Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 23 Olíuverðið hækk- ar flugfargjöldin l.gbL Jii n i pi?DDp Gení. 28. marz. Reuter. í DAG hófst í Genf tveggja daga ráðstefna Alþjóða- samtaka flugfélaga. IATA, og er aðal umræðuefnið áhrif olíuhækkunar á rekstur félaganna. Strax á fundinum í dag kom í ljós að allflest félögin eru á því að fargjalda- og farm- gjaldahækkun sé nauðsyn- leg til að mæta þessum Miðlungsbófar í Japan með þingmannslaun Tókýó 28. marz Reuter MIÐLUNGSBÓFI í Japan vinnur sér inn ámóta mikið fé árlega og þingmaður og þeir sem slyngari eru nálgast tvöföld þingmannalaun. að því er talsmaður japönsku lög- reglunnar sagði í dag. Kannað hefur verið hvað bófar hefðu upp úr krafsinu og er niður- staðan sú, að þeir, sem fást einkum við fjárkúgun. hafa sem svarar um 9.8 milljón jen á ári eða samsvarandi góðum fimmtán milljónum ísl. króna. Er það svipað og þingmenn þar í landi fá í laun. Hins vegar geta bófar í undir- heimum Japans sem fást við meiriháttar afbrot með góðum árangri haft allt upp í 20 milljón jen eða yfir þrjátíu millj. ísl. króna. Könnunin gerði ráð fyrir að í Japan væru um 2500 glæpa- eða bófasamtök með um 108 þús. félaga innan vébanda sinna. Bófasamtökin velta um eitt þúsund milljörðum jena á ári en það er um það bil helmingur af veltu fyrirtækis á borð við Toyota. auknu útgjöldum. Hins vegar er ekki samkomulag um hve mikil hækkunin verði, né heldur á hvaða flugleiðum hækka beri gjöldin. Viðræður fara fram á lokuðum funduln, og er ekki búizt við neinni yfirlýsingu fyrr en á föstu- dag, að sögn talsmanns IATA. Verð á þotu-eldsneyti hefur hækkað mjög víðast hvar undan- farna mánuði. I árslok í fyrra var verðið yfirleitt 48 bandarisk sent gallonið (3,785 lítrar), en er nú sums staðar komið upp fyrir einn dollar. Bandaríska flugfélagið TWA hefur þegar tilkynnt -7% aukagjald á flugleiðinni yfir Norð- ur-Atlantshafið, en ekki er Ijóst hvað önnur félög gera. Enginn IATA-samningur hefur verið um fargjöld á þeirri leið frá árinu 1977. Wa.shinKton 28. marz. AP. ANWAR Sadat sagði í dag. að hann hefði vísað á bug tillögu sem komið hefði frá Sovétmönn- um árið 1972 um að hann hitti þáverandi forsætisráðherra ísra- els. Goldu Meir. til að ræða um friðarsamning milli ríkjanna. Sadat sagði ísraelskum frétta- mönnum, að lagt hefði verið til að þau hittust í Tashkent í Sovétríkj- unum, en vegna þess að friðarskil- málar Goldu Meir hefðu áreiðan- lega grundvallast á sigri Israela í stríðinu 1967, hefði hann engan tilgang séð með þessum fundi. Sadat bætti við: „Nú gagnrýna Sovétmenn mig. En mér þætti fróðlegt að vita hvort- þeir hefðu gagnrýnt mig hefði ég fallizt á tillögu þeirra." Þetta gerðist 1973 — Síðustu bandarísku hermennirnir fara frá Víetnam og beinni hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna lýkur. 1971 — Bandaríski liðsforing- inn William Calley fundinn sek- ur um fjöldamorðin í My Lai. 1970 — Um 1.000 farast í jarð- skjálfta í Tyrklandi. 1967 — Fyrsta franska kjarn- orkukafbátnum hleypt af stokkunum. 1961 — Landráðaréttarhöldunur í Suður-Afríku lýkur. 1951 — Bandaríkjamenn ljúka við að semja friðarsamning við Japani. 