Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.03.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 27 Sýningum lokið í New York á „Herbergi 213” Leikrit Jökuls Jakobssonar, Herbergi 213, eða Mandolin- kokteillinn, eins og það var nefht í ensku þýðingunni, hef- ur verið sýnt í New York undanfarnar vikur og er sýn- ingum nú nýlokið. Sýningarn- ar voru á vegum „The Open Space" tilraunaleikhússins í Soho í New York, undir stjórn leikstjórans Lad Brown. Leikhússtjórinn, Jon Teta, sagði m.a. um leikritið, að sér hefði borist það í hendur fyrir u.þ.b. þrem árum síðan og hefði hann fengið mikinn áhuga á að sýna það, þó að ekki hafi orðið af sýningum fyrr en nú. Sagði hann leikinn bjóða upp á mjög frjálslega meðferð og henta vel tilrauna- leikhúsum, þó að frekar hefð- bundin leið hefði verið valin í þetta sinn. Lét hann í ljós þá ósk um að fá tækifæri til að kynnast öðrum verkum Jakobs Cynthia Neer, Betsy Bell, George Dickerson og Maxine Taylor-Morris í hlutverkum sínum í uppfærslu á „Herbergi 213“ í New York. og kæmi mjög til greina að sýna fleiri í framtíðinni. The Open Space leikhúsið er eitt af u.þ.b. 60 svonefndu Off-Off-Broadway leikhúsum í New York, sem eru vel kunn fyrir fjölbreytta leikstarfsemi. Það nýtur styrks frá listáráði New Yorkríkis og þau verk, sem sýnd eru á þessu leikári eru m.a. eftir Harold Pinter, Gertrude Stein, Japanann Mishima og spánskan höfund að nafni Alphonso Vallego. Einnig hefur Open Space leik- húsið beitt sér fyrir leikhátíð „Theater Experiments in Soho Festival" undanfarin ár, sem er m.a. vettvangur nýrra til- raunaleikflokka og nýtur vax- andi vinsælda í New York. Er þess vænzt að leikflokkar frá Evrópu komi einnig til hátíð- arinnar á þessu ári. 313 tóku þátt í skóla- skákinni á Akureyri LOKIÐ er keppni grunnskólanna á Akureyri, um titilinn Skóla- skákmeistari Akureyrar 1979. Þátttakendur voru alls 313. þar af 269 í 1.—6. bekk og 44 í 7,—9. bekk. Urlit í einstökum skólum urðu eftirfarandi: Gagnfræðaskóli, 7.-9. bekkur: 1. Smári Ólafsson 8 v 2. Pálmi Pálsson 6,5 v 3. -5. Jakop Kristjánss. 6 v 3.-5. Bogi Eymundss. 6 v 3.-5. Stefán Ólafss. 6 v Þátttakendur voru 12 Oddeyrarskóli, 7.-9. bekkur: 1. Pálmi Pétursson 7 v 2. Hörður Guðmundss. 5 v 3. Guðmundur Geirss. 5 v Þátttakendur voru 25 1.—6. bekkur: 1. Einar Eiríksson 7 v 2. Páll Gíslason 6 v 3. Rúnar Svan Vögguss. 5,5 v Þátttakendur voru 56. Glerárskóli, 7.-9. bekkur: 1. Ragnar Ragnarss. 5,5 v 2. Níels Ragnarsson 5 v 3. Arnar Pétursson 4 v Þátttakendur voru 7. 1,—6. bekkur: Þátttakendur voru 26. 1. Eymundur Eymundss. 7.5 v 2. Siguróli Kristjánss. 6,5 v 3. Mikael Traustason 6,5 v Lundarskóli. 1. —6 hekkiir: 1. Jónas Þór Guðmundss. 6 v 2. Arnljótur Davíðsson 5,5 v 3. Geir Svanbergss. 4,5 v Barnaskóli Akureyrar. 1.—6. bekkur: 1. Jón Ríkh. Kristjánss. 5 v 2. Eiríkur Jóhannsson 4 v 3 Fjölnir Freyr Guðmundss. 2 v Þátttakendur voru 90. Efstu menn skólanna kepptu til úrslita og varð röðin þessi: 1.—6. bekkur: 1. Einar Eiríksson 2,5 v 2. Jón Kristjánss. 2 v 3 Eymundur Eymundss 1 v 4 Jónas Þór Guðmundss. 0,5 v 7.-9. bekkur: 1. Pálmi Pétursson 3,5 v 2. Ragnar Ragnarsson 1,5 v 3 Smári Ólafsson 0 v Þeir Pálmi Pétursson og Einar Eiríksson eru því skólaskákmeist- arar Akureyrar 1979, hvor í sínum flokki. „Súper markaður „Súper“-markaöurinn heldur áfram í sýningahöll- inni (Ársalir) 2. hæö v. Bíldshöföa. Dömufatnaður Kjólar frá 4000—14.000. Dömujakkar frá kr. 8.900. Dömuúlpur frá kr. 11.900. Dömupils frá kr. 7.000. Dömuskyrtur frá kr. 1.900. Ótrúlegt úrval af frábærum hijómplötum rR/ ’nSC. O PtTRARCA; SONtTTt DiETRtCH i-öCHER-OieSKAU Herrafatnaður Herraúlpur frá kr. 10.500. Herrablússur frá kr. 4.900. Herragallabuxur frá kr. 6.900. Herraflauelsbuxur frá kr. Ódýr og falleg leikföng 500 original málverk. Verð frá kr. 11.000.- Opið í dag frá 1—6. Opið föstudag frá 1—10. Opið laugardag frá 9—12. fra kr. kr Barna- og unglinga- fatnaður frá 1-14 ára T.d. barnaúlpur kr. 6.900- Barnabuxur frá 2.900- Barnapeysur frá 2.900 - o.fl. o.fl. Gjafavörur og búsáhöld allskonar frá Glit keramik og fleira og fleira af úrvals vörum sem vert er aö sjá. Sláið til og gerið „Súper“-kaup á „Súper“-markaði Kaffiveitingar á staðnum. Nýjar vörur teknar upp daglega. Súpermarkaóurinn, Sýningahöllinni (Ársalir) v/Bíldshöfða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.