Morgunblaðið - 29.03.1979, Page 20

Morgunblaðið - 29.03.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Borgljót Ingólfsdóttir Þetta er alveg hunang! 1 egg, þeytt, '/ bolli brætt smjörlíki eða jurtaolía. Mjólk, hunang, egg og olía hrært saman og bætt út í þurrefnin, aðeins hrært saman. „Muffins" formin smurð og hálf- fyllt af deigi bakað í ca. 25 mín. Verða um 12 stykki. Hunangs-kryddkaka. Vz bolli smjörlíki, 3/ bolli hunang, Vt bolli ljós púðursykur, 2 egg, Vz bolli mjólk 1 'k bolli hveiti, 1 tsk. engifer, Vz tsk. kanill, Vz tsk. salt, V tsk. sódaduft, 1 tsk. lyftiduft. Smjörlíki, hunang og sykur hrært vel, eggjunum bætt í einu í senn, og hrært vel á milli. Þurrefnum og mjólk bætt í til skiptis. Bakað í ca. 45 mín. við meðalhita. Hf-ií Hunang, þetta seigfljótandi efni, sem býflugurnar gefa frá sér og hafa safnað úr blómun- um, hefur lengi verið notað tii að gera sætt. Þess er jafnvel getið í fornum ritum. í grískri goðafræði er minnst á, að guðirnir neyti hunangs, eins og hinir dauðlegu menn. í biblíunni segir frá því, er Móse sendi menn inn í Kanaan- land til að kynna sér landgæði, og annað. Við heimkomuna sögðu þeir um landið: „og að sönnu flytur það í mjólk og hunangi,“ o.s.frv. Sykur var ekki almennt þekktur fyrr á mið- öldum, og þangað til var hunang aðalefnið, til að gera sætt. Ýmsir staðir voru til forna þekktir af hunagsframleiðslu, svo sem Kanaanland (Palestína), Grikkland og Sikiley. Það gamla húsráð, að gefa hunang í heitri mjólk við særindum í hálsi, og kvefi, stendur áreiðanlega fyrir sínu enn þann dag í dag. Er ekki að efa, að hunang hefur víða verið haft um hönd undanfarið, í kulda og kveftíð. Hunang þykir mörgum alveg ómissandi á morgunverðar- borðið. Og í eina tíð, ef til vill enn, stálust mæður ungbarna til að væta „snudduna" með hunangi, ef barnið var órólegt. En það má gera fleira við hunang en að neyta þess, það var ein aðalundirstaða í mörgum kremum, sem notuð voru til að mýkja húðina hér áður og fyrr. En ef til er örlítið hunang... hvernig má nota það? Ef eitthvað er mjög gott segjum við: „þetta er alveg hunang." Hunangs-smjör. lÆ bolli mjúkt smjör og 'k bolli hunang hrært vel, kælt. Einnig í hlutföllunum, 1 bolli hunang á móti 'k bolla af smjöri. Gott með heitum vöffl- um, litlum þykkum pönnukökum (griddle cakes) og á ristað brauð. Hunangs-majones. 1 eggjahvíta. Vi bolli hunang, 'k. bolli majones, Vs tsk. rifin sítrónubörkur, 1 matsk. sítrónusafi. Eggjahvítan stífþeytt, hunangi þætt í og þeytt áfram. Majones, sítrónuberki og safa bætt í. Gott á salat með ávöxtum í. Hunangs-kál. 1 bolli sýrður rjómi, 2 matsk. sítrónusafi, 1 matsk. kúmen, Vt bolli hunang, 1 tsk. salt, 4 bollar hvítkvál, skorið í örsmáar ræmur. Öllu blandað saman. Hunangs-„muffins“ 2 bollar hveiti, 1 tsk. salt, 3 tsk. lyftiduft, 1 bolli mjólk, Vt bolli hunang, Hunangskaka frá Jótlandi 4 egg, 250 gr. sykur, 250 gr. hunang, 250 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft, rifinn börkur af einni sítrónu, 1 tsk. engifer, 2 kúfaðar tsk. af kanil, 1 tsk. negull Egg og sykri hrært vel, hunangi bætt í. Síðan er þurrefnum, ásamt sítrónuberki bætt í. Deigið sett í smurt form, sem ekki má vera meira en hálft, og bakað í ca. 1 klst. við meðalhita. Hunangshrísgrjón % bolli hunang, Vt bolli síróp, 4 bollar soðin hrísgrjón, 'k bolli rúsínur, 1 lk tsk. sítrónubörkur, 1 'k matsk. sítrónusafi, '/ bolli sherry, 'k bolli saxaðar hnetur (ristaðar). Hunang og síróp hitað saman í potti, hrísgrjónum, rúsínum, og sítrónuberki bætt í, látið sjóða hægt í 5 mín. Síðan er þetta sett í smurt ofnfast fat, og bakað í ofni í ca. 40 mín. Þá er sítrónusafa og sherry hrært saman við. Ábætirinn settur í eins skammta skálar, skreytt með hnetum. Ætlað fyrir 8 manns. Rannsóknastofnun___________ byggingariðnaðarins að Keldnaholti heimsótt: Haraldur Ásgeirsson forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnað- arins við frystiklefa, sem notaður er til að kanna veðrunarþol steinsteypu meðal annars. Þarna eru steypubútar látnir frjósa og þiðna á víxl í vatni. Er á þennan hátt unnt að fá á fáum dögum veðrun sem samsvarar tíu árum úti í náttúrunni, og þannig má sjá hvernig viðkomandi efni kæmi til með að reynast. Mannvirkjaeign þjóðarinnar met- in á allt að 3000 milljarða króna Þvi er mikilvægt að vandað sé til rannsókna og framkvæmda RANNSÓKNASTOFNUN byggingariðnaðarins að Keldnaholti skammt ofan Reykjavíkur hefur með höndum viðamikla rann- sóknarstarfsemi tengda margvíslegri mannvirkja- gerð hér á landi. Mann- virkjaeign þjóðarinnar er nú talin nema 2 til 3000 milljörðum króna. Það er því augljóslega mjög mikil- vægt að vandað sé til fram- kvæmda og allra rann- sókna áður en framkvæmd- ir hef jast. Blaðamönnum var nýlega boðið að Keldnaholti þar sem starfsemi Rannsóknastofnunarinnar var kynnt. Víðtækt starfssvið stofnunarinnar Starfssviði Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins má skipta niður í tólf meginþætti. Þeir eru þessir: 1. Skipulag bæja. 2. Húsnæðisrannsóknir. 3. Steypurannsóknir. 4. Húsbyggingatækni. 5. Vega- og gatnagerð. 6. Jarðtækni. 7. Önnur mannvirkjagerð. Mikilvægt er að geta mælt styrkleika jarðvegs þegar reisa á mannvirki, hús, hafnir, vegi eða nánast hvað sem er. Hér er Hákon Ólafsson yfirverkfræðingur við jarðvegssýni sem verið er að mæla fyrir Dráttarbrautina á Isafirði. Rannsóknir af þessu tagi eru dýrar, og því eru það einkum meiriháttar framkvæmdir sem þær eru gerðar fyrir. (íroin: Andors Ilanson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.