1946 — Gullströndin fær stjórnarskrá og meirihluta- stjórn blökkumanna fær völdin í brezkri nýlendu í fyrsta sinn. 1939 — Borgarastríðinu á Spáni lýkur. 1971 - Royal Albert Hall í London opinberlega opnað. 1867 — Kanada verður sam- veldisríki. ✓ 1864 — Bretar láta íónaeyjar af hendi við Grikki. 1801 — Hald lagt á brezk skip í dönskum höfnum — Danskt herlið tekur Hamborg og reynir að ná yfirráðum yfir Saxelfi. Bretar taka danskar og sænskar eyjar í Vestur-Indíum. 1461 — Orrustan um Towton. Afmæli: Nicolas Soult, franskur hermaður (1769—1851) — John Tyler, bandarískur for- seti (1790—1862) — Sir Bartle Frere, enskur nýlenduvaldhafi (1815—1884) — William Walton, brezkt tónskáld (1902----) — Pearl Bailey, bandarískur skemmtikraftur (1918-----). Dýrum lógað í Frakklandi Paría 28. marz — Reuter FÁGÆT tegund gin- og klaufa- veiki hefur skotið upp kollinum í nautgripum í 10 sveitum nálægt Bayeux í Calvados-héraði í Norð-vestur-Frakklandi, en yfir- völd telja sig hafa náð stjórn á ástandinu. Um 1150 gripum hefur verið lógað og svín, fé og geitur á nærliggjandi svæðum bólusett. % ^ y Frá Maine Yankee kjarnorkuverinu í Wiscassett. einu nokkurra kjarnorkuvera sem var lokað af öryggisástæðum. N eyðarástand í kjarnorkuveri Harrisburg. Pennsylvaníu. 28. marz. Reuter. AP. NEYÐARÁSTANDI var lýst yfir í dag í kjarnorkuveri vegna leka í kjarnaofni sem sér borginni Harrisburg. Pennsylvaníu. fyrir orku. Orkuverið er á Three Mile Island. eyju 16 km suðaustur af Harrisburg. og flytja varð starfsfólkið burtu vegna geislunar sem stafaði frá lekanum. Embættismenn segja að lekanum hafi valdið einhver bilun í öðrum af tveimur kjarnaofnum orkuversins. en lögðu áherzlu á að engum utan orkuversins stafaði hætta frá þessu og að íbúar nærliggjandi svæða hefðu ekki verið fluttir burtu. Bilunin varð í kælikerfinu og „veruleg“ geislun mun hafa orðið þegar loki losnaði á vatnsdælu á gufuaflvél. Enn er ekki vitað hvort einhvern þeirra, sem Voru í orku- verinu, sakaði, eða hve margir voru fluttir burtu. Hins vegar er sagt að tekizt hafi að ráða við ástandið. Um 500 manns vinna í orkuverinu. Hárrisburg (íb: 68.000) er 160 km vestur af Fíladelfíu og Three Miles Island er á ánni Susquehanna. Orku- verið var tekið í notkun um mitt ár í fyrra. í Harrisburg starfar Coldwater Seafood Co, sem er eign Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Fyrir hálfum mánuði var fyrir- skipað að loka skyldi fimm kjarn- • orkuverum á austurströndinni í óákveðinn tíma þar sem þau stæðust ekki jarðskjálfta. Tölva hafði verið mötuð á röngum upplýsingum setn voru notaðar við smíði tveggja orku- vera í Virginíu, eins og í Pennsyl- vaníu, eins í New York og eins í Maine. Rússinn sprengdi sig í loft upp Golda Meir og Sadat þegar þau hittust í Jerúsalem í nóvember 1977. Sadat vildi ekki hitta Goldu Moskvu. 28. marz. AP. UNGUR rússneskur sjómaður sem réðst inn í bandaríska sendiráðið í Moskvu í dag og hótaði að sprengja sig í loft upp ef hann fengi ekki hæli þar og yrði sendur úr landi. gerði alvöru úr hótun sinni seint í kvöld. Hann sagðist vera með sprengju bundna um sig og þegar sovézkir lögreglumenn réðust inn í herbergi það sem maðurinn hafði lokað sig inn í. virðist hann hafa dregið sprengju- þráðinn. Sendiherra Bandaríkj- anna sagði að maðurinn hefði verið ægilega brunninn, en með iífsmarki cr hann var fluttur á sjúkrahús. Bandarískir landgönguliðar eru á Andlát: Emmanuel Sweden- borg, vísindamaður, 1772 — Gústaf III Svíakonungur, 1792 — Jovce Carey, rithöfundur, 1957. Innient: Heklugos hefst 1947— Jón Eiríksson sviptir sig lífi 1787 — Reimleikar valda flótta úr búðum verkamanna á Stokkseyri 1892 — Dyngjufjalls- gos magnast 1875 — Fjórir stúdentar frá MA farast með Cessna-flugvél á leið til Akur- eyrar 1958 — d. Einar Arnórs- son ráðherra 1958. Orð dagsins: Það þarf enga smáræðis hæfileika til að vera hundleiðinlegur — Walter Scott, skozkur rithöfundur (1771 — 1832). verði við norðurinnganginn til að bægja burtu gestum. Bandarískir embættismenn settu sig í samband við sovézka utanrík- isráðuneytið og sovézkir embættis- menn og lögreglumenn komu á vettvang til þess að verða til aðstoðar. Starfsmenn sendiráðsins könnuðust ekki við Rússann og þetta mun vera fyrsta heimsókn hans þangað. Sendiráðsmaður hitti Rússann fyrir utan sendiráðið og fylgdi honum inn á ræðismannsskrifstof- una, bersýnilega vegna þess að hann hafði pantað tíma. Hann bað um að fá að tala við sendiráðsmann sem gæti útvegað honum pappíra til þess að komast til Bandaríkjanna. Eftir nokkurra mínútna samtal hrópaði hann, að hann hefði sprengju innan á sér og mundi setja hana í gang ef hann fengi ekki vissu fyrir því að hann fengi að flytjast úr landi. Hann opnaði vasa og sýndi sendi- Byltingum hótað í Súd- an og Oman Kuwait, 28. marz. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sýr lands. Abdul Halim Khaddam. hót- aði í dag aðgerðum af hálfu Araba til að steypa ríkisstjórnum soldáns- ins í Oman og forsetans í Súdan. Gaafar Nimeiri. vegna stuðnings fieirra við sérfrið Egypta og sraelsmanna. Ráðherrann sagði i blaðaviðtali að Arabar mundu ekki gleyma stuðningi soldánsins og forsetans við friðarsamning Sadats við ísrael og kollvarpa þeim. Hann sagði að þeir yrðu hundeltir og að byltingarof- beldi af öllu tagi yrði beitt gegn þeim. ráðsmönnunum gráan pakka sem hann sagði að sprengjan væri í. Sendiráðsmenn minnast þess ekki að nokkuð þessu líkt hafi gerzt í sögu sendiráðsins. „Þetta er ein- stætt," sagði einn þeirra. Veður víða um heim Akureyri -4 léttskj. Amsterdam 6 rigning Apena 21 skýjaó Berlín 16 skýjaó BrUssel 8 rigning Chicago 2 rigning Frankfurt 10 rigning Genf 4 rigning Helsinki 2 skýjað Hong Kong 21 skýjað Jerúsalem 16 sól Jóhannesarb. 26 bjart Kaupm.höfn 7 skýjað Las Palmas 19 skýjað Lissabon 16 skýjað London 11 skýjað Los Angeles 16 rigning Madrid 13 skýjað Majorka 17 lóttskj. Malaga 16 skýjað Miami 22 bjart Montreal S skýjað Moskva 5 skýjað Nýja Delhi 31 bjart New York 15 bjart Ósló 3 rigning París 12 sól Reykjavík -2 heiðskfrt Rómaborg 16 skýjað San Francisco 15 skýjað Stokkhólmur 5 skýjaö Tel Aviv 22 sól Tókíó 18 bjart Toronto 0 sól Vancouver 11 skýjað Vínarborg 10 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.