Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 17 En öll þessi taugaviðbrögð eru visst álag fyrir konuna sem orsakar í mörgum tilvikum mikla viðkvæmni — sem aftur krefst nærgætni og mikillar hlýju frá þeim sem stunda hana og að henni standa. Þegar mjólk er að koma í brjóst stálma þau stundum, þ.e. verða hörð og aum.... Á því tímabili forðumst við að nudda brjóstin eða snerta nema hið allra minnsta. Byrjunaörðugleikar við brjóst- gjöf geta verið margir og mismun- andi. Brjóstgjöf er þolinmæðis- verk sem borgar sig ef ekki er gefist upp. Að konan fái góða hjálp frá byrjun, til þess að koma barni sínu vel á brjóst, getur skipt sköpum og er því aldrei of mikil áhersla lögð á það. Þegar kona kemur heim til sín eftir barnsburð gerist það títt að brjóstamjólkin minnkar tií muna, oft vegna þess að heimilishaldið með öllum sínum skyldum er konunni of þungt ef hún hefur ekki góða hjálp. Og vegna óþarfa gestagangs sem ætti að vera forboðinn fyrstu dagana eftir heimkomu. I flestum tilvikum er auðvelt að ná mjólk- inni upp aftur með því að hvíla sig vel og gefa brjóst þétt, jafnvel á 2—3 klst fresti og jafnvel bæði brjóstin í einu ef brjóstvörtur þola það álag. Síðan má gefa annað brjóstið í einu með lengra millibili þegar mjölkurframleiðslan er aftur komin í eðlilegt horf. Brjóstin eru mjög viðkvæm fyrir kulda, þess vegna er nauðsynlegt að láta sér ekki verða kalt. Eðlileg hreyfing utan dyra, fjölbreytt gott fæði og slökun er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að halda brjóstamjólk- inni. Flestar konur geta haft börn sín á brjósti, en eigi að síður eru til konur sem leggja sig mjög fram, gera allt sem þær geta, án árangurs. Við því er ekkert að gera annað en taka því með stökustu ró og alls ekki dæma sjálfa sig úr leik. Þá er það góð regla, í þ.m. fyrsta mánuðinn, að taka barnið upp úr vöggunni og halda því að brjósti sér meðan pelinn er gefinn á sama hátt og verið væri að gefa brjóstið. Að lokum Ég hefi nú í stuttu máli gert grein fyrir nauðsyn þess að foreldrar viti deili á því hvers þeir þurfa að krefjast af sjálfum sér þegar þeir stofna heimili og eiga von á barni. Ég hef lítillaga nefnt nauðsyn fræðslu- og undirbúningsnám- skeiða, nefnt gildi heilbrigðis og rétts mataræðis, nefnt starfsemi brjóstanna og gildi þess fyrir kornabarnið að fá móðurmjólkina ef kostur er, — og þá er komið að spurningunni sem lögð var fyrir mig sem spurning barnsins: „Hvað bíður mín, hvers má ég vænta?" Ég veit ekki hvað bíður þín litla barn — en ég vona að þú sért velkomið og að hendurnar fyrstu sem snerta þig séu kærleikans hendur. Að umhverfið sem þú fæðist í sé mjúkt, hlýtt og manneskjulegt og að öll sú þekking sem menn hafa yfir að ráða sé nýtt, án þess að skugga beri á mikilleik þeirrar stundar er þú fæðist. Ég vona einnig að þeir sem annast uppeldi þitt megi vera að því að sinna þér, noti til þess hverja stund sem aflögu er í lífsins önn, vitandi að áður en hendi er veifað ert þú orðið stórt og ekki hægt að snúa aftur til þess sem var. — Tímans straum stöðvar enginn. — Heimilið er þinn fyrsti skóli. Ég vona að þú fáir þar þá undirstöðu sem endist best í lífsins stormi, þ.e. veganesti sem saman stendur af Kristinni trú, kærleik, öryggi og snertingu við sköpunar- verk Guðs. Megi þetta — í hnotskurn — verða hlutskipti þitt, litla barn, nú á ári barnsins og um alla framtíð. „Mér líður stórkostlega” VINIR OG aðstandendur Mickie Gees voru saman komnir á Óðali til að hyllla kappann þegar hann hætti plötusnúningi sínum s.l. mánudagsnótt með 1500 klukkustundir að baki og heimsmet í greininni. „Mér líður stórkostlega," sagði Mickie í spjalli við Mbl. er hann var í þann veginn að yfirgefa plötuspilar- ana. Mickie verður á Akureyri um helgina en fer til Englands eftir viku. Hann sagðist ætla að nota þá viku til þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki og reyna að safna meira fé í „Gleymd börn ‘79“. Einnig hyggst Mickie skoða sig um á Islandi. Er til Englands kemur mun Mickie leggja plötu- snúðastarfið á hilluna en taka til við fyrri atvinnu, starf mjólkurpósts. Með honum fer til Englands unnusta Mickies, Stella Bragadóttir. Jón Hjaltason og Mickie Gee fagna 1500 tímunum. Við hlið þeirra er unnusta Mickies Stella Bragadóttir, en að baki þeirra er hluti dómaranna. Mickie Gee hylltur í hófi á Óðali Myndir Emilía. ' >N \ Mickie sagðist vilja koma á framfæri þökkum til allra, sem hefðu stutt sig við heimsmetið, sérstakléga Þórdísar Bachmanns, sem séð hefur um framkvæmdir við söfnunina „Gleymd börn ‘79“, og Jóns Hjaltasonar forstjóra Óðals. „Án hans hjálpar hefði ég ekki getað sett metið," sagði Mickie. Einnig sagðist hann vilja þakka þeim dómurum sem hafa aðstoðað hann við að halda öllum settum reglum Guinnes-bókarinnar en hann bíður nú eftir að heimsmetið verði viðurkennt. I hófinu á Óðali var skálað fyrir Mickie í Kampavíni og blöðrur og skrautborðar svifu um salinn. „Þetta er bara eins og á gamlárskvöld," varð einum gestanna að orði. Mickie og Þórdís fagna árangri söfnunarinnar „Gleymd börn ‘79“ en er hófið var haldið höfðu 6 milljónir komið í söfnunina. Við hlið þeirra er John Anthony, plötusnúðurinn sem tók við af Mickie. Tónleikar í Borgarnesi Tónlistarfélagið í Borgarnesi efnir til tónleika í kirkjunni n.k. laugardag kl. 3 síðdegis. Tveir ungir menn, sem á þessu vori ljúka einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík, leika á fiðlu og píanó, en það eru þeir Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari og Þórhallur Birgisson fiðluleikari. Báðir hafa þeir leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands í vetur og var það hluti burtfararprófs þeirra. Þorsteinn Gauti lauk ein- leikaraprófi sínu í desember s.l. með tónleikum í Austurbæjarbíói, en Þórhallur lýkur einleikaraprófi sínu með tónleikum á sama stað á þriðjudaginn kemur, þ. 3. apríl. Nýlega héldu þeir félagar tón- leika á ísafirði á vegum mennta- skólans þar og í janúar s.l. komu þeir fram á íslenskri viku í Málm- ey í Svíþjóð. Báðir halda þeir til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Á efnisskránni verða verk eftir Hándel, Mozart, Lizt, Jón Nordal, Ysýe og Debussy. nordITIende LIT AS JON VORPIN mæla með sér sjálf serstök vildarkjör 35% út og restin á 6 mán. BUÐIN -- / Skipholti 19, simi 2980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.