Morgunblaðið - 29.03.1979, Síða 34

Morgunblaðið - 29.03.1979, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Kolbeinn á Auðniím: Hann var heimasamt Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur skrifar grein í Morgunblaðið 13/3 1979, sem svargrein til Garð- manna, þeirra nafnanna Þorsteins Jóhannessonar og Einarssonar og Njáls Benediktssonar. Hann þyk- ist nú geta afgreitt litla karlinn hann Njál, þetta sé bara misskiln- ingur, hann þekki ekki í sundur rekaþang og fastan botngróður. Einnig fer hann háðulegum orðum um kolanet, sem Njáll nefnir, að ég nú ekki tali um marglyttuna. Það er nú sjálfsagt gott að hafa háskólapróf og vera fiskifræðing- ur, en samt held ég nú, að Guðni hafi í því sem snertir afgreiðslu á grein Njáls, afgreitt sjálfan sig sem algeran afglapa að halda því fram, að sjötugir menn þekki ekki í sundur rekaþang og botngróður á 18—20 faðma dýpi, menn sem eru þó búnir að stunda sjó mikinn hluta ævi sinnar. Allt sem Njáll sagði í sinni grein er sannleikur byggður á reynslu. Ég er nú á aldur við Njál og er búinn að vera við sjó hér við Faxaflóa síðan 1940 og ég held að við þurfum enga fiskifræðinga til að kenna okkur að þekkja rekaþang. Hitt er svo alveg ný frétt, að marglytta sé góð markaðsvara í Frakklandi. Það er vissulega gott að eiga það í bakhendinni þegar búið verður að drepa síðustu loðn- una að ráða fiskifræðinga, saman- ber myndir á skermi, því nóg er af marglyttu; það fannst manni að minnsta kosti á reknetunum, ýsu- netum og dragnót. Guðni segir, að Njáll vilji nú að veitt sé með kolanetum, ekki sá ég það í hans grein; ennfremur segir hann, að ef voðin hefði verið dregin með meiri hraða en Njáll getur um, þá hefði hún lyfst frá botni. Veit ekki fiskifræðingur um hlutföll milli dýpis og víralengdar og toghraða. Sé svo er þetta skiljanlegt, annars væri það hreinn útúrsnúningur, sem og fleira í hans svargrein. Næst kemur svo svar við grein þeirra nafnanna. Þar koma jú staðreyndir sannaðar með tölum og viðurkenning, að dragnót sé ekki fyrst og fremst sem kolaveið- arfæri, heldur og ekki hvað síst fyrir þorsk og ýsu. Þetta vissu reyndar allir fiskimenn hér við Faxaflóa. Nú á að breyta þessu með því að stækka möskvana í voðinni upp í 170 mm sem veiðir allan þann fisk sem mikill fjöldi fiskimanna veiðir nú í net. „Ekki kom þessi reglugerð að tilætluðu gagni þar sem sjómenn bundu iðulega fyrir ofan pokann og not- uðu því í reynd 135 mm lágmarks- möskvastærð." Hver ósköpin er maðurinn að segja? Að þetta geti skeð undir vísindalegu eftirliti, því að ekki hefir það nú verið látið liggja í láginni að svo sé. Varð- skipsmenn komu hér upp undir þara til að gá hjá einum grá- sleppukarli hvort hann væri með of smáriðið ýsunet. Hann hafði skroppið um kvöld með nokkra ýsukróka til að fá sér í soðið. Og svo geta þessi ósköp skeð, að sjómenn bindi fyrir ofan við pok- itwir. - /,, • -* -» . j Sgsí .. „.vdir • h'»°» h.r„r V.vnuni (lr»Bn0’in ? ann. Já, margt getur skemmtilegt skeð. „Nú mun eiga að koma í veg fyrir slíka misnotkun með því að stækka riðilinn í allri voðinni í 170 mm eða a.m.k. í belgnum. Þeir sem veiða með dragnót eru eðlilega óhressir með slíka tilkynningu, þurfa þeir þar með að leggja í nokkurn veiðarfærakostnað." Þá höfum við það. Menn stunduðu hér ýsuveiðar í net með 127 mm möskvastærðir, sem var svo breytt fyrirvaralaust upp í 140 mm. Það eru víst engar tölur um það, hvað Einn stærsti barnakór sem tekið hefur lagið á íslandi söng á Akureyri fyrir skömmu þegar þar komu saman 16 barnakórar víðs vegar að af landinu. Gunnar Matthíasson tók þessa mynd af börnunum, sem héldu kóramót um miðjan marz sl. Mislukkaðri rækjuvertið lokið í ísafjarðardjúpi RÆKJUVERTÍÐINNI lauk við ísafjarðardjúp á föstudaginn í síðustu viku, en 40 bátar stunduðu veiðarnar í vetur frá ísafirði, Hnifsdal, Bolungarvík og Súðavík. 