Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 13 Sinfóníu- tónleikar Samtíminn er orðinn svo „tema- tískur", veitingahús bjóða upþ á spænsk eða búlgörsk kvöld, og nú bauð Sinfóníuhljómsveitin upp á franskt kvöld. Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði af eldmóði, leiddi hljómsveitina gegnum sér- kennileg litbrigði og hlj óðfalls- vafninga í „Hymne au Saint Sacrement" eftir Messiaen frá árinu 1945. Messiaen hefur vissu- lega mótað persónulegan hljóð- heim, í skýrum formum og næst- um „sjálfviljugum" hljóðfalls- mynstrum og hljómastraumum. Sumir meta list hans meir en aðra samtímatónlist, aðrir telja hana óþolandi væmni. Áður en öldin er öll, mætti vel flytja einhver meiri háttar verk hans hér... Manuela Wiesler lék einleik í flautukonsert Francai frá 1968. Francaix hefur lengi verið víð- frægur fyrir lipran penna, og hér brást hann ekki vana sínum. En fjarskalega hefði tónarápið orðið léttvægt, ef ekki hefði notið svo frábærs einleiks. Þegar Manuela var búin að ná sér á strik, leiftraði leiksnilldin af hverri hendingu. Allt lék hún utanað, sem er ekki Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON aðeins óvenjulegt af flautuleikara, heldur og sérstaklega, þegar um samtímaverk er að ræða. Lokaverkið var 2. sinfónían eftir Rossel, samin 1921. í þessu verki hóf hann markvisst þá viðleitni að samræma impressjónistískan arf •klassískum hugsjónum. Sú var tíðin, á 3. og 4. áratug, að Roussel hafði mikil áhrif, ekki síst á Norðurlöndum, þótt nú hafi eitt- hvað fennt í þær slóðir. Enn er þó hlustað af fullri virðingu, þegar Roussel hefur raustina, Sú tilfinn- ing var og undirstrikuð af stjórn- andanum, öll tempi yfirleitt í hægra lagi, yfirveguð, og natni við smáatriði skyggði engan veginn á breiðari útlínur verksins. Áheyrendabekkir voru nokkuð þunnskipaðir, svo að hér misstu margir af mjög góðum tónleikum. Þorkeli Sigurbjörnsson Ekki er það ætlun mín að rekja frásögnina til enda. En það er vert að vekja sérstaka athygli á því hverju fjölskyldukærleikurinn kom til leiðar í lífi Dags. Og þótt meginhluti bókarinnar sé frásögn af hörmulegum mistökum kerfis- ins og þeirra sem með „fræðum" einum taka að sér að skilgreina sálarlíf einstaklingsins og meta þarfir hans í samræmi við það — segja síðan til um meðferð sem byggð er á kenningum einum — er samt bjart yfir bókinni um Dag. Fyrir skilning og óbilandi atorku ástríkra foreldra hefur Dagur þó orðið éins hamingju- samur og hægt eh miðað við hans aðstæður. Það er mitt álit að enginn hugsandi maður í samfélagi okkar ætti að láta þessa bók ólesna. Hún er raunverulega til okkar allra og um okkur öll. Hún er opinberun þess sannleiks að grundvallaratriði í mannlegum samskiptum er það, að þjóðfélagið veiti hverjum einstaklingi eftir þörfum hans, án þess að betlað sé, beðið um eða rekin góðgerðar- starfsemi vegna hans, ef hann einhverra hluta vegna er ekki fær um að taka þátt í lífsgöngunni á sama hátt og þeir sem heilir eru. Þjóðfélag sem neitar að skilja þessi lífssannindi og vanrækir þau, má í raun og veru skammast sín og hefur ekki af miklu að státa. „Hvenær er Dagur öruggur? Þegar við elskum hann eins og hann er.“ Þýðingin er ágæt. Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú hafa verið spilaðar 8 umferðir af 23 í barometer B.IL Skiptast þar á skin og skúrir eins og oft vill verða. Þeir sem voru hæstir eftir fyrsta kvöldið lentu í lægðar- miðju og misstu flugið. Tveir af yngstu spilurunum, Einar og Jón, blökuðu vængjunum hins vegar ótæpilega og hækkuðu um 94 stig. Annars lítur háþrýsti- svæðið þannig út: 1. Halldór Bjarnason/ Hörður Þórarinsson 99 2. Bjarni Jóhannsson/ Þorgeir Eyjólfsson 93 3. Jón Stefánsson/ Þorsteinn Laufdal 86 4. Einar Kristleifsson/ Jón Þorkelsson 85 5. Björn Eysteinsson/ Magnús Jóhannsson 66 6. Friðþjófur og Halldór Einarssynir 65 7. Guðni Þo'rsteinsson/ Kristófer Magnússon 63 8. Ólafur Valgeirsson/ Þorst. Þorsteinsson 55 9. Ásgeir Ásbjörnsson/ Gísli Arason 32 10. Árni Þorvaldsson/ Sævar Magnússon 16 11. Kristján Ólafsson/ Runólfur Sigurðsson 16 Laugardaginn 31. mars er meiningin að fara til Akraness og taka í lurginn á Skagamönn- um. Eftir er þó að sjá hvor skjöldinn ber. Viku síðar eru Selfyssingar svo væntanlegir í heimsókn, svo að menn ættu ekki að stirðna í puttunum á næstunni. Bridgefélag kvenna Að þremur umferðum lokn- um í hraðsveitakeppninni hefir sveit Öldu Hansen tekið góða forystu. Sveitin fékk 620 stig í þriðju umferðinni en sveit Kristínar Kristjánsdóttur varð næsthæst með 618 stig. Röð efstu sveita: Alda Hansen 1805 Aldís Schram 1762 Gunnþórunn Erlingsd. 1735 Gróa Eiðsd. 1704 Brldge Umsjóns ARNÓR RAGNARSSON Guðrún Einarsd. 1696 Sigriður Ingibergsd. 1681 Kristín Kristjánsd. 1623 Meðalskor 1620. Nk. mánudag fellur niður spilamennska vegna firma- keppni BSÍ. Fjórða umferð verð- ur spiluð mánudaginn 9. apríl og síðasta umferðin verður spiluð eftir páska. Að hraðsveitakeppninni lok- inni verður hin geysivinsæla parakeppni félagsins á dagskrá. Bridgefélag Reyðarfjarðar og Eskif jarðar Sveitakeppni BRE lauk þ. 20/3. Sigurvegarar urðu sveit Kristjáns Kristjánssonar með 162 stig, en auk hans eru í sveitinni þeir Hallgrímur Hall- grímsson, Ásgeir Metúsalems- son ög Þorsteinn Ólafsson. í 2. sæti var sv. Aðalsteins Jónssonar 124 stig. 3. s. Ólafíu Þórðardóttur 115 stig. 4. s. Friðjóns Vigfússonar 100 stig. 5. s. Búa Birgissonar 99 stig. 6 s. Guðna Óskarssonar 87 stig. Alls tóku 10 sveitir þátt í keppninni. í BRE eru nú 56 félagar. Þetta eru TOTO. I hljómsveitinni Toto eru samankomnir sex af virtustu stúdíómönnum Los Angeles-borgar. Toto er því skipuð afburða tónlistarmönnum sem vinna saman sem eining. Með sinni fyrstu plötu hefur Toto skotist upp á stjörnuhimininn og sæmir sér þar hið bezta. Lögin Hold the Life og I’ll Supply the Love njóta gífurlegra vinsælda meðal rokkara um heim allan. itoifMfhí Sími 19930 — 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.