Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Sovézk herskip í Cam Ranh-flóa Washington, 28. marz. AP. SOVÉZK herskip haía í fyrsta skipti varpað akkerum í Cam Ranhflóa, hinni miklu flotastöð sem Bandaríkjamenn reistu á strönd Víetnams, samkvæmt heimildum í' handariska landvarnaráðuneytinu í dag. Þetta eru eidflaugabeitiskip, eldflaugafreigáta og tundurduflaslæð- ari og heimsókn þeirra gæti markað upphaf afnota Rússa af þessari geysistóru og kostnaðarsömu flotastöð þótt heimildirnar segi að enn bendi ekkert til þess að svo sé. Þó er haft eftir heimildunum að afnot af slíkri flotastöð yrði mikill ávinningur fyrir Rússa vegna hernaðarlega mikilvægrar legu hennar við Suður-Kínahaf. Kyrrahafsfloti Sovétríkjanna hefur nú aðeins eina meiriháttar bækistöð, í Vladivostok á strönd Síberíu. Ellefu rússnesk herskip, njósna- skip og aðstoðarskip hafa verið á siglingu undan ströndum Víet- nams í margar vikur. AP og UPI opna í Peking FVkinií, 28. marx. AP. BANDARÍSKU fréttastofurnar AP og UPI tóku til starfa í Peking í dag en sl. þrjátíu ár hafa fréttastofurnar ekki starfað þar samfellt. Enn skortir á að nauðsynleg tæki séu komin og frambúðarhús- næði hefur ekki fengist enn, svo að til að byrja með eru fréttastofurn- ar til húsa í gistihúsi við Changan, eina helstu umferðagötu í Peking. Tveir fréttamenn verða á hvorri fréttastofcu til að byrja með. AP og UPI hættu starfi í Kína árið 1949 eftir valdatöku kommún- ista en frá 1971 hafa þær gert skil á meiri háttar atburðum í Kína en bó óreglulega. Nýr forsætisráð- herra í Afganistan Islamabad Pakistan 28. marz AF’ — Reuter AÐSTOÐARFORSÆTISRÁÐHERRA Afganistan og utanríkisráð- herra landsins nú uní hríð, Hafeezullah Amon, hefur verið skipaður forsætisráðherra landsins að því er hermdi í Pakistan-útvarpi í kvöld og var það haft eftir útvarpinu í Kabul. Nur Mohammed Taraki verður áfram forseti landsins en hann hefur gegnt báðum þessum embættum síðan herinn hrifsaði völdin í apríl 1978. Afganistanstjórn nýtur stuðnings Sovétríkjanna eins og alkunna er. Sagt er, að hinn nýi forsætisráðherra sé enn meiri hollvinur valdamanna í Sovétríkjunum og hallari undir hugmyndir þeirra en Tarak. Fréttaskýrendur telja að þessi valddreifing sé vísbending um ókyrrð innan stjórnarinnar og einnig sýni ýmislegt að ólga í landinu hafi magnast mjög í nær helmingi af 28 fylkjum landsins. Fjórir aðstoða við Carter-könnunina Washington. 28. marz. AP. ÞRÍR lögfræðingar og gjaldkeri hafa verið ráðnir til starfa við rannsóknina á hnetufyrirtæki f jölskyldu Jimmy Carters forseta. Þrír þeirra fjögurra sem lög- fræðingurinn Paul J. Curran valdi til þess að hjálpa honum við rannsóknina hafa starfað fyrir hann áður. „Ég vildi fá fólk sem hefur unnið fyrir mig áður og ég hef mikið álit á vegna hæfileika þess“, sagði hann. Curran ítrekaði þá skoðun sína að hann hefði nógu mikil völd til að stjórna sjálfstæðri rannsókn. „Ég óttast ekki að verða rekinn", sagði hann. Karen Ann 25ára Morris PÍains, New Jersey 28. marz AP KAREN ANN Quinlan verður 25 ára gömul á morgun, fimmtudag, og verður afmælis- ins minnzt með því að bæna- stund verður í sjúkraherbergi stúlkunnar, en hún hefur legið í dái í f jögur ár. Mál stúlkunnar vakti geysi- lega athygli fyrir fáeinum árum, þegar úrskurður var kveðinn upp um að taka skyldi úr sam- bandi öndunarvél sem talin var nauðsynleg til að hún héldi lífi. Hún hafði þá legið í dái í á annað ár og lífslíkur hennar, hvað þá batahorfur, voru engar. Það þótti síðan undravert að stúlkan lifði áfram eftir að vélin var aftengd. Stúlkan fær daglega pensílín- sprautur og matur er henni gefinn um slöngu sem leidd er um nefið. Eins og fram kom á sínum tíma í fréttum hafði Karen Ann neytt lyfja og áfengis og olli það ástandi hennar. Vopnaður byltingarmaður á verðl við egypzka sendiráðið i Teheran sem arabískir stúdentar lögðu undir sig til að mótmæla friðarsamn- ingi ísraelsmanna og Egypta. Portúgal: Stjóm- insitur áfram Lissabon, 28. marz. AP. ANTONIO Ramalho Eanes for- seti neitaði í gær að fallast á lausnarbeiðni utanflokkastjórn- ar Carlos Mota Pintos forsætis- ráðherra, sem beið ósigur á þingi í fyrri viku við atkvæðagreiðslu um ný fjárlög og efnahagsáætlun hennar. Hefur forsætisráðherr- ann lýst því yfir að ríkisstjórnin muni gera smávægilegar breyt- ingar á fjárlagafrumvarpinu og efnahagsáætluninni til að freista þess að ná samstöðu á þingi. Að loknum fundi með Eanes forseta í gær skýrði Mota Pinto frá ákvörðun forsetans, og sagði að nýja stjórnarfrumvarpið yrði lagt fyrir þingið innan tilskilinna þriggja mánaða. Umdeildast í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar var tillaga um að skattleggja eftirlaun og hálfar samningsbundnar aukagreiðslur til launþega í jólamánuðinum til að mæta auknum ríkisútgjöldum og halda verðbólgu niðri. Saudi-Arabía held- ur olíuverðinu niðri VínarborK, 28. marz. AP. AHMED Zaki Yamani olíumálaráðherra Saudi-Arabíu lýsti því yfir í Vínarborg í dag að stefna Saudi-Arabíu væri sú að leggja ekki aukaskatt á útflutta olíu þótt heimild til þess hafi verið samþykkt á tveggja daga fundi fulltrúa olíu-útflutningsríkja. OPEC. sem lauk í Genf á þriðjudag. Þrettán aðildarríki OPEC áttu fulltrúa á Genfarfundinum. og þar var samþykkt að hækka olíuverð aimennt um 9% frá næsta sunnudegi að telja. Auk þess er rikjunum heimilt að leggja aukagjald á olíuna vegna mikillar eftirspurnar, sem stafar ekki hvað sízt af ástandinu í íran. Vantar nú um tvær milljónir oliufata á dag til að framleiðslan anni eftirspurn. Sum OPEC-ríkjanna hafa þegar ákveðið 1,20 dollara aukagjald í hvert olíufat, en fast lágmarksverð var ákveðið 14,54 dollarar. Þrjú olíuríki í Afríku, sem fá mjög hreina olíu úr lindum sínum, hafa í hyggju að hækka verðið um fjóra dollara á tunnu, og má þar til dæmis nefna olíu frá Alsír, sem nefnist „Sahara blanda", en verð á henni hækkar upp í 18,50 dollara tunnan. Við komuna til Vínarborgar, þar sem hann ræðir við Bruno Kreisky kanslara og tekur við heiðursdokt- orsnafnbót, sagði Yamani að fund- urinn í Genf hafi verið „mjög erfiður". Við lá að viðræðurnar sigldu i strand, en á síðustu stundu tókst að ná samkomulagi. Að- spurður hvort Saudi-Arabía hafi átt mikinn þátt í samkomulaginu, svaraði Yamani: „Þótt ég segi sjálfur frá þá er ljóst að án áhrifa Saudi-Arabíu hefði olíuverðið far- ið upp í 17,50 dollara á tunnu.“ Álitið er að ákvörðun Saudi-Arabíu um að leggja ekki aukagjald á olíu sína geti orðið til þess að halda verðinu niðri annars staðar. Þá hafa Iranir einnig ákveðið að auka framleiðslu sína um 1,5 millj. tunna á dag á næstunni, og kæmi sú aukning sér vel til að brúa bilið milli fram- leiðslu og eftirspurnar. Enn er barizt í nordaustur íran 24 milljónir á kjörskrá við kosningarnar á morgun Teheran. 28. marz. AP. Reuter. BARDAGAR héldu áfram í Gonbad-e-Qabous í norðaustur íran í dag milli uppreisnarmanna af Turkomanættflokknum og hermanna sem styðja ríkisstjórnina 1' Teheran, þrátt fyrir að vopnahlé hefði að nafninu til verið komið á. Götubardagar í borginni stóðu fram í myrkur og óbreyttir borgarar, konur og börn læstu sig inni í húsum sínum til að forða sér. Fyrr hafði sagt í fréttum að vopnahléið væri haldið því að samkomulag hefði náðst við Turkomanmenn. Ekki er vitað hvað varð til þess að átökin brutust út á ný, en nú er liðsauki á leiðinni til þorgarinnar. Vitað er að þrjátíu manns eru látnir og tugir manna hafa særzt. Sagt er að Fedayenskæruliðar sem eru all- öflugir styðji Turkomana. Þeir eru eins og Kúrdar Sunni-Múhammeðs- trúarmenn en meirihluti írana ját- ar hins vegar Shita-Múhammeðstrú svo sem kunnugt er. Talsmaður Bazargan-stjórnar- innar sagði í dag að 24 milljónir manna væru á kjörskrá í þjóðarat- kvæðagreiðslunni, sem fer fram á morgun, föstudag, um hvort stofna eigi íslamskt lýðveldi í íran. Er þetta um 5 millj. fleiri en fyrr hafði verið vegna þess að nýja stjórnin ákvað fyrir fáeinum dögum að þeir sem væru 16 ára og eldri mættu kjósa. Á valdatíma keisara máttu þeir sem voru 20 ára og eldri kjósa til neðri deildar þingsins og 25 ára og eidri til öldungadeildarinnar. Nokkur samtök og hópar sem andsnúin eru Khomeini og hug- myndum hans hafa hvatt til þess að fólk hundsi kosningarnar, en frétta- skýrendur telja að mjög mikið kapp verði lagt á að sem flestir greiði atkvæði og kunni að verða gripið til hefndaraðgerða á hendur þeim sem ætla a láta það hjá líða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.