7 verksmiðjur unnu rækjuna í landi og má ætla að 250 til 300 manns hafi haft atvinnu af rækjuveiðunum á þessari vertíð. Venjulegast hafa rækjuveiðarnar byrjað fyrri hluta október og staðið eitthvað fram í apríl. í ár var ekki hægt að byrja veiðarnar fyrr en í janúar vegna sciðagegndar á miðunum og síðan varð að hætta þeim fyrr en venjulega vegna smásfldar og smárrar rækju. Uppskeran er því rýr og hljóðið er þungt í mörgum sjómanninum, sem misst hefur spón úr aski sfnum vegna veiðitakmarkananna. Bátar frá ísafirði og Hnffsdal hættu á föstudag, en Súðvfkingar og Bolvfkingar fyrir um hálfum mánuði. Guðmundur Skúli Bragason, útí- bússtjóri Hafrannsóknastofnunar- innar á ísafirði, sagði í samtaii við Mbl. í gær, að tvær ástæður væru fyrir því, að rækjuveiðarnar hefðu verið stöðvaðar síðastliðinn föstudag, þó svo að veiðin væri ekki orðin nema um 1600 tonn. í fyrsta lagi hefði mikið af smásíld komið með rækjunni og í öðru lagi hefði uppistaðan i aflanum verið 1 og 2 ára rækja. Síðastliðið haust hefði verið ákveðið að rækjukvótinn í ísafjarðardjúpi yrði 2400 tonn, en með svörtu skýrsl- unni hefði hann verið minnkaður í 1700 tonn. Það hefði ekki þótt nægjanlegt og því hefði verið ákveðið að stöðva veiðarnar nú. — Þessi vertíð hefur verið mjög erfið og ég skil vel sjónarmið sjó- mannanna þegar þeir lýsa óánægju sinni, sagði Guðmundur Bragi. — Það eru þó þeir, sem síðar hagnast á þessum friðunaraðgerðum með auk- inni og meiri rækju og það ætti að verða öllum til góðs, þó svo að takmarkanir í vetur hafi valdið erfið- leikum, sem vonandi eru aðeins tíma- bundnir, sagði Guðmundur Bragi. Halldór Hermannsson er einn þeirra ísfirðinga, sem stunda rækju- veiðarnar, og sagði hann í gær að menn horfðu með ugg í brjósti til næsta vetrar, hvernig myndu veiðarnar þróast þá? Hann sagði að á vertíðinni í vetur hefði aðeins verið unnið með fullum afköstum í janúar og bátarnir fengið að veiða 6 tonn á viku. Strax í febrúar hefði það verið takmarkað niður í 3 tonn á bát. Ekkert hefði verið leyft að veiða fyrir áramót. — Nú spyr hver annan, hvað á að gera, sagði Halldór. — Það þýðir lítið að reyna færaveiðarnar fyrr en kem- ur fram í júní, en þó ætla einhverjir að reyna færin strax og hafa vonandi fyrir olíunni. 3 bátanna fara á skel í Jökulfirðina, en stofninn er það viðkvæmur að leyfilegur skammtur er mjög lítill. Þetta hefur verið þannig að við höfum verið á færunum á sumrin og rækjunni að vetrinum og svo sannarlega vonumst við til að ráðamenn geri sér grein fyrir að við glímum ekki við þorskinn nema í um 2 'k mánuð á ári. Ég trúi því ekki að við fáum í viðbót við þessa mislukk- uðu rækjuvertíð einhverjar takmarkanir á færunum. Við getum ekki sótt á þorskinn nema þegar bezt er og blíðast. — Ég ætla mér alls ekki að mót- mæla því rækjuveiðibanni, sem nú hefur verið sett á okkur. Hins vegar hefur rækjan verið stærri nú að undanförnu en fyrr á vertíðinni, en á öllum rækjumiðunum við landið hef- ur rækjan verið minni en áður. Þessi vertíð hefur verið mislukkuð og von- brigði okkar mikil, en vonandi verður þetta betra næsta haust, sagði Hall- dór að lokum. menn þurftu þá að henda miklu af netum; ég veit bara um mig sjálf- an, gamlan og lítinn karl, það voru 40 net felld og ófelld, en þá heyrðist ekki nefndur veiðarfæra- kostnaður. Það er bara við dragnót og flottroll sem breytingar hafa kostnað í för meðr sér. Það er erfitt að skrifa og ræða um' þessi sjónarmið ráðandi manna um dragnótaveiði í Faxa- flóa. Það má vissulega finna undirtóninn í svargrein fiskifræð- ingsins. Sem sagt dragnótin skemmir ekki botngróður, veiðir lítið annað en skarkola, spillir ekki veiðum annarra fiskimanna „sem ekki eru þá stórvægilegar". Faðir Jóhannesar Jósefssonar glímukappa var