, stundum hart og miskunnar- laust. Virðing mín fyrir öllu henn- ar fasi, lífsþrótti, gleði og gæðum hvetur mig til að setja þessi fátæklegu kveðjuorð á blað. Guðríður Ólafsdóttir var fædd að Presthúsum á Kjalarnesi 17. júlí 1895 og voru foreldrar hennar hjónin Þórunn Gunnarsdóttir og Ólafur Helgason bóndi þar. Fluttu þau til Reykjavíkur eftir aldamót- in og' bjuggu lengst af að Berg- staðastræti 8. Bjó Guðríður með foreldrum sínum meðan þau lifðu og annaðist um þau, en Ólafur lézt í hárri elli 94 ára gamall árið 1958. Guðríður giftist árið 1916 Sigurði Einarssyni trésmið, sem síðar var lengi timburmaður á Gullfossi og bjuggu þau hjónin í húsum foreldra hennar. Á Bergstaða- strætinu var því stundum þröngt um manninn, en þar sém hjarta- rýmið er, þar er alltaf nóg pláss. Mér þykir líklegt, að Guðríður hafi bæði verið fögur og glæsileg á unga aldri, en það var hún, þegar ég sá hana bæði fyrst og síðast. Hún vann hörðum höndum alla æfi m.a. hjá Eimskipafélagi íslands h.f. yfir 30 ár eða framyfir áttrætt. Þar vann hún störf sín árla morguns, þegar flestir voru í fasta svefni og hafði lokið þeim, þegar skrifstofufólk kom til vinnu sinnar. Jafnframt var hún reiðu- búin að fórna ættingjum og vinum kröftum sínum, vakti yfir velferð þeirra miðlaði gjöfum með mjúk- um móðurhöndum til allra þeirra, sem við vildu taka. Ég veit að allir þeir fjölmörgu, sem áttu þess kost að eiga samleið með henni geta tekið undir þetta með mér. Þetta gerði hana stóra í mínum augum. Eina dóttur eignuðust þau Guð- ríður og Sigurður, sólargeislann í lífi Guðríðar, Þórunni Dagmar, sem jafnan er kölluð Dottý meðal allra vina og kunningja. Hún var svo lánsöm að fá í vöggugjöf kosti foreldra sinna, glæsimennsku og hjartagæsku. Hún giftist ung að árum og settist að erlendis og hefur síðar' verið búsett í litlu þorpi í Englandi, Datchet, í nánd við Windsorkastala. Það má gera sér í hugarlund, að góður móður- hugur hafi fylgt hinni ungu einka- dóttur, þegar hún fór úr föður- garði til fjariægs lands, en dóttirin vissi jafnan, að móðirin sendi henni góðar bænir yfir hafið, sérstaklega á erfiðum styrjaldar- árum. Guðríður eignaðist einn dóttur- son, Michael, Alexander Þór, sem kom stundum í heimsókn til ömmu sinnar til íslands og jafnan fór Guðríður öðru hvoru í heimsókn til þeirra mæðginanna, þegar sam- göngur urðu greiðfærari. • Nýr sólargeisli kom inn í líf Guðríðar. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Mikill harmur reið yfir, þegar sú frétt barst úr fjarlægri heimsálfu, að hinn ungi glæsilegi dóttursonur hafi látizt af slysförum við skyldu- störf. Sem hetjur tóku þær mæðg- ur þessari fregn, hugguðu hvor aðra og brostu gegnum tárin, viðkvæmar í lund, en viljasterkar. Það var því mikil gleði, þegar ungur drengur kom hingað til lands í fyrra í heimsókn til langa- ömmu sinnar. Hann endurnýjaði ást og minningu hennar um unga manninn, sem hún hafði leikið við forðum daga. Guðríður bjó lengi að Tjarnar- götu 10 C í húsi vinkonu þeirra mæðgna, en fluttist sl. haust í nýbyggingu fyrir aldraða við Lönguhlíð. Bjó hún þar smekklega um sig í skjóli góðra nágranna. Hún hafði því láni að fagna að vera heilsuhraust alla æfi, en dvölin þar varð styttri, en nokkurn grunaði. Fyrir sl. áramót varð hún fyrir áfalli og náði sér aldrei eftir uppskurð, sem gera þurfti. Þrátt fyrir lausn frá erfiðum sjúkdómi verður söknuðurinn tregablandinn að leiðarlokum góðrar konu. En sárastur verður hann þó hjá einka- dótturinni, sem sér nú á bak elskulegri móður, en nú sendir hún henni sínar góðu bænir „yfir haf- ið“ eins og móðirin gerði forðum. Minningar mínar um Guðríði Ólafsdóttur verða ekki raktar frekar, aðeins skal þess getið að lokum, að ég tel mig standa í mikilli þakkarskuld við hana sök- um einlægni hennar, vináttu og hjálpsemi, sem ég og fjölskylda mín nutum í ríkum mæli. Henni fylgja einlægar kveðjur okkar og þakkir. Útför Guðríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. Björn Vilmundarson. Guðríður Ólafsdóttir var í aug- um okkar bræðra óbreytanlegur hluti tilverunnar. Hún hafði verið þarna frá upphafi og þar skyldi hún vera. En nú er hann horfinn þessi klettur sem ekkert átti að geta grandað, hvorki eldur, brennisteinn né eilífðin sjálf. Víst er að það tóm sem myndast við fráfall hennar verður seint fyllt en minning hennar mun þó ætíð lifa með okkur. I æsku var heimur okkar ekki stór. Kannski Tjarnargatan end- anna á milli. Skothúsvegurinn var óvinasvæði sem hættulegt var að fara yfir. En allar hættur heims- ins voru léttvægar fundnar ef förinni var heitið til Gauju. Gjarn- an var hlaupið sem fætur toguðu niður að Tjarnargötu 10 C, stokkið upp stóra og mikla stiga og barið að dyrum á lítilli risíbúð undir súð. Þar tók Gauja á móti okkur opnum örmum. Oft á tíðum vorum við teknir úr buxunum og gert við sprengda buxnaklauf eða rifið hné. Þau voru ekki ófá sporin sem Gauja átti í klæðum okkar. Hún var leikfélagi okkar og vinur og í litlu íbúðinni hennar áttum við margar ánægjulegar stundir. Áður en þeyst var af stað heim á leið stakk hnýtt vinnulúin hönd einatt að okkur einhverju góðgæti. Guðríður Ólafsdóttir var látlaus kona en óvenjulega sönn. Fáa höfum við hitt sem hafa haft jafn mikla hjartahlýju og góðvild til að bera og hún. Æðaberar hendur hennar voru okkur ætíð styrk stoðr í lífinu. Hverjum þykir sinn fugl fagur, satt er það, en víst er, að • þessi stórbrotna verkakona hefur náð betur hinum eina sanna tóni en margur annar. Að lokum kveðjum við Guðríði og þökkum samfylgdina og óskum henni góðrar ferðar hvert svo sem ferðinni er heitið. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Gunni og Ingi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg er einn bezti lögfræðingurinn á mínum heimaslóðum. og eg nýt virðingar allra — nema barna minna. Hvernig stendur á því, að mér gengur vel í samskiptum við allt fólk nema börnin mín? Einu sinni var eg viðstaddur jarðarför. Þá sneri ekkjan sér frá líkbörunum, og menn heyrðu, að hún sagði á milli ekkasoganna: „Hann var svo góð fyrirvinna." Hún hafði ekki misst góðan eiginmann, heldur góða fyrirvinnu. Hún var sorgbitin, af því að fyrirvinnan hafði kvatt heimilið, ekki eiginmaður hennar. Hvað stoðar það, þó að þér yrðuð bezti lögfræðingur í heimi, ef þér hafið glatað virðingu og kærleika fjölskyldu yðar? Það er einmitt þetta, sem Jesús hafði í huga, þegar hann sagði: „Hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ Hann átti við: „Fórnið ekki hinu bezta til þess að hreppa hið næstbezta." Sjáið þér ekki, að æðsta mark yðar og mið er að verða góður lögfræðingur, en ekki góður faðir, góður maður? Þarna hafið þér brugðizt börnum yðar. Þér hafið óafvitandi reynt að fá þau til að dýrka fánýt „goð“ velgengni og efnishyggju, og þau hafa staðið á móti. Kannski eru þau skynsamari en þér. Það er ákaflega nauðsynlegt að skara fram úr í yðar stétt — en ekki fyrir hvaða verð, sem er. Sú list að vera faðir er mikilsverðari en leikni lögmannsins. Biblían segir, að þrennt sé varanlegt: „Trú, von og kærleikur". Hyggið nú að því, sem varir við, og börn yðar bera meiri virðingu fyrir yðar en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.