Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 Yfirburðir Churchills HamborK. 26. marz — AP. í GREIN eftir Albert Speer, fyrrum hervæð- ingarráðherra Hitlers, sem birtist í vikublaðinu Welt am Sonntag í gær, segir hann að sir Winston Churchill fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands hafi jafnan átt auðvelt með að snúa á Hitler. Speer, sem sat tuttugu ár í fangelsi að síðari heimsstyrjöld- Winston Churchill. inni lokinni fyrir aðild sína að hervæðingu Hitlers, segir að um margt hafi brezki forsætisráð- herrann og nazista-einvaldurinn verið líkir. „En það er áberandi að Churchill kunni alltaf að velja sér aðstoðarmenn, sem héldu sjálf- stæði sínu. Ekki Hitler, sem í æ ríkari mæli leitaði samstarfs- manna meðal þeirra sem fúsastir voru að láta að vilja hans,“ segir Speer. Joseph Göbbels áróðursstjóri Moskva: Aðvent- istar dæmdir Moskvu, 28. marz — AP. SOVÉZKUR dómstóll dæmdi á laugardag yfirmann Aðventista- kirkjunnar f Sovétrfkjunum til fimm ára þrælkunarvinnu fyrir að bera út óhróður um Sovétrfkin og brjóta gegn almennum mann- réttindum. Fjórir starfsmenn hans hlutu einnig dóma. Yfirmaður Aðventistakirkjunn- ar er Vladimir Sholkov, 83 ára að aldri. Hann hefur gegnt embætt- inu í 30 ár, en setið í samtals 23 ár í fangelsum, vinnubúðum eða út- legð innanlands. Auk þrælkunar- dómsins var úrskurðað að allar einkaeignir Sholkovs skyldu gerð- ar upptækar. Annar aðventisti, Ilya Lepshin, hlaut sama dóm og Sholkov, en þau Varnold Spalin, Sofia Furlet og Sergei Maslov vægari dóma. nazista öfundaði Churchill af tvennu, segir Speer: „Hve fús hann var sjálfur að birtast og kanna tjón það sem varð í loftárásum Þjóðverja á brezkar borgir, og hve auðvelt honum reyndist að leiða þjóð sína í allan sannleika varð- andi aðsteðjandi hættu. Heimsóknir Churchills hljóta að hafa talið kjark í alla, sem hlut áttu að máli, segir Speer. „En þrátt fyrir allar tilraunir Göbbels hélt Hitler sig jafnan víðs fjarri þeim þýzku borgum, sem urðu fyrir loftárásum." Hitler tókst aldrei að líkja eftir „blóðs, svita og tára“ ræðu Churchills eftir ófarir Breta við Dunkirk, segir Speer. „Hitler reyndi að afsaka, kveikja vonir þegar ástandið var vonlaust. Hernaðarsagan hefur sýnt að það var Hitler sjálfur sem gerði afdrifaríkustu mistökin. Þetta vissi Churchill að sögn Speers, og sagði þegar fréttist að Hitler hefði komizt lífs af úr sprengjutilræðinu gegn honum 20. júní 1944: „Guði sé lof að bezti bandamaður okkar skuli enn vera lifandi." Framkvæmdastjóri norræna félagsins f Danmörku, Torben Staubo, sýnir líkan af Nordsat. Hann er hræddur um að Þjóðverjar verði fyrri til að koma sér upp sjónvarpshnetti en Skandinavar. V-Þjóðverjar veita Nordsat samkeppni GREINILEGT kapphlaup er í uppsiglingu milli Vest- ur-Þjóðverja og Norðurlanda um að verða fyrri til að skjóta á braut gervihnetti fyrir sjónvarp- og FM-útvarps- sendingar að því er fram kom við opnun Nordsat-sýning- ar á vegum norræna félagsins í Danmörku í Kaupmannahöfn. I síðustu áætlunum Vestur-Þjóðverja er gert ráð fyrir að skotið verði tilraunagervihnetti 1982—1983 og varanlegum sjón- varpshnetti um 1985. Stefnt hefur verið að því að skjóta Nordsat 1984 — 85, en danskir sérfræðingar segja síðustu rannsóknir sýna að það sé of mikil bjartsýni að halda að það takist og líklegra sé að Nordsat verði ekki skotið fyrr en 1985-87. Öll norrænu félögin hafa lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við Nordsat og Nordsat-sýningin er farandsýning sem á að sýna mögu- leika Nordsat þegar gervihnöttur- inn verður fullbyggður. Félögin vilja að fólk á Norðurlöndum fái að velja á milli sjö norrænna sjónvarpsstöðva og 12 örbylgju- stöðva (FM). Sýningin er liður í upplýsingaherferð sem á að móta öflugt almenningsálit áður en norrænir ráðherrar koma saman og taka afstöðu til skýrslu sem þeir munu fá frá sérfræðingum um rannsóknir sínar 16. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem norræna félagið í Danmörku tekur skýra afstöðu í pólitísku máli og ástæðan er sögð sú að frjálsar norrænar upplýsingar hafi geysi- mikla þýðingu. Torben Staubo, formaður norræna félagsins í Danmörku, lýsti þeirri von sinni við opnun Nordsat-sýningarinnar að áætlun- in gæti staðizt svo að fyrst yrðu keypt loftnet sem yrði beint að norræna sjónvarpshnettinum. Ib Lönberg,-forstjóri fjarskipta- deildar pósts og síma í Danmörku sagði að engin tæknileg vandkvæði væru á því að horfa á efni bæði frá Nordsat og þýzkri sjónvarpsstöð. Til þess þyrfti tvö loftnet og það þyrfti ekki að kosta mikið. Sovétmenn efla neytendaþjónustu: Leyfa örlítinn einkarekstur Mofikvu, 26. marz, AP. SOVÉTMENN hafa að undan- förnu veitt leyfi til einkarekstrar í smáum stíl á sviði almennrar neytendaþjónustu þar sem al- menn ánægja ríkir með þann árangur sem náðst hefur af einkarekstri í landbúnaði. Ætlun Sovétmanna, sem tóku ákvörðunina ,að gaumgæfilega athuguðu máli, er að fullnægja eftirspurn neytenda sem kvartað hafa sáran undan lftilli þjónustu á ýmsum sviðum. Af opinberri hálfu er litið á þennan einka- rekstur sem bráðabirgðalausn. Neytendur hafa einkum kvartað Fundin ný áhrifamikil vopn í baráttunni við krabbamein? Daytona Beach, Kalifornfa, AP-Reuter. SÉRFRÆÐINGAR við Sloan-Kettering stofnun- ina f New York halda að þeir hafi fundið eggjahvítuefnasamband sem mannslikaminn framleiðir og orðið getur eigift vörn líkamans við krabba. Talið er að hér sé á ferðinni uppgötvun sem getur átt eftir að valda þáttaskilum f lækningu krabbameins. Eins að það eigi eftir að valda byltingu við leit að krabbameini á byrjunarstigi. Að svo komnu máli eru rannsóknir á eggja- hvítusambandinu, sem nefnt er „NHG“ á vísinda- máli, það skammt á veg komnar að ekki verður hægt að gera rannsóknir á mönnum fyrr en að nokkrum árum liðnum. Jafnframt var skýrt frá því að sérfræðingar við annað sjúkrahús hefðu uppgötvað efnasam- band sem yki á seiglu og virkni lyfja sem notuð eru að jafnaði f dag f baráttunni við krabba. Rannsóknir hefjast á sjúklingum innan skamms og telja fróðir menn að þetta lyf eigi einnig eftir að valda þáttaskilum í krabbalækningum. undan því að ekki sé að fá í verzlunum nauðsynjar svo sem tvinna, sokkaleista, nagla, augn- skugga o.þ.h., og að ekki sé hægt að fá gert við úr og klukkur, skó, minniháttar skemmdir í íbúðum og bifreiðar. Þeir sem fá nú að hefja einka- rekstur í smáum stíl, en til að það gæti orðið að veruleika breyttu Sovétmenn örlítið einni grein í stjórnarskrá sinni, eru tannlækn- ar, listamenn, tónlistar- og tungu- málakennarar, bifvélavirkjar og ýmsar aðrar stéttir iðnaðar- manna. Þessir nýju atvinnu- rekendur verða að lúta ströngu opinberu eftirliti og eru umsvif þeirra mjög takmörkuð. Umfangsmikil neðanjarðar- starfsemi á sviði verzlunar og viðskipta er í Sovétríkjunum. Boð- inn er á svörtum markaði alls kyns glysvarningur svo og nauðsynja- vörur, en talið er að þeir sem þessi viðskipti stundi velti sumir hverjir milljónum rúblna á ári hverju. Þessi þjónusta, sem er vel þegin, hrekkur þó hvergi til. Fyrir nokkrum árum leyfðu Sovétmenn einkarekstur í smáum stíl í landbúnaði. Alls framleiða þessir bændur í einkarekstri um þriðjung af öllum ávöxtum og grænmeti sem framleitt er í Sovét- ríkjunum, en á aðeins um fjórum af hundraði ræktaðs lands. Ný tæki við leit að brjósta- krabba e Á KAROLINSKA sjúkrahúsinu í Stokkhólmi er nú verið að gera tilraunir með tæki sem greinir brjósta- krabba á algeru byrjunarstigi, og hafa unnið að því tveir prófessorar, Björn Nordenström og Bertil Jacobson. Notuð er röntgentækni og tölvuút- búnaður og hefur komið í ljós að tækið greinir örsmáar krabbameins- frumur langtum fyrr en áður hefur tekizt. Sjúklingur er látinn liggja á maganum á sérhönnuðu læknisborði og á því er hola fyrir brjóstið sem rannsaka á. Eru teknar röntgenmyndir af brjóstinu neðan frá. Á röntgen- myndum sem unnar eru með þessari tækni getur læklílr ákvarðað hvar æxlið er í brjóstinu og er til þess beitt útreikningum sem tölvan sem framkvæmir á svipstundu, og skeikar í mesta lagi um lmm. Verður vart við ber í brjóstinu er beitt staðdeyfingu og nál er stungið í brjóstið á þann stað þar sem berið fannst og tekur hún sýni úr berinu, sem er sent í rannsókn. Tekur þetta allt ekki nema um tuttugu mínútur. Tvö hundruð og fimmtíu kon- ur hafa verið rannsakaðar með þessari nýju tækni og árangur mjög merkur. Er nú verið að endurbæta þennan útbúnað með það fyrir augum að einfalda hann og gera kleift að setja tæki þessi síðan á markað. Loftið í Ósló mengað Frá fréttaritara MorKunbladsins ( Ósló ANDRÚMSLOFTIÐ í Ósló er mengaðra eitur- gasi frá bílaumferð, iðn- fyrirtækjum og kyndi- tækjum en nokkur önnur borg í Norður-Evrópu og mengunin er fjórum sinnum meiri en talið er viðunandi samkvæmt alþjóðlegum reglum ef marka má mælingar sem hafa verið gerðar á göt- um borgarinnar. Vísindamenn segja að andrúmsloftið í Ósló sé jafnvel eins mengað og í Los Angeles og það hefur að geyma mikið af tjöru sem veldur krabbameini og kolsýru sem hjarta og tauga- kerfi getur stafað hætta frá. Það eykur loftmengunina að Ósló er í nokkurs konar laut með háum ásum umhverfis þannig að eðlilegt loftstreymi myndast ekki. Fótgangandi fólk í Ósló er í mestri hættu frá loftmenguninni sem getur vald- ið þyngslum í höfði og þreytu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.