keyrari, sem kall- að var þá, á Akureyri, þ.e.a.s. hann var með hesta og sleða og ók vörum fyrir fólk. Nú var það svo, að karl einn bað Jósef að fara inn í sveit að sækja fyrir sig mó. Nú þótti karli seinka um flutninginn, kom heim til Jósefs til að vita orsökina. Kona Jósefs sagði hann hafa farið að sækja móinn. Karl trúði því ekki og vildi fá að leita í bænum, sem hann og gerði. En þegar hann var á leið heim til sín þá mætir hann Jósef með móhlass- ið til hans, en hann sagði: Það er sama, hann var heima samt. Á móti svona hugsunarhætti verða menn að sækja. Það vita allir, bæði fiskimenn og ráðamenn um fiskveiðar, að dragnót hér í Faxaflóa er algjört gereyðingar- veiðarfæri, sem skilur eftir hreina eyðimörk. Það tekur 5—6 ár að jafna sig svo að hér fáist fiskur. Síðast þegar bönnuð var veiði hér með dragnót var það vegna þess, að það fékk enginn í soðið. Ekki dragnótabátar hvað þá heldur aðrir. Þegar bugtin var búin að ná sér upp með fisk þá gerðu menn hér ágætar vertíðir, sem gáfu lítið eða ekki eftir vetrarvertíðum (færri net, minni kostnaður, bæði í ýsu og þorskanet). Nú er komið hér svipað ástand, nú stunda smábátar hér veiðar milli 50—100 bátar með góðum árangri og líkur fyrir vaxandi fiskgengd. En þá kemur inn í þingið lagafrumvarp um opnun flóans fyrir dragnót, Jan hann var heima samt. Hinu síðasta í grein Guðna get ég verið sammála, að það eigi ekki að kasta neinum persónulegum ónotum að Ólafi Björnssyni, það er ágætis karl. En mér r spurn: Fyrir hvern er hann að vinna með þessu frumvarpi? Það er búið að mót- mæla þessu harðlega í Höfnum, Vogum, Garði, Akranesi, Hafnar- firði og Reykjavík. Ekki er hann að því fyrir sjálfan sig, ef maður setti nú upp dæmið þannig, að 10—20 bátum yrði veitt leyfi, þá veit ég að hann myndi ekki þiggja leyfi, þó að honum væri boðið það, þingmanninum okkar. Nei, það myndi Óli Björns aldrei gera, enda væri hann þá búinn að vera sér svo til ævarandi skammar, að hann gæti aldrei risið undir því eða litið upp á nokkurn mann. MH sigraði í skák- keppni framhaldsskóla NÝLEGA lauk skákkeppni framhaldsskóla 1979. Keppt var að Grensás- vegi 46. Þátttökusveitir voru alls 14. hver sveit var skipuð fjórum nemendum auk varamanna. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Úrslit urðu þau, að a-sveit Menntaskólans við Hamrahlíð sigraði örugglega, hlaut 24’/2 v. af 28 mögulegum. í 2. sæti varð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með 19 v. Röð sveita varð þessi: 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð a-sveit 2. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 2. Menntaskólinn í Reykjavík a-sveit 4. Flensborgarskólinn 5. Iðnskólinn í Reykjavík 6. Menntaskólinn við Hamrahlíð b-sveit 7. Menntaskólinn við Sund 8. Menntaskólinn á Akureyri 9. Verslunarskóli íslands 10. Menntaskólinn við Hamrahlíð c-sveit 11. .Menntaskólinn við Hamrahlíð d-sveit 12. Menntaskólinn í Reykjavík b-sveit 13. Fjölbrautaskóli Suðurnesja b-sveit 14. Fjölbrautaskóli Suðurnesja a-sveit Sigursveit Menntaskólans við skipuðu þessir skák- Hamrahlíð menn: 1. Margeir Pétursson. 2. Þorsteinn Þorsteinsson. 3. Róbert Harðarson. 4. Stefán G. Þórisson. Upphaflega stóð til, að Jón L. Árnason tefldi með a-sveit Hamra- 24 V2V 19 v 18 Ví v 18 v 17M>v 15V6v 12>/2V 12'/2V 12 v lO’/év 9 v 7V4v 7 v 4 v hlíðarskólans, en hann tók þátt í alþjóðlegu skákmóti í Danmörku á meðan á mótinu stóð, og gat hann því ekki verið með. Það kom þó ekki að sök, því að Menntaskólinn við Hamrahlíð á mörgum góðum skák- mönnum á að skipa, og eins og sjá má, þá gat skólinn sent fjórar keppnissveitir í framldsskólakeppn- ina að þessu sinni. Sigursveit MH; talið frá vinstri: Stefán G. Þórisson, Margeir Pétursson, Þorsteinn Þorsteinsson og Róbert